Categories
Greinar

Ferðumst á vit nýrra ævintýra

Deila grein

14/12/2021

Ferðumst á vit nýrra ævintýra

Forfeður okk­ar áttuðu sig snemma á mik­il­vægi þekk­ing­ar og hversu mik­il­vægt það væri að afla sér nýrr­ar þekk­ing­ar með því að ferðast á vit nýrra æv­in­týra en svo er kveðið á í Há­va­mál­um:

Vits er þörf
þeim er víða rat­ar.
Dælt er heima hvað.
Að auga­bragði verður
sá er ekki kann
og með snotr­um sit­ur.

Ég geri ráð fyr­ir að þess­ari heim­speki Há­va­mála hafi frem­ur verið beint til okk­ar heima­fólks um að sækja okk­ur þekk­ingu ytra en að Ísland yrði sá staður sem yrði heim­sótt­ur ríku­lega. Staðreynd­in er hins veg­ar sú að á skömm­um tíma hef­ur ferðaþjón­ust­an vaxið í eina af stærstu út­flutn­ings­grein­um þjóðar­inn­ar.

Ferðaþjón­usta skapaði 553 millj­arða króna verðmæti fyr­ir sam­fé­lagið árið 2019 og mun­ar um minna! Sama ár námu bein­ar gjald­eyris­tekj­ur af er­lend­um ferðamönn­um 383 ma.kr. eða 8,6% af vergri lands­fram­leiðslu. Vegna þessa hef­ur stöðug­leiki gjald­miðils­ins auk­ist og gjald­eyr­is­forði þjóðarbús­ins styrkst veru­lega. Auk­in­held­ur má segja að ferðaþjón­ust­an sé ein ár­ang­urs­rík­asta byggðaaðgerð Íslands­sög­unn­ar, sjálfsprott­in at­vinnu­up­bygg­ing um allt land. Á ár­un­um 2009-2019 skapaði ferðaþjón­usta að jafnaði 500 ný störf á ári á lands­byggðinni. Það er gríðarlega mik­il­vægt að þessi þróun tap­ist ekki.

Það hef­ur eng­um dulist að áhrif heims­far­ald­urs­ins hafa komið hlut­falls­lega verr við ferðaþjón­ust­una en ýms­ar aðrar at­vinnu­grein­ar. Að sama skapi hef­ur það varpað enn skýr­ara ljósi á það hversu mik­il­væg ferðaþjón­ust­an er fyr­ir efna­hags­lífið. Því hafa stjórn­völd lagt þunga áherslu á að styðja við grein­ina til þess að tryggja að hún lendi á báðum fót­um eft­ir heims­far­ald­ur og verði vel und­ir það búin þegar fólks­flutn­ing­ar milli landa aukast enn frek­ar að nýju. Það er aug­ljóst að þeim mun hraðari sem viðspyrna ferðaþjón­ust­unn­ar verður, þeim mun minni verður sam­fé­lags­leg­ur kostnaður af far­aldr­in­um til lengri tíma.

Ferðaþjón­ust­an hef­ur einnig átt stór­an þátt í að auka lífs­gæði okk­ar með ríku­legra mann­lífi, ný­stár­legu fram­boði af afþrey­ingu og góðum mat og gefið Íslend­ing­um tæki­færi á að víkka út tengslanet sín svo dæmi séu tek­in. Sá aukni áhugi á Íslandi sem fylg­ir ferðaþjón­ust­unni hef­ur einnig aukið skiln­ing lands­manna á eig­in landi og varpað ljósi á hversu sér­stakt það er fyr­ir margra hluta sak­ir. Það er ánægju­legt að geta tekið á móti fjölda gesta og deilt með þeim nátt­úru okk­ar, sögu og menn­ingu. Til að styðja enn frek­ar við það munu stjórn­völd meðal ann­ars halda áfram að styðja við markaðssetn­ingu Íslands sem áfangastaðar. Þannig tryggj­um við áfram­hald­andi sókn fyr­ir ferðaþjón­ust­una til að skapa ný æv­in­týri og þekk­ingu, þar sem speki Há­va­mála er höfð að leiðarljósi.

Höf­und­ur er ferðamálaráðherra.

Höf­und­ur: Lilja Al­freðsdótt­ir

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 14. desember 2021.

Categories
Greinar

Lokað vegna raf­magns­leysis

Deila grein

09/12/2021

Lokað vegna raf­magns­leysis

Fréttir vikunnar þar sem Landsvirkjun tilkynnti að skerða þyrfti nú þegar afhendingu á raforku til fyrirtækja vegna raforkuskorts og annmarka á flutningsgetu hafa væntanlega ekki farið fram hjá mörgum. Þurfum við að vera hissa Nei! Þetta getur ekki komið á óvart. Það er staðreynd að raforkuöryggi víða um land er ábótavant.

Flutningslínur eru mannvirki sem komin eru í mikla viðhaldsþörf og enn eru landshlutar sem hreinlega vantar tengingu við meginstofnæðar landsins og búa við skert raforkuöryggi allt árið.

Lítið hefur þokast síðustu ár

Þetta ástand skapar óþægindi fyrir almenning og veldur því að atvinnutækifæri eru andvana fædd vegna skorts á öruggri raforku. Erfitt er að sjá fyrir vinnutapi ásamt því að margur búnaður er viðkvæmur og þolir ekki rafmagnsleysi.

Fyrir sléttum tveimur árum gekk óveður yfir landið með tilheyrandi tjóni á flutningslínum raforku bæði í dreifikerfi og flutningskerfi Landsnets. Í kjölfarið fóru stjórnvöld á stað með samráðshópa um hvernig mætti koma í veg fyrir slíkt tjón endurtæki sig og að finna veikustu hlekkina í flutningskeðjunni. Hrundið var af stað átaksverkefni og ýmislegt var bætt og endurnýjað. En þau landsvæði sem búa ekki við hringtengingu búa enn við sama óöryggið.

Árið 2009 skipaði þáverandi iðnaðarráðherra ráðgjafahóp til að þess að meta leiðir til að bæta raforkuöryggið á Vestfjörðum og í fyrra kom út skýrsla samstarfshóps um bætt afhendingaröryggi raforku á Vestfjörðum. En því er nú verr og miður að lítið hefur þokast í þessum efnum síðasta áratuginn.

Biluð jólaséría

Það á ekki að vera hluti af aðventustemmingunni að uppgötva vanmátt flutningskerfis raforku í landinu, líkt og þegar jóla sería er tekin úr geymslu á þorláksmessukvöld og allar perur eru ónýtar og búið að loka verslunum. Við getum ekki beðið lengur, það verður að huga að fullri alvöru að virkjunarkostum á Vestfjörðum ásamt því að flýta viðhaldi og nýbyggingu flutningskerfis.

Smávirkjanir eru mikilvægur liður í þessari uppbyggingu. Svo hægt sé að nýta þær í auknu mæli þarf að endurskoða lög og reglugerðir sem gilda um leyfisveitingar til uppsetningar smávirkjana með það að markmiði að einfalda umsóknarferli í tengslum við þær. Smávirkjanir tengjast raforkukerfinu um dreifiveitur landsins og styrkja þannig þær flutningsleiðir. Með smávirkjunum er verið að nýta, styrkja og bæta rekstur þess raforkukerfis sem nú þegar hefur verið byggt upp af samfélaginu. Smávirkjunum á Vestfjörðum hefur fjölgað og þær hafa sannað sig sem mikilvægur liður í raforkuöryggi á svæðinu.

Vinna sem þarf að vinna

Það er morgunljóst að við þurfum að fara að sinna þessum málum af fullri alvöru. Útbúa þarf sérstaka rammaáætlun sem nær bæði til minni og stærri virkjunarkosta líkt og lagt er til í skýrslu samstarfshóps um bætt afhendingaröryggi raforku á Vestfjörðum. Við þurfum að huga að uppbyggingu og leggja fram lausnir til framtíðar. Þá fyrst þá getum við treyst raforkuöryggi um allt land.

Halla Signý Kristjánsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins.

Greinin birtist fyrst á visir.is 9. desember 2021.

Categories
Greinar

Sátt­máli fram­fara og vaxtar

Deila grein

08/12/2021

Sátt­máli fram­fara og vaxtar

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar er ítarlegur og vel gerður. Hann vísar leiðina fram veginn og einkennist af bjartsýni varðandi þau tækifæri sem til staðar eru og bjartsýni um að við getum áfram bætt samfélagið og lagfært það sem þarf að laga. Stefna og áherslumál Framsóknar skína í gegn, en sáttmálinn byggir á skynsömum lausnum, jafnrétti og á því að einstaklingurinn sé ávallt hjartað í kerfinu. Öflugt atvinnulíf er forsenda velferðar og framfara. Auka þarf verðmætasköpun og gefa fyrirtækjum nauðsynlegt svigrúm til að sækja fram, fjárfesta í tækjum og tólum til að standast samkeppni og ekki síður til að ráða fólk til starfa að nýju. Slíkt treystir ríkisfjármálin á ný og gefur okkur sem þjóð tækifæri til að vaxa og dafna til frekari velsældar.

Einstaklingurinn er hjartað í kerfinu

Við stöndum frammi fyrir mjög stórri áskorun, þeirri að þjóðin er að eldast. Stóra verkefnið er því áhersla á lýðheilsu með það að markmiði að fólk eigi betra líf á efri árum og sé minna háð þjónustu ríkis og sveitarfélaga. Einnig er það ánægjulegt að auka skuli sveigjanleika í starfslokum hjá hinu opinbera, en slíkt stuðlar að því að fólk verði lengur virkir þátttakendur í samfélaginu og á vinnumarkaði. Auk þess er það skref í rétta átt að frítekjumark atvinnutekna verði tvöfaldað um næstu áramót.

Ég fagna því sérstaklega að sáttmáli Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks verði lögfestur, en samhliða því er mikilvægt að virkt samtal eigi sér stað milli ríkis og sveitarfélaga um fjármögnun málaflokksins og að nauðsynlegt fjármagn fari á rétta staði. Sveitarfélög vilja þjónusta íbúa vel, en það sem hefur gerst við tilfærslu stórra málaflokka frá ríki til sveitarfélaga er að þjónustan hefur færst nær fólkinu, hún aukist og orðið betri. Það hefur falið í sér umtalsverðan kostnaðarauka hjá sveitarfélögunum. Ráðist verður í vinnu við að bæta stöðu langveikra og alvarlega fatlaðra barna og fjölskyldna þeirra með nýju fyrirkomulagi umönnunarstyrks og umönnunargreiðslna, ásamt því að foreldrum sem missa barn verður tryggt sorgarleyfi. Einnig er rétt að nefna að áfram verður unnið að því mikilvæga verkefni í samstarfi við sveitarfélög að jafna tækifæri barna til að stunda tómstundastarf óháð efnahag, aðstæðum og búsetu.

16,3 milljarða aukning til heilbrigðismála

Tækifæri eru til framsóknar í heilbrigðismálum og ánægjulegt er að framlög til málaflokksins séu að hækka um 16,3 milljarða. Um leið og fjármagn er aukið, er einnig svigrúm til að nýta fjármuni betur. Heilbrigðiskerfið á að veita fólki þá þjónustu sem það þarf og gera það innan skilgreinds biðtíma. Geðheilbrigðismál þurfa að vera í forgangi á kjörtímabilinu en ýmis jákvæð teikn eru á lofti sé tekið mið af markmiðum ríkisstjórnarinnar. Því þarf að fylgja eftir.

Ágúst Bjarni Garðarsson, þingmaður Framsóknar.

Greinin birtist fyrst á visir.is 8. desember 2021.

Categories
Greinar

Hinar gjöfulu greinar

Deila grein

05/12/2021

Hinar gjöfulu greinar

Það var hátíðleg stund á Alþingi í vik­unni þegar fyrsta stefnuræða kjör­tíma­bils­ins var flutt á full­veld­is­degi okk­ar Íslend­inga hinn 1. des­em­ber. Stefnuræðan mark­ar ávallt ákveðin tíma­mót sem gefa okk­ur kjörn­um full­trú­um tæki­færi til þess að líta yfir far­inn veg og horfa til framtíðar. Und­an­far­in fjög­ur ár hef­ur margt áunn­ist á fjöl­mörg­um sviðum sam­fé­lags­ins og boðar nýr stjórn­arsátt­máli áfram­hald­andi fram­far­ir.

Gert hærra und­ir höfði

Liður í þeim breyt­ing­um sem kynnt­ar hafa verið er hið nýja ráðuneyti ferða-, menn­ing­ar- og viðskipta­mála sem und­ir­rituð mun fara fyr­ir. Breyt­ing­arn­ar eru tíma­bær­ar enda eru tugþúsund­ir sem starfa við menn­ingu, skap­andi grein­ar og ferðaþjón­ustu sem flétt­ast sam­an með ýmsu móti, auka aðdrátt­ar­afl Íslands og skapa gríðarleg verðmæti fyr­ir þjóðarbúið. Grein­arn­ar eru ekki síður mik­il­væg­ar til þess að skapa Íslandi ákveðinn sess í sam­fé­lagi þjóðanna með hinu mjúka valdi og já­kvæðum hug­hrif­um sem þeim fylgja. Öflug menn­ing og ferðaþjón­usta eru einnig mik­il­væg­ur hluti sam­fé­lag­anna hring­inn í kring­um landið og hafa á und­an­förn­um árum gætt ýmis svæði nýju lífi.

Áfram­hald­andi menn­ing­ar­sókn

Á síðasta kjör­tíma­bili var grunn­ur menn­ing­ar styrkt­ur veru­lega. Þannig hef­ur nýtt stuðnings­kerfi við bóka­út­gáfu skilað 36% aukn­ingu í út­gefn­um bók­um, starfs­laun­um var fjölgað, fyrstu sviðslist­a­lög­in sett, hóp­um lista­manna tryggðir kjara­samn­ing­ar, list­mennt­un efld, ný menn­ing­ar­hús fjár­mögnuð, nýj­ar kvik­mynda- og bóka­mennta­stefn­ur sett­ar fram ásamt aðgerðaáætl­un í menn­ing­ar­mál­um svo að fá dæmi séu tek­in. Byggt verður á þess­um góða grunni næstu fjög­ur ár og strax á næsta ári verður rúm­um millj­arði varið í nýja kvik­mynda­stefnu og til auk­inna end­ur­greiðslna í kvik­mynda­gerð, nýj­ar mynd­list­ar- og tón­lista­stefn­ur kláraðar og ný Sviðslistamiðstöð hefja starf­semi svo stiklað sé á stóru.

Ferðaþjón­usta á heims­mæli­kv­arða

Ferðaþjón­ust­an verður áfram stór þátt­ur í ís­lensku efna­hags­lífi og er mik­il­vægt að hún fái tæki­færi til upp­bygg­ing­ar eft­ir áföll heims­far­ald­urs­ins. Lögð verður áhersla á að ferðaþjón­usta á Íslandi sé arðsöm og sam­keppn­is­hæf at­vinnu­grein í sátt við nátt­úru og ís­lenska menn­ingu. Við vilj­um að Ísland sé í far­ar­broddi í sjálf­bærri þróun og ný­sköp­un í ferðaþjón­ustu. Á kjör­tíma­bil­inu verður áfram unnið að upp­bygg­ingu innviða í takt við fjölg­un ferðamanna, stefnu í ferðaþjón­ustu til 2030 sem mótuð var á síðasta kjör­tíma­bili í góðri sam­vinnu hagaðila verður fylgt eft­ir ásamt heild­stæðri aðgerðaáætl­un.

Framtíðin er björt

Fullt til­efni er til þess að líta björt­um aug­um til framtíðar og er ég full til­hlökk­un­ar að tak­ast á við ný verk­efni. Ég heiti því að leggja mig alla fram í þágu minna mála­flokka – hinna gjöf­ulu greina.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar­.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 4. desember 2021.

Categories
Greinar

Aðventa komandi kjörtímabils

Deila grein

02/12/2021

Aðventa komandi kjörtímabils

Á fyrsta sunnudegi í aðventu leit ný ríkistjórn dagsins ljós. Niðurstöður kosninganna voru skýrar en rúm 54% atkvæða skiluðu sér til fyrrum stjórnarflokkana. Ríkisstjórnin fékk endurnýjað umboð frá kjósendum til þess að vinna áfram saman.

Undanfarin misseri hafa boðið upp á fjölbreyttan veruleika og verkefni sem þarf að taka á með festu. Ríkisstjórn Íslands þarf að vera tilbúin að taka ólík sjónarmið inn í komandi verkefni og leiða með samvinnu þjóðarskútunni á öruggan kjöl. Það er verk okkar stjórnarflokkanna og ekki síður minnihlutaflokkana að sýna að við stöndum undir þeirri ábyrgð sem okkur var afhent af þjóðinni.

Samvinnusáttmáli.

Sáttmáli nýrrar ríkisstjórnar slær nýjan tón, í honum felast mörg tækifæri fyrir landið allt. Veruleikinn sem blasir við nú í upphafi þessa kjörtímabils er allt annar en við stóðum frammi fyrir árið 2017. Við ritun stjórnarsáttmálans var tekin góður tími til að fara yfir liðið tímabil og skilar það sér í metnaðarfullum sáttmála þar sem finna má leiðarstef um efnahagslegar og félagslegar framfarir, vernd umhverfis, kraftmikla verðmætasköpun, jafnrétti kynjanna og síðast en ekki síst jafnvægi byggða og kynslóða. Í sáttmálanum má finna margar megináherslur Framsóknarmanna. Grænar fjárfestingar, jöfnun tækifæra um allt land og áhersla verður lögð á jafnvægi efnahagslegra samfélagslegra og umhverfislegra þátta. En umfram allt má finna að í sáttmálanum ríkir bjartsýni til komandi ára.

Uppbygging byggða

Tryggja má jafnvægi byggða með öflugum samgöngum, þjónustu og atvinnu ásamt því að byggja upp innviði um allt land. Það var gert á síðasta kjörtímabili, en þá var lyft grettistaki í samgöngumálum í NV- kjördæmi. Í augsýn er nútímavegur allan hringveg nr. 60 ásamt því að unnið er að endurbótum á mörgum köflum á Vestfjörðum og einbreiðum brúm fækkað. Hafin er breikkun Vesturlandsvegar, lagt hefur verið aukið fé í tengivegi og samið hefur verið um byggingu stærri samgöngumannvirkja víða um land í gegnum fjárfestingarverkefni.

Áfram skal halda, við Framsóknarmenn göngum ekki frá borði í miðju verki. Við verðum áfram með öflugan ráðherra málaflokksins þar sem Sigurður Ingi situr í nýju innviðaráðuneyti sem tekur fleiri mikilvæga þætti inn til sín. Skapa á meiri festu um gerð jarðganga og að því tilefni er áætlað að móta jarðgangaáætlun þar sem horft er til framtíðar en ekki geðþóttaákvarðana og valdamisræmi milli landssvæða. Undirbúningi Sundabrautar verður framhaldið með það að markmiði að hún opni fyrir umferð innan áratugs. Biðin er senn á enda.  

Í nýja sáttmálanum má finna sterkan vilja til að styðja við byggðaþróun og valfrelsi í búsetu. Meðal annars er horft til að störf hjá ríkinu verði í auknum mæli án staðsetningar og sett verði markmið um hlutfall opinberra starfa á landsbyggðinni. Í því samhengi verður stutt við starfsaðstöðu og klasasamstarfs hins opinbera og einkaaðila á landsbyggðinni. Stefna Framsóknar hefur lengi verið að beita þurfi hagrænna hvata í byggðaþróun m.a. í gengum Menntasjóð námsmanna.

Fjárfesta í fólki

Áherslan næstu ár er á fólkinu í landi og nýta auð íslensks samfélags hvar á landinu sem fólk býr. Hvert samfélag og hver einstaklingur skiptir máli. Öflugt velferðarkerfi er undirstaða jöfnuðar. Vinna að kerfisbreytingum í þágu barna í samræmi við lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna heldur áfram. Nýta skal sömu hugmyndafræði til að samþætta þjónustu annarra hópa eins og eldra fólks, það mun skila okkur betri lýðheilsu og meiri virkni út lífið. Þjóðin er að eldast og því þarf sérstaklega að huga að þessum þáttum til að virkni eldra fólks í samfélaginu sé virtur. Það þarf að auðvelda fólki að búa lengur heima. Samþætting þjónustu er nauðsynleg til að ná fram virkni og aukinni þátttöku eldra fólks í lifandi samfélagi.

Næstu vikur verða aðventa nýs þings. Það var gott að fá öflugan stuðning við áframhaldandi uppbyggingavinnu og mikilvæg verkefni sem bíða.  Nú höldum við áfram næstu fjögur ár við að byggja betra samfélag.

Halla Signý Kristjánsdóttir, 7. þingmaður NV kjördæmis.

Greinin birtist fyrst á bb.is 2. desember 2021.

Categories
Greinar

Skipulagsmál og Tækniskólinn til Hafnarfjarðar

Deila grein

02/12/2021

Skipulagsmál og Tækniskólinn til Hafnarfjarðar

Stjórn­arsátt­máli nýrr­ar rík­is­stjórn­ar er ít­ar­leg­ur og vel gerður. Hann vís­ar leiðina fram veg­inn og ein­kenn­ist af bjart­sýni varðandi þau tæki­færi sem til staðar eru og bjart­sýni um að við get­um áfram bætt sam­fé­lagið og lag­fært það sem þarf að laga. Það er ein­læg skoðun mín að eitt­hvert besta skref til auk­inn­ar skil­virkni í kerf­inu hafi verið tekið með ákvörðun um sér­stakt innviðaráðuneyti. Það er al­gjör­lega ljóst að samþætta þarf skipu­lags­mál sveit­ar­fé­laga til að fá betri yf­ir­sýn yfir upp­bygg­ingu hús­næðis í nútíð og framtíð og annarra þátta; svo sem vega­fram­kvæmda. Mik­il­vægt er að gera nauðsyn­leg­ar breyt­ing­ar á starf­semi Skipu­lags­stofn­un­ar til að auka skil­virkni í fram­kvæmd­um öll­um, en í mín­um huga hef­ur sú stofn­un staðið brýnni upp­bygg­inu veru­lega fyr­ir þrif­um á und­an­förn­um árum og mætti lík­lega með réttu nefna Tafar­stofn­un rík­is­ins. Ánægju­legt er að sjá áherslu á styrk­ingu iðn- og verk­náms um land allt koma fram með skýr­um hætti í stjórn­arsátt­mál­an­um og að Tækni­skól­inn skuli byggður í Hafnar­f­irði í sam­ræmi við þá vilja­yf­ir­lýs­ingu sem und­ir­rituð var nú í sum­ar.

Kvik­mynd­ir og græn at­vinnu­upp­bygg­ing

Það var ánægju­legt að sjá frétt­ir af því að ný­lega hefði ráðherr­um borist bréf frá streym­isveit­unni HBO þar sem lýst var yfir áhuga á því að taka upp að fullu upp stór verk­efni hér á landi ef kosn­ing­ar­loforð Fram­sókn­ar um hækk­un end­ur­greiðslu­hlut­falls á sjón­varps- og kvik­mynda­verk­efni myndu ná fram á ganga. Enn ánægju­legra var að sjá það koma skýrt fram í stjórn­arsátt­mál­an­um að alþjóðlega sam­keppn­is­hæft stuðnings­kerfi sjón­varps- og kvik­mynda­efn­is yrði eflt enn frek­ar.

Rík­is­stjórn­in legg­ur ríka áherslu á að hraða orku­skipt­um og set­ur það fram með skýr­um hætti. Mark­miðið er að Ísland nái kol­efn­is­hlut­leysi og full­um orku­skipt­um eigi síðar en árið 2040 og verði óháð jarðefna­eldsneyti fyrst ríkja. Eigi þessi metnaðarfullu og góðu mark­mið að nást, er nauðsyn­legt að skapa sátt um nýj­ar virkj­an­ir sem byggja munu upp grænt og kol­efn­is­hlut­laust sam­fé­lag. Lokið verður við þriðja áfanga ramm­a­áætl­un­ar og kost­um í biðflokki verður fjölgað til að bregðast við þeim áskor­un­um sem fram und­an eru. Sér­stök lög verða sett um nýt­ingu vindorku með það að mark­miði að ein­falda upp­bygg­ingu vindorku­vera. Þetta eru góð skref og mik­il­væg.

Ágúst Bjarni Garðarsson, þingmaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 2. desember 2021.

Categories
Greinar

Straumhvörf

Deila grein

25/11/2021

Straumhvörf

Jóla­bóka­flóðið er skollið á, af meiri krafti en marg­ir óttuðust fyr­ir fá­ein­um árum þegar bóka­út­gáfa hafði dreg­ist veru­lega sam­an. Sú þróun var óheppi­leg af mörg­um ástæðum enda er bók­lest­ur upp­spretta þekk­ing­ar og færni.

Gamla klisj­an um að Íslend­ing­ar séu og eigi a ð vera bókaþjóð er skemmti­leg, en dug­ar ekki ein og sér til að tryggja blóm­lega bóka­út­gáfu og lest­ur. Viðskipta­leg­ar for­send­ur þurfa líka að vera til staðar. Þess vegna réðust stjórn­völd í aðgerðir til að snúa við nei­kvæðri út­gáfuþróun og stuðla þannig að aukn­um lestri, sér­stak­lega meðal ung­menna. Op­in­ber stuðning­ur við út­gáfu bóka á ís­lensku felst í end­ur­greiðslu á hluta út­gáfu­kostnaðar og hef­ur á fá­ein­um árum skilað ótrú­leg­um ár­angri. Þannig hef­ur út­gefn­um bóka­titl­um fjölgað um 36% frá ár­inu 2017 og fyr­ir vikið get­ur bókaþjóðin státað af mik­il­feng­legri flóru bók­mennta af öllu mögu­legu tagi, fyr­ir aldna sem unga.

Það er óum­deilt að bók­lest­ur eyk­ur lesskiln­ing barna, þjálf­ar grein­ing­ar­hæfi­leika þeirra, ein­beit­ingu og örv­ar ímynd­un­ar­aflið. Bók­lest­ur örv­ar minn­is­stöðvar hug­ans, hjálp­ar okk­ur að skilja heim­inn og tjá okk­ur. Allt of­an­greint – og margt fleira – und­ir­býr börn­in okk­ar fyr­ir framtíðina, sem eng­inn veit hvernig verður. Framtíðarfræðing­um ber þó sam­an um að sköp­un­ar­gáfa sé eitt­hvert besta vega­nestið inn í óvissa framtíðina ásamt læsi af öllu mögu­legu tagi; menn­ing­ar­læsi, talna-, til­finn­inga- og fjár­mála­læsi svo dæmi séu nefnd. Hlut­verk sam­fé­lags­ins, með heim­ili og skóla í far­ar­broddi, er að hjálpa skóla­börn­um nú­tím­ans að rækta þessa eig­in­leika í bland við gagn­rýna hugs­un, dómgreind, lær­dóm­sviðhorf og þraut­seigju. Þar dug­ar ekki að hugsa til næstu fimm eða tíu ára, því börn sem byrjuðu skóla­göngu sína í haust geta vænst þess að setj­ast í helg­an stein að lokn­um starfs­ferli árið 2085.

Þetta stóra sam­fé­lags­verk­efni verður ekki leyst með út­gáfu bóka á ís­lensku einni sam­an, en hún er mik­il­væg for­senda þess að börn nái að til­einka sér nauðsyn­lega framtíðarfærni. Þess vegna er svo mik­il­vægt að börn hafi aðgang að fjöl­breyttu úr­vali bóka og ann­ars les­efn­is á sínu móður­máli og þeim pen­ing­um sem ríkið ver í stuðning við bóka­út­gef­end­ur er vel varið. Á þessu ári hafa ríf­lega 360 millj­ón­ir króna runnið úr rík­is­sjóði til út­gáfu 703 bóka. Það er um­tals­verð fjár­hæð, en það er ein­læg sann­fær­ing mín að hún muni ávaxta sig vel í hönd­um, huga og hæfi­leik­um þeirra sem lesa.

Sam­fé­lags- og tækni­breyt­ing­ar hafa ekki stöðvað jóla­bóka­flóðið í ár, frek­ar en fyrri ár. Þvert á móti er straum­ur­inn nú þyngri en áður og flóðið hef­ur skolað á land ómet­an­leg­um fjár­sjóði. Ég hlakka til að njóta á aðvent­unni og hvet fólk til að setja nýja ís­lenska bók í jólapakk­ann í ár, bæði til barna og full­orðinna. Gleðilega aðventu!

Höf­und­ur er mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra.

Höf­und­ur: Lilja Dögg Al­freðsdótt­ir

Categories
Greinar

Til hamingju með daginn!

Deila grein

16/11/2021

Til hamingju með daginn!

Við minn­umst í dag fæðing­ar­dags hins merka skálds og vís­inda­manns Jónas­ar Hall­gríms­son­ar. Mennta- og menn­ing­ar­málaráðuneytið, und­ir for­ystu Björns Bjarna­son­ar fv. mennta­málaráðherra, hafði frum­kvæði að því að gera fæðing­ar­dag Jónas­ar að degi ís­lenskr­ar tungu árið 1996. All­ar göt­ur síðan hafa skól­ar, stofn­an­ir, fjöl­miðlar og al­menn­ing­ur beint at­hygli að tungu­mál­inu okk­ar á þess­um degi, gildi þess fyr­ir mennt­un, menn­ingu og þjóðar­vit­und. Kveðskap­ur Jónas­ar hef­ur fært þjóðinni marg­ar gleði- og lær­dóms­stund­ir og hef­ur nýyrðasmíð hans verið okk­ur til fyr­ir­mynd­ar og eft­ir­breytni.

Þjóð- og frels­is­skáldið Jón­as Hall­gríms­son er í sér­stöku dá­læti hjá mér. Jón­as lagði ríka áherslu á að rækta málið í orðsins fyllstu merk­ingu þess, ásamt því að mennta þjóðina. Hans hug­sjón var að ís­lensk­an væri notuð alls staðar í sam­fé­lag­inu; í leik og starfi, námi og vís­ind­um, skáld­skap, bók­mennt­um og öðrum list­um. Þess vegna stundaði hann nýyrðasmíð af kappi og þýddi er­lent efni sem hann taldi eiga er­indi við þjóðina. Þjóðin stend­ur í mik­illi þakk­ar­skuld við þjóðskáldið og mik­il­vægt að halda hans veg­ferð áfram.

Á und­an­förn­um árum hafa stjórn­völd lagt ríka áherslu á tungu­málið okk­ar. Árið 2019 ályktaði Alþingi að efla skyldi ís­lensku sem op­in­bert mál. Aðgerðaáætl­un til þriggja ára var samþykkt, þar sem meg­in­mark­miðin voru þrjú; að ís­lenska væri notuð á öll­um sviðum sam­fé­lags­ins, að ís­lensku­kennsla yrði efld á öll­um skóla­stig­um og að framtíð ís­lensk­unn­ar í sta­f­ræn­um heimi væri tryggð. Stór hluti aðgerðaáætl­un­ar­inn­ar er kom­inn til fram­kvæmda. Stuðning­ur við bóka­út­gáfu og fjöl­miðla er orðinn að veru­leika og í kjöl­farið hafa barna- og ung­mennta­bók­mennt­ir blómstrað. Útgáfa hef­ur auk­ist, sem hef­ur aukið aðgengi barna að fjöl­breyttu les- og menn­ing­ar­efni á ís­lensku. Stuðning­ur við fjöl­miðla treyst­ir rekstr­ar­grund­völl þeirra sem miðla til okk­ar um­fjöll­un um mál­efni líðandi stund­ar, en slíkt er lyk­il­atriði fyr­ir mál­vit­und þjóðar­inn­ar. Þá hef­ur mál­tækni­áætl­un stjórn­valda verið hrint í fram­kvæmd, svo tölv­ur og snjall­tæki kunni ís­lenskt rit- og tal­mál. Orðasöfn, mál­fars­bank­ar, beyg­ing­ar­lýs­ing­ar og hljóðupp­tök­ur í þúsunda­vís eru for­ritaðar inn í stýri­kerfi og ár­ang­ur­inn hingað til lof­ar góðu. Dæmi um hann má sjá á vefsíðunni al­mann­arom­ur.is, sem ég hvet alla til að skoða.

Í fyrstu inn­setn­ing­ar­ræðu Vig­dís­ar Finn­boga­dótt­ur, fyrr­ver­andi for­seta og hand­hafa verðlauna Jónas­ar Hall­gríms­son­ar, fjallaði hún um þýðingu ís­lenskr­ar tungu fyr­ir þjóðina. „Tung­an geym­ir sjóð minn­ing­anna, hún ljær okk­ur orðin um von­ir okk­ar og drauma. Hún er hið raun­veru­lega sam­ein­ing­ar­tákn okk­ar og sam­ein­ing­arafl.“ Þessi orð Vig­dís­ar eru jafn sönn í dag og þau voru fyr­ir 41 ári. Til ham­ingju með dag­inn.

Höf­und­ur er mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra.

Höf­und­ur: Lilja Dögg Al­freðsdótt­ir

Categories
Greinar

Ísland er í einstakri stöðu

Deila grein

08/11/2021

Ísland er í einstakri stöðu

Það þarf ekki að fjölyrða um mikilvægi loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, sem hófst þann 31. október sl. og stendur nú yfir í Glasgow, í Skotlandi. Hún er eðlilegt, og um leið nauðsynlegt, framhald af loftslagsráðstefnunni COP21, sem var haldin í París árið 2015. Þar undirrituðu þau 197 ríki, sem eru aðilar að rammasamningi Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar, hið svokallaða Parísarsamkomulag. Í því koma fram fögur fyrirheit um kolefnishlutleysi og sett voru markmið um að takmarka hnattræna hlýnun við innan við 1,5°C fyrir 2050 og 2°C á þessari öld.

Ísland og Evrópusambandið stefna á 55% samdrátt í losun fyrir 2030

Með Parísarsamkomulaginu skuldbundu ríki sig einnig til að setja sér sín eigin landsmarkmið um samdrátt í losun. Gert er ráð fyrir að ríki uppfæri markmið sín á fimm ára fresti. Þannig var upphaflegt markmið Evrópusambandsins, sem Ísland tekur þátt í ásamt Noregi, 40% samdráttur í losun fyrir árið 2030, en núna stefnir sambandið á 55% samdrátt í losun.

Mörg ríki hafa þegar kynnt langtímasýn um hvernig þau ætla að ná kolefnishlutleysi og hafa uppfært losunarmarkmið sín. Helsta áhyggjuefnið er samt það að Kína og Indland eru ekki í þeim hópi en þau eru ásamt Bandaríkjunum stærstu losendur gróðurhúsalofttegunda í heiminum.

Í skýrslu Sameinuðu þjóðanna um loftlagsbreytingar (IPCC) sem kom út í ágúst var bent á að jafnvel þó að ríki skeri hratt niður losun á gróðurhúsalofttegundum gæti hnattræn hlýnun náð 1,5°C strax á næsta áratug en þar kom einnig afdráttarlaust fram að lausnir séu mögulegar og að hver gráða umframhlýnunar skipti verulegu máli um alvarleika afleiðinga loftslagsbreytinganna.

Kolin og farartæki knúin áfram af jarðefnaeldsneyti heyri sögunni til

Í umræðunni fyrir loftslagsráðstefnuna var ekki gert ráð fyrir stórum ákvörðunum á COP26 en þó eru bundnar vonir við að ríkin sem taka þátt í ráðstefnunni skrifi undir yfirlýsingu þar sem ítrekuð verði stefna um mikinn samdrátt í losun fyrir 2030 og mikilvægi markmiða um kolefnishlutleysi fyrir árið 2050 verði staðfest.

Mikilvægast fyrir okkur Íslendinga er að mikið er rætt um að mikilvægasta niðurstaða COP26 verði að ríkin einsetji sér að henda kolum og að farartæki sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti verði skipt út.

Vandamálið er þó það að allar ákvarðanir sem eru teknar á ráðstefnunni þurfa að vera samhljóða og það getur verið vatn á myllu þeirra sem eiga mikið undir framleiðslu á jarðefnaeldsneyti eins og Sádi-Arabía, Ástralía og Rússland. Enda hefur komið nýlega fram að þessi lönd hafa í gegnum tíðina þrýst á Sameinuðu þjóðirnar að draga úr áherslunni á að ríki heims hætti notkun jarðefnaeldsneytis.

Hreinir orkugjafar eru að taka yfir

Þó að margir séu ekki bjartsýnir á niðurstöðu loftslagsráðstefnunnar í Glasgow hljótum við Íslendingar að fagna því að hreinir orkugjafar eru að taka yfir. Enda fylgja breytingunum margvíslegur ávinningur fyrir land og þjóð. Mikill gjaldeyrissparnaður verður við að keyra allar innlendar samgöngur á grænni innlendri orku í stað innfluttra og mengandi orkugjafa. Einnig hjálpa breytingarnar okkur að standa við alþjóðlegar skuldbindingar í loftslagsmálum og tryggja að við verðum í farabroddi í þessum málaflokki á meðal þjóða heims.

Ísland í einstakri stöðu

Ísland er í einstakri stöðu til að leggja sitt lóð á vogarskálarnar þegar kemur að loftslagsvánni. Hér á landi er orkan okkar stærsta auðlind og við höfum sýnt að við höfum þekkingu og reynslu að virkja náttúruna á sama tíma og við umgöngumst landið okkar af virðing og varfærni.

Því er eitt brýnasta umhverfisverndarmál næstu ára að halda áfram að nýta græna orku og hraða orkuskiptum í samgöngum á landi, í lofti og á sjó með rafknúnum bifreiðum og orkuskiptum í sjávarútveginum og flugsamgöngum. Til þess þurfum við að hraða uppbyggingu innviða um allt land og ræða af fullri alvöru hvaðan við eigum að fá innlendu grænu orkuna sem á að koma í stað innflutts jarðefnaeldsneytis. Þar eru orkuauðlindirnar okkar, vatns-, jarðvarma- og vindorka augljóslega þeir möguleikar sem vænlegastir eru.

Við Íslendingar eigum því að hefjast strax handa að ákveða til framtíðar hvernig við viljum nýta orkuauðlindirnar okkar og hraða uppbyggingu innviða. Ef við Íslendingar getum sýnt fram á árangur þegar kemur að orkuskiptum munum við leggja enn meira af mörkum til loftslagsmála á alþjóðavísu en við gerum í dag. 

Ingibjörg Isaksen, 1. þingmaður Norðausturkjördæmis.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 6. nóvember 2021.

Categories
Greinar

Hvað þarf til?

Deila grein

29/10/2021

Hvað þarf til?

Undanfarna daga hefur verið hávær umræða um byrlun ólyfjan og nauðganir. Margar konur hafa stígið fram og greint frá atvikum þar sem þeim hafi verið byrlað ólyfjan á skemmtanalífinu. Eigendur skemmtistaða hafa talað um byrlunarfaraldur geysi í miðbæ Reykjavíkur.

Margar þessar sögur eiga það sameiginlegt að þolendur upplifa úrræðaleysi, hvort sem það er hjá lögreglunni eða á bráðamóttöku í kjölfar gruns um byrlun. Það er mikilvægt að tryggja hraða og vandaða rannsókn í kynferðisbrotamálum og það er ótrúlega sárt að sjá dómstóla neydda til þess að kveða upp vægari dóma vegna þess að rannsókn kynferðisbrota tekur of langan tíma.

Byrlun er í raun frelsissvipting þar sem verið er að hindra frjálsa för viðkomandi með nauðung þar sem verið er að þvinga viðkomandi til að gera eitthvað sem ekki er vilji fyrir og brýtur verulega gegn ákvörðunarrétti viðkomandi yfir eigin líkama.

Það er ljóst að slík brot brjóta gegn ákvæðum hegningarlaga. Þegar grunur er um að brotaþola hafi verið byrlað er nauðsynlegt að ákveðið verklag fari í gang og til þess að bæta sönnunarstöðu brotaþola þarf verklag lögreglu og landspítala að vera hnökralaust til þess að tryggja megi sönnun í þeim málum líkt og dómsmálaráðherra hefur einnig réttilega bent á. Þegar komið er á bráðamóttöku og grunur er um að brotaþola hafi verið byrlað vekur undrun að blóðsýni séu ekki send undantekningalaust frá bráðamóttöku Landspítalans á rannsóknarstofu Háskóla Íslands til að staðfestingar án þess að beiðni þar um komi beint frá lögreglu.

Það verður ekki hjá því litið að byrlun ólyfjan í þeim tilgangi að misnota sér ástand viðkomandi með nauðgun sýnir einbeittann brotavilja Byrlun í þessum tilgangi er ekki ný af nálinni og virðist færast í aukana með sífellt kræfari aðferðum. Það er mikilvægt að endurskoða rannsóknaraðferðir og fyrstu viðbrögð lögreglu og landspítala þegar brotaþoli telur sér hafa verið byrlað. Samhliða þurfum við að taka umræðuna um hvernig við getum komið í veg fyrir að þetta sé að eiga sér stað frekar en að orkan fari öll í að segja að við konur þurfum að passa okkur og drykkina okkar betur þegar við förum út á lífið. Án gerenda eru ekki þolendur og við þurfum að byggja grunninn rétt.

Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, þingmaður Framsóknar.

Greinin birtist fyrst á visir.is 28. október 2021.