Categories
Greinar

Verður héraðið læknislaust?

Deila grein

07/07/2021

Verður héraðið læknislaust?

Heilsugæslur um landið eiga að vera fyrsti viðkomustaður fólks í heilbrigðisþjónustunni. Þær eru mikilvægur hlekkur og eiga fyrst og fremst að þjóna íbúum viðkomandi sveitarfélags eða hverfis. Fjöldi lækna og starfsfólks á heilsugæslum tekur mið út frá fjölda skráðra íbúa hvers umdæmis fyrir sig. Hvert sveitarfélag eða umdæmi hverrar heilsugæslu getur verið mjög mismunandi að stærð, fjölda íbúa og að landfræði. Vegalengd að næstu heilsugæslu getur verið allt frá nokkrum kílómetrum upp í hundruð kílómetra endana á milli, þá sér í lagi á landsbyggðinni.

Óeðlilegt álag á starfsfólk

Á undanförnum árum hefur reynst erfitt að manna stöður lækna á heilsugæslum víða á landsbyggðinni. Starfsumhverfi heilsugæslunnar er erfitt í fámennum en víðfeðmum héruðum. Læknar sem gefa sig í slíkt umhverfi þurfa að standa langar vaktir og oft og tíðum undir miklu álagi. Til lengdar eru þessar vinnuaðstæður lítt spennandi né heilbrigt umhverfi fyrir fjölskyldufólk. Sólarhringurinn getur verið undir í vinnu, álagið og ábyrgðin mikil. Enginn endist í slíku vinnuumhverfi.

Þrír læknar fyrir allt að tólf þúsund manns

Starfssvæði heilsugæslunnar í Borgarnesi samanstendur af Borgarbyggð, Skorradalshreppi ásamt Eyja- og Miklaholtshreppi. Fjöldi íbúa á starfssvæðinu eru um 3.900 manns en fjöldi lækna við heilsugæslustöðina er að jafnaði þrír. Já, það eiga þrír læknar að þjóna þessu víðfeðma landsvæði, en ekki hefur þó verið fullmannað í þessar stöður undanfarin ár. Þrátt fyrir að íbúar séu skráðir 3900 þá er mikil dulin búseta á svæðinu. Þessi tala getur þrefaldast yfir sumartímann þar sem fjöldi fólks er staðsett í sumarbústöðum vítt og breitt um Borgarfjörð nokkra mánuði á ári. Þá er ótalin sú mikla umferð ferðamanna um svæðið. Læknir sem yfirgefur heilsugæslustöð eftir 8 tíma vinnudag getur átt von á því að fá útkall upp í Húsafell sem er í 62 km. fjarlægð frá Borgarnesi. Hann verður að sinna aðilanum þrátt fyrir að hann sé ekki „skráður“ á  viðkomandi heilsugæslu. Þá liggur þjóðvegur 1 í gegnum svæðið með tilheyrandi umferð sem því fylgir, læknir í Borgarnesi þarf að vera tilbúinn til hendast með sjúkrabíl upp á Holtavörðuheiði um miðja nótt til þess að sinna slysi.

Ástandið alvarlegt

Nú hafa tveir læknar við heilsugæsluna í Borgarnesi sagt starfi sínu lausu. Heilsugæslan í Borgarnesi hefur verið viðurkennd sem kennslustöð og má því ráða inn sérnámslækna eða kandídata sem vinna undir handleiðslu sérfræðilæknis á staðnum.  Eins og staðan er í dag hefur ekki tekist að ráða í þrjár sérfræðistöður lækna. Þriðja staðan hefur hingað til verið skipuð sérnámslækni eða kandídat. Til þess að hægt sé að manna stöðina með kandídötum eða sérnámslæknum þarf að vera sérfræðilæknir á stöðinni. Eins og staðan er núna er ekki búið að ráða sérfræðilækni í fullt starf í haust, hvað tekur þá við?

Íbúar finna nú þegar fyrir miklu álagi á heilsugæslunni, erfitt er að fá tíma hjá lækni og getur biðin talið nokkrar vikur. Það er erfitt að sjá eftir góðum læknum og enn erfiðara þegar er algjör óvissa ríkir um framhaldið. Miklu skiptir að fólk hafi aðgang að lækni sem er á staðnum og þekkir sögu fólks og fjölskyldna. Við vitum öll að einstaklingur sem þekkir vel til er fljótari að setja sig inn í flókar aðstæður heldur en afleysingarlæknar sem koma og fara. Það er samfélagslega mikilvægt að hafa fastráðna lækna á heilsugæslum.

Horfa þarf á starfsumhverfið í heild

Það er orðið augljóst að breytinga er þörf, það þarf að meta hvert svæði fyrir sig. Það þarf að taka með í reikninginn stærð landsvæðis, umfang, samgöngur og landslag mannlífs og náttúru. Starfssvæði heilsugæsla eru margvísleg og mismunandi um allt land. Ekki er lengur hægt að horfa einungis í íbúatölu þegar meta á starfsumhverfi lækna og annars heilbrigðisstarfsfólks.

Hér áður fyrr létu læknar bjóða sér ýmsar aðstæður en það er ekki boðlegt lengur. Læknar, ljósmæður og þeir sem sinna svæðinu vilja og þurfa að eiga sér eðlilegt fjölskyldulíf ef þeir eiga að endast í starfi í fámennu en víðfeðmu héraði. Fjarlækningar eru góðar og gildar en þeim verður ekki viðkomið ef tilkynnt er um hjartaáfall í Húsafelli eða slys á Holtavörðuheiði. Það þarf að standa vörð um heilsugæsluna, fyrsta skrefið í því væri að meta hvert starfssvæði upp á nýtt þegar horft er til fjölda starfandi lækna og gera vinnuumhverfið meira aðlaðandi. Þannig má betur hlúa að heilsu þjóðarinnar.

Halla Signý Kristjánsdóttir, þingmaður Framsóknar og er í framboði fyrir flokkinn í Norðvesturkjördæmi.

Greinin birtist fyrst á skessuhorn.is 7. júlí 2021.

Categories
Greinar

Ísland fulltengt – farnet á vegum

Deila grein

01/07/2021

Ísland fulltengt – farnet á vegum

Við lifum á tímum tæknisamruna. Á sama tíma og verið er að leggja niður gamla einfalda heimasímann huga fjarskiptafyrirtæki og stjórnvöld nú að uppbyggingu fimmtu kynslóðar farnets (5G) sem veitir hnökralausan aðgang að háhraðaneti, stafrænum samskiptum og háskerpu afþreyingu, tölvuvinnslu í skýinu o.fl. um lófastór handtæki.

Á samráðsfundum fjarskiptaráðs með landshlutasamtökum nýverið var tvennt sem stóð upp úr. Ljósleiðaravæðing þéttbýlis á landsbyggðinni bar þar hæst. Ég brást við því ákalli með grein hér í blaðinu 22. apríl síðastliðinn „Ísland fulltengt – ljósleiðaravæðing byggðakjarna“. Hitt atriðið var slitrótt farsíma- og farnetssamband á vegum. Mikilvægi farsímans sem öryggisbúnaðar er að aukast enda það samskiptatæki sem yfirleitt er með í för á öllum ferðalögum. Skilningur gagnvart sambandsleysi á vegum er að hverfa og greina þarf leiðir til úrbóta.

Farnet á vegum er samgöngumál

Opinber markmið um farnet á vegum er eðlilega að finna í fjarskiptaáætlun. Í drögum að nýrri byggðaáætlun er jafnframt að finna slíka áherslu. Góð fjarskipti eru meðal helstu byggðamála og því eðlilegt að það endurspeglist í byggðaáætlun.

Aðgengi, gæði og öryggi farnets á vegum verður í fyrirsjáanlegri framtíð eitt af stærri viðfangsefnum í samgöngum. Tímabært er að áherslur og eftir atvikum verkefni er varða farnet á vegum verði einnig í samgönguáætlun. Skortur á farneti á vegum getur verið dauðans alvara. Um er að ræða brýnt og vaxandi öryggismál fyrir vegfarendur, veghaldara og viðbragðsaðila.

Undirbúningur hafinn

Póst- og fjarskiptastofnun, sem brátt fær nafnið Fjarskiptastofa, vinnur nú að undirbúningi langtíma úthlutunar á farnetstíðnum á landsvísu til rekstraraðila farneta. Liður í því er verkfræðileg greining á uppbyggingarþörf og kostnaði við aðstöðusköpun og farnetskerfi sem tryggir fulla útbreiðslu af tilteknum gæðum á skilgreindum vegum um allt land. Niðurstaða þeirrar greiningar mun liggja fyrir í haust og opnar möguleika á að útbúa sviðsmyndir um hagkvæma uppbyggingu farnets í vegakerfinu og aðkomu ólíkra aðila. Óhjákvæmilegt er að horfa þar m.a. til tæknisamruna opinberra dreifikerfa og hagnýta eiginleika 5G til að leysa af hólmi a.m.k. víðast hvar, núverandi dreifikerfi útvarps og TETRA kerfi neyðar- og viðbragðsaðila. Eitt öflugt landsdekkandi kerfi í stað þriggja.

Hraðvirkt, slitlaust og öruggt farnet á öllum helstu vegum landsins er í senn byggða-, fjarskipta- og samgöngumál sem varðar hagsmuni allra landsmanna. Undirbúningur fyrir næstu samgönguáætlun og fjarskiptaáætlun er hafinn. Ég hef því falið formönnum samgönguráðs og fjarskiptaráðs að sjá til þess að undirbúningur þessara tveggja lykil innviðaáætlana samfélagsins verði í takt og að þær vinni þétt saman er kemur að farneti gagnvart vegum. Áfram Ísland – fulltengt.

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar og samgöngu-og sveitarstjórnarráðherra.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 1. júlí 2021.

Categories
Greinar

Hamfarir og tryggingarvernd

Deila grein

28/06/2021

Hamfarir og tryggingarvernd

Nátt­úru­ham­far­ir hafa alla tíð reynst Íslend­ing­um áskor­un og valdið um­tals­verðu eigna- og rekstr­artjóni, en þar næg­ir að nefna aðventu­storm­inn í des­em­ber 2019, snjóflóð á Flat­eyri og aur­flóð á Seyðis­firði. Sam­kvæmt nýj­ustu árs­skýrslu Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing­ar Íslands urðu 14 stór­tjón á ár­inu 2020, en frá ár­inu 1987 hafa slík tjón verið að meðaltali sjö á ári.

Sam­ræmi í trygg­ing­ar­vernd

Mik­il­vægt er að sam­ræm­is gæti í trygg­ing­ar­vernd vegna nátt­úru­ham­fara og að öll úr­vinnsla í kjöl­far ham­fara sé eins skil­virk og sann­gjörn og mögu­legt er. Nátt­úru­ham­far­ir geta ógnað til­vist heilu sam­fé­lag­anna og tjón af þeirra völd­um hafa oft reynst ein­stak­ling­um, fyr­ir­tækj­um eða ann­arri starf­semi ofviða.

Farið hef­ur verið í marg­vís­leg­ar aðgerðir til að koma á sam­trygg­ingu og verj­ast nátt­úru­ham­förum hér á landi. Má þar nefna viðfangs­efni Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing­ar Íslands, Of­an­flóðasjóðs og Bjargráðasjóðs, þróun verklags stjórn­valda í viðbrögðum og úr­vinnslu af­leiðinga ein­stakra at­b­urða, ásamt lög­boðnum og val­frjáls­um trygg­ing­um.

En bet­ur má ef duga skal. Mik­il reynsla hef­ur safn­ast upp við úr­vinnslu tjóna, sem mik­il­vægt er að læra af og nýta til að bæta vinnu­brögð. Eft­ir skriðuföll­in á Seyðis­firði hafa komið fram ýms­ar áskor­an­ir sem ekki hafa endi­lega verið til umræðu áður, ásamt öðrum sem vakið hef­ur verið máls á áður. Þar má nefna ósam­ræmi í bót­um til þeirra sem missa hús­næði sitt í ham­förum og þeirra sem þurfa að flytja úr hús­næði vegna hættu á ham­förum. Þá er margt óljóst varðandi vernd og trygg­ing­ar at­vinnu­lífs­ins, at­vinnu­tækja og at­vinnu­hús­næðis.

Mik­il­vægi út­tekt­ar

Ljóst er að til­efni er til þess að gerð verði út­tekt á þess­um mál­um. Í slíkri út­tekt þyrfti að greina hverju helst er ábóta­vant í trygg­ing­ar­vernd og úr­vinnslu tjóna og leita leiða til úr­bóta. Meta þyrfti sam­ræmi í viðbrögðum, mögu­leg göt í kerf­inu, hvað ekki fæst bætt og hvers vegna, og á hverja kostnaður vegna hreins­un­araðgerða og annarra verk­efna í kjöl­far ham­fara fell­ur. Mark­miðið væri að auka skil­virkni, jafn­ræði og sann­girni í úr­vinnslu tjóna vegna nátt­úru­ham­fara ásamt því að finna leiðir til að bæta upp­lýs­inga­gjöf og fræðslu til þeirra sem búa við nátt­úru­vá eða hafa lent í ham­förum. Þá er mik­il­vægt að upp­lýs­ing­ar um tjón á fast­eign­um séu skráðar skipu­lega, þótt farið sé í viðgerðir.

Í vor lagði und­ir­rituð fram þings­álykt­un­ar­til­lögu ásamt fleiri þing­mönn­um Fram­sókn­ar, um að ríkið léti fram­kvæma slíka út­tekt, til­lag­an hlaut ekki af­greiðslu á Alþingi. Ég mun áfram leggja mikla áherslu á að slík út­tekt verði gerð, enda löngu tíma­bær. Það þarf að nýta upp­safnaða þekk­ingu og reynslu til frek­ari fram­fara.

Lín­eik Anna Sæv­ars­dótt­ir, alþingismaður Fram­sókn­ar og fram­bjóðandi flokks­ins í Norðaust­ur­kjör­dæmi.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 28. júní 2021.

Categories
Greinar

Okkar ástkæra og ylhýra

Deila grein

18/06/2021

Okkar ástkæra og ylhýra

Í gær fögnuðu Íslend­ing­ar þjóðhátíðar­deg­in­um. Við gleðjumst sam­an á ári hverju hinn 17. júní og heiðrum þá sem börðust fyr­ir sjálf­stæði Íslands. Við erum stolt af því að hafa öðlast sjálf­stæði og vera þjóð meðal þjóða.

En hvað ger­ir þjóð að þjóð? Al­geng skil­grein­ing á þjóð er þegar hóp­ur fólks upp­fyll­ir ákveðin skil­yrði, þ.e. deil­ir sam­eig­in­legri sögu, menn­ingu, þjóðar­vit­und og síðast en ekki síst sam­eig­in­legu tungu­máli. Þjóð þarf ekki endi­lega að deila sam­eig­in­legu landsvæði. Við Íslend­ing­ar erum vissu­lega, sem eyríki, land­fræðilega af­mörkuð þjóð en ís­lensk­an er samt sem áður meðal þess sem ger­ir ís­lensku þjóðina að þjóð. Okk­ur ber því að standa vörð um tungu­málið okk­ar því ís­lensk­an er ekki ein­ung­is hluti af okk­ar dag­lega lífi, held­ur varðveit­ir tungu­málið sögu okk­ar og menn­ing­ar­arf. „Tung­an geym­ir sjóð minn­ing­anna,“ sagði frú Víg­dís Finn­boga­dótt­ir í sinni fyrstu ræðu sem for­seti ís­lenska lýðveld­is­ins hinn 1. ág­úst árið 1980 og það eru mik­il sann­indi fólg­in í þeim orðum.

Í því alþjóðlega um­hverfi sem við búum við í dag verður sí­fellt mik­il­væg­ara að standa vörð um ís­lensk­una – okk­ar dýr­asta arf. Að tryggja var­an­leika henn­ar verður aðeins gert með mark­viss­um aðgerðum. Grunn­ur­inn er auðvitað góð ís­lensku­kennsla í skól­um lands­ins, aðgengi og stuðning­ur að bók­um á ís­lensku og öðru afþrey­ing­ar­efni. Kvik­mynd­ir og tölvu­leik­ir eru yf­ir­leitt á ensku. Vissu­lega hjálp­ar slíkt efni mikið við að læra ensku en það reyn­ist oft vera á kostnað ís­lensk­unn­ar.

Lilja Al­freðsdótt­ir mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra hef­ur lagt áherslu á fjöl­marg­ar aðgerðir í sinni ráðherratíð sem bein­ast að varðveislu tungu­máls­ins. Ráðherra hef­ur t.a.m. lagt áherslu á að gera ís­lensku að gjald­gengu tungu­máli í sta­f­ræn­um heimi þar sem til dæm­is gervi­greind og radd­stýrð tæki spila stór hlut­verk í lífi fólks. Sjálf­seign­ar­stofn­un­in Al­mannaróm­ur og SÍM – sam­starfs­hóp­ur um ís­lenska mál­tækni hafa leitt vinnu á þeim vett­vangi, und­ir for­ystu ráðherra. Fyrstu áfang­ar þess verk­efn­is fela í sér gagna­söfn­un en síðan verður smíðaður hug­búnaður með stoðtól­um fyr­ir mál­tækni, vél­ræn­ar þýðing­ar, mál­rýni, tal­greini og tal­gervil.

Þá má nefna ný­leg sam­skipti mennta­málaráðherra við afþrey­ing­arris­ann Disney um út­gáfu mynd­efn­is gegn­um Disney plús. Í kjöl­far sam­skipta ráðherra við fyr­ir­tækið hef­ur Disney tryggt ís­lenska textun og/​eða tal­setn­ingu á fleiri en 600 mynd­um eða þátt­um á Disney+. Meðal þeirra eru Star Wars-mynd­irn­ar og Mar­vel-mynd­irn­ar, sem eru vin­sæl­ar meðal allra ald­urs­hópa.

Það eru ein­mitt svona hlut­ir, svona dugnaður og frum­kvæði, sem eiga þátt í varðveislu tungu­máls­ins.

Silja Dögg Gunn­ars­dótt­ir, þingmaður Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 18. júní 2021.

Categories
Greinar

Mið­flokkurinn hafnar eflingu á mót­töku flótta­manna

Deila grein

15/06/2021

Mið­flokkurinn hafnar eflingu á mót­töku flótta­manna

Það er gömul saga og ný að sum góð mál klárist ekki fyrir þinglok á Alþingi. Í ár var engin undantekning á því, en sum góð mál komust því miður ekki til framkvæmda. Meðal þeirra mála var frumvarp Ásmundar Einars, félags- og barnamálaráðherra, um móttöku flóttafólks sem hann lagði fram í annað sinn. Undirrituð var framsögumaður málsins fyrir velferðarnefnd Alþingis og hefur því brotið það til mergjar. Málið var samþykkt út úr velferðarnefnd eftir vandaða yfirferð, góðar umsagnir og samhljóm innan nefndarinnar, en að kröfu Miðflokksins við þinglok var málið ekki flutt til afgreiðslu í þingsal. Sagan endurtekur sig frá því í fyrra. Það má ætla að í þeirri kröfu endurspeglist þeirra viðhorft til málefna innflytjenda.

Snýr að því að efla móttöku

Umrætt frumvarp snýr að því að efla móttöku flóttafólks hér á landi á þann hátt að stuðla að aðlögun að íslensku samfélagi. Það er gert með því að efla Fjölmenningarsetur og veita því víðtækara hlutverk en áður, þ.e. að veita sveitarfélögum faglegar leiðbeiningar og ráðgjöf í tengslum við móttöku flóttafólks og halda utan um boð móttökusveitarfélaga um búsetu og þjónustu. Frumvarpinu var einungis ætlað til að efla móttöku flóttafólks sem þegar er komið til landsins og aðstoða við aðlögun þeirra að íslensku samfélagi, íslensku atvinnulífi og íslenskri tungu. Því var ekki ætlað til að auka fjölda flóttafólks heldur aðstoða þau sem nú þegar eru komin. Af þessu er ljóst að um jákvætt mál sé að ræða sem snýr aðeins að því að koma því fólki sem þegar er hingað komið að komast fljótar inn í samfélagið og aðlagast því.

Miðflokkurinn við sama heygarðshornið

Það var því grátlegt að sjá ákveðinn stjórnmálaflokk vera andstæðan þessu máli og gera sér mat úr því án þess að fjalla efnislega um innihald frumvarpsins eða virða staðreyndir. Frekar nýttu flokksmenn frumvarpið til að kasta hnútum í flóttafólk og ala á ótta með ræðum um erlend glæpagengi og umtalsverða aukningu flóttafólks hér á landi. Það gerðu þeir í pólítískum tilgangi, þ.e. með fylgisaukningu sem sjónarmið. Í þinglokum gerði sá flokkur kröfu um að frumvarpið yrði ekki afgreitt á þingi. Allir flokkar á þingi áttu rétt á slíkri kröfu, og þá taldi Miðflokkurinn sína vel varið í að stoppa eflingu á samræmdri móttöku flóttafólks. Allt byggt á því að ala á ótta með rangfærslum.

Rökin halda ekki vatni

Höfð voru uppi rök um kostnað við frumvarpið. Í ræðum á Alþingi töluðu þingmenn Miðflokksins um að frumvarpinu fylgdi dulinn kostnaður, sem væri svo umtalsverður að ríkið ætti á brattann að sækja við að framkvæma efni þess. Það er ekki fótur fyrir þessum staðhæfingum, en frumvarpið hafði verið kostnaðarmetið, eins og öll stjórnarfrumvörp, og var kostnaðurinn ekki talinn mikill miðað við það sem peningurinn væri að skapa. Einnig er nú þegar búið að ráðstafa peningnum á þennan hátt, en þá ráðstöfun má finna í 15. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991. Þar kemur aðstoð sveitarfélaga til flóttafólks með aðkomu ríkisins skýrt fram.

Nýtir þjóðfélagsþegnar

Þá kemur dulinn kostnaður við að efla ekki samræmda móttöku flóttafólks til álita. Töluverður kostnaður getur fylgt því að einstaklingur sem kemur til landsins á flótta setjist hér að án fullnægjandi aðlögunar að samfélaginu. Sá einstaklingur, og fjölskylda hans, upplifir sig mögulega ekki sem hluti að íslensku samfélagi, kemst ekki í vinnu eða nám og hefur fáar leiðir til að styrkja samfélagið. Það getur mikill styrkur falist í að efla þá sem koma hér til lands á flótta. Flóttafólk hefur oft margt fram að færa t.d. með vinnuafli, þekkingu og menningu. Það sama má segja um börn þeirra ef þau fá þá menntun sem þau eiga skilið.

Af öllu þessu þá þykir undirrituð það mjög miður að málið fékk ekki afgreiðslu á lokametrunum og vonar því að það verði með fyrstu málum sem samþykkt verða á nýju þingi.

Halla Signý Kristjánsdóttir, þingmaður Framsóknar og er í framboði fyrir sama flokk í Norðvesturkjördæmi.

Greinin birtist fyrst á visir.is 15. júní 2021.

Categories
Greinar

Akureyrarflugvöllur – millilandaflugstöð

Deila grein

15/06/2021

Akureyrarflugvöllur – millilandaflugstöð

Í dag verður tek­in langþráð skóflu­stunga að stækk­un flug­stöðvar á Ak­ur­eyri. Hún mark­ar upp­haf að nýrri sókn í ferðaþjón­ustu á Norður- og Aust­ur­landi sem Fram­sókn hef­ur haft í for­grunni í sín­um áhersl­um. Stækk­un flug­stöðvar­inn­ar legg­ur grunn að öfl­ugri ferðaþjón­ustu og býr til öfl­ug tæki­færi til að fjölga störf­um á svæðinu og auka verðmæta­sköp­un.

Lands­hlut­inn er stór og töfr­andi sem magn­ar Ísland sem eft­ir­sótt­an áfangastað og hef­ur hlut­fall er­lendra ferðamanna verið að aukast. Fram­an af gegndi flug­völl­ur­inn á Ak­ur­eyri hlut­verki vara­flug­vall­ar en smám sam­an, vegna öt­ull­ar vinnu og vel heppnaðrar markaðssetn­ing­ar heima­manna, hófst beint flug sem hef­ur auk­ist og er nú farið að skipta veru­legu máli í efna­hags­legu til­liti fyr­ir svæðið. Stækk­un flug­stöðvar á Ak­ur­eyri ásamt flug­hlaði er meðal fjöl­breytta verk­efna sem rík­is­stjórn­in legg­ur áherslu á að verði haf­ist handa við strax svo hægt verði að taka á móti stærri flug­vél­um og snúa hjól­um at­vinnu­lífs­ins í gang aft­ur.

Stór­kost­legt byggðamál

Á síðustu árum hef ég lagt áherslu á að stíga stór skref sem styðja við upp­bygg­ingu inn­lands­flug­valla og að jafna aðstöðumun íbúa að grunnþjón­ustu lands­manna. Loft­brú­in er hóf sig til flugs síðasta haust er eitt það stór­kost­leg­asta byggðamál síðari tíma og jafn­ar veru­lega aðstöðumun þeirra sem búa fjarri höfuðborg­inni. Jöfn­un á aðstöðumun snýst um að búa til tæki­færi þar sem íbú­ar hafa jöfn tæki­færi, geta blómstrað og skapa sam­fé­lag þar sem hlúð er að at­vinnu­rekstri og sprot­um. Ljóst er að það eru ekki ein­göngu sveit­ar­fé­lög á svæðinu sem munu njóta áhrif­anna af aukn­um ferðamanna­straumi og beinu flugi til Ak­ur­eyr­ar, óbeinu tekj­urn­ar og störf­in verða til um land allt. Tími fjár­fest­inga er núna og fyr­ir Norður- og Aust­ur­land skipt­ir öllu máli að vera vel í stakk bú­inn til að taka á móti ferðamönn­um nú þegar við sjá­um til lands eft­ir Covid-tíma­bilið.

Skýr sýn

Í álykt­un Fram­sókn­ar er sett fram heild­ar­stefna fyr­ir allt landið um upp­bygg­ingu innviða fyr­ir flug­sam­göng­ur. Stefnu sem kveður á um hvar eiga að vera flug­vell­ir, hvernig þeir eiga að vera bún­ir og hverju þeir eiga að geta þjónað. Í fram­haldi lagði ég til í sam­göngu­áætlun að mótuð yrði flug­stefna um helstu þætti flugs með hag­vöxt, flug­teng­ing­ar og at­vinnu­sköp­un í for­grunni. Í flug­stefnu er horft til lengri tíma og var stefn­an sett á að fjölga hliðum inn til lands­ins, að dreifa ferðamönn­um um landið og fjölga tæki­fær­um til at­vinnu­sköp­un­ar og ferðaþjón­ustu.

Til að fylgja mál­inu eft­ir var skipaður vinnu­hóp­ur með full­trú­um tveggja ráðuneyta, Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar, Eyþings, ferðaþjón­ustu á Norður­landi og Isa­via. Hópn­um var falið að gera til­lögu um end­ur­bæt­ur á flug­stöðinni til framtíðar, vinna grein­ingu á markaðssetn­ingu á Norður­landi sem áfangastað og gera kostnaðaráætl­un um mögu­lega stækk­un eða end­ur­bæt­ur. Niður­stöður voru kynnt­ar í mars 2020 og að lok­inni fjár­mögn­un flug­stöðvar­inn­ar var Isa­via falið að hefjast handa við að láta hanna flug­stöðina og nú er komið að þess­um ánægju­lega áfanga að taka fyrstu skóflu­stung­una. Ég óska íbú­um á Norður- og Aust­ur­landi inni­lega til ham­ingju með áfang­ann og megi hann styrkja og efla svæðið til lengri tíma.

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar og sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðherra.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 15. júní 2021.

Categories
Greinar

Skip sem landi ná

Deila grein

12/06/2021

Skip sem landi ná

Mennt er máttur og menningin auðgar andann og því þurfa mennta- og menningarstofnanir okkar að vera lifandi og kröftugar. Undirrituð hefur átt sæti í allsherjar- og menntamálanefnd síðustu misseri og fengið að fylgja eftir nokkrum málum  í gegnum nefndina sem menntamálaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir, hefur lagt fram. Þar eru mál sem þjóna að sjálfsögðu landinu öllu en líka nokkur verkefni sem snúa beint að Suðurnesjum og ætla ég að rekja nokkur þeirra hér.

Árangursríkar aðgerðir

Þegar Wow varð gjaldþrota vorið 2019, ákvað ríkisstjórnin að setja 45 milljónir í fyrri hluta aðgerðaráætlunar til að efla menntaúrræði á Suðurnesjum sem andsvar við miklu atvinnuleysi. Aðgerðaáætlunin var unnin í nánu samráði við fræðsluaðila á svæðinu og Vinnumálastofnun. Í áætluninni var lögð áhersla á íþrótta- og æskulýðsstarf sveitarfélaga og frjálsra félagasamtaka, raunfærnimat með náms- og starfsráðgjöf og styttri námslínur og námskeið. Það er óumdeilt að það skipti miklu máli fyrir svæðið að menntamálaráðherra brást strax við kalli íbúa á þessum erfiða tíma.

Menntanetið og Keilir

Atvinnuleysi á Suðurnesjum hélt áfram að vaxa vegna Covid-19. Þá ákvað ríkisstjórnin, í samráði við sveitarfélög, atvinnurekendur, menntastofnanir og fleiri, að koma á fót menntaneti til að efla náms- og starfsúrræði fyrir atvinnuleitendur. Þrjú hundruð milljónum var ráðstafað úr ríkissjóði til að kaupa þjónustu hjá menntanetinu sem hluti af átakinu Nám er tækifæri. Þá var ákveðið að styrkja námsleiðir Keilis, gegn því að sveitarfélögin á Suðurnesjum kæmu einnig inn með fjármuni. Þannig var hægt að styrkja rekstrarstöðu Keilis.

Niðurfelling námslána

Meðal þeirra framfaramála sem Alþingi hefur samþykkt frá menntamálaráðherra á kjörtímabilinu eru lög um lýðskóla, lög um Menntasjóð sem fela m.a. í sér 30% niðurfellingu á námslánum, styrki til barnafólks og afnám ábyrgðamannakerfisins, menntastefna, kvikmyndastefna, lög um leyfisbréf kennara, hvatar til fjölgunar nema í kennaranámi og nýlega samþykkti Alþingi lög um breytingum á aðgengi í háskóla. Nú getur fólk sem hefur lokið 3. hæfnisstigi í starfs- eða tækninámi fengið aðgang í háskólanám. Nú gildir ekki einungis stúdentspróf, eins og áður. Ég tel að þessi breyting svari kalli atvinnulífsins um fjölbreyttari hæfni á vinnumarkaði, sér í lagi hæfni á tæknisviði og starfsmenntun.

Fiskur og flug

Fisktækniskóli Íslands er staðsettur í Grindavík en þjónar öllu landinu og er afar mikilvæg menntastofnun. Fyrirhuguð er að gera samning við skólann um fisktækninám og annað nám tengt því. Áætlað er að samningurinn muni taka gildi 1. ágúst 2021, verði til fimm ára og að árlegt framlag ríkisins verði 71 milljón króna.

Stækkun Fjölbrautaskóla Suðurnesja er einnig verkefni sem sett hefur verið af stað á þessu kjörtímabili, sem ég er mjög stolt af. Reist verður 300 fermetra viðbyggingu sem mun hýsa félagsrými nemenda. Þá mun ríkissjóður leggja til 80 milljónir á ári næstu þrjú árin til Flugakademíu Keilis til stuðnings flugnáms í landinu.

Forsenda velferðar og lífsgæða á Íslandi er öflugt og fjölbreytt atvinnulíf. Sterkar menntastofnanir um land allt eru algjört lykilatriði í því samhengi.

Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins.

Greinin birtist fyrst á vf.is 10. júní 2021.

Categories
Greinar

Við­brögð við náttúru­ham­förum

Deila grein

11/06/2021

Við­brögð við náttúru­ham­förum

Áskoranir hafa alla tíð fylgt sambúð við náttúruöflin á Íslandi og þar eru síðustu ár engin undantekning. Náttúruhamfarir hafa valdið umtalsverðu eigna- og rekstrartjóni, en þar nægir að nefna aðventustorminn í desember 2019, snjóflóð á Flateyri og aurflóð á Seyðisfirði. Samkvæmt nýjustu ársskýrslu Náttúruhamfaratryggingar Íslands voru 14 stórtjón á árinu 2020, en frá árinu 1987 hafa slík tjón verið að meðaltali sjö á ári.

Samræmi í tryggingarvernd er nauðsyn

Tjón af völdum náttúruhamfara geta reynst hvort sem er einstaklingum, fyrirtækjum eða annarri starfsemi ofviða og þar með ógnað heilu samfélögunum. Tryggingarvernd vegna náttúruhamfara hefur því verulega þýðingu hér á landi, sem og skilvirk og sanngjörn úrvinnsla í kjölfar hamfara.

Á síðustu árum hefur verið farið í margvíslegar aðgerðir til að verjast náttúruhamförum og koma á samtryggingu vegna slíkra tjóna. Má þar nefna ýmiss konar vöktun náttúruvár, Náttúruhamfaratryggingu Íslands, verkefni Ofanflóðasjóðs og Bjargráðasjóð ásamt þróun verklags stjórnvalda í viðbrögðum og úrvinnslu afleiðinga einstakra atburða. Þá spila tryggingar sem keyptar eru af tryggingarfélögum inn í verndina, bæði lögboðnar tryggingar og valfrjálsar tryggingar.

Þó við séum miklu betur í stakk búin fyrir glímuna við náttúruöflin núna heldur en lengst af í Íslandssögunni þá er ljóst að enn er hægt er að gera betur. Mikilvægar upplýsingar verða til hjá heimamönnum jafnt og stjórnvöldum í kjölfar hvers atburðar. Mikilvægt er að læra af reynslunni til að halda áfram að bæta vinnubrögð. Eftir skriðuföllin á Seyðisfirði hafa komið fram ýmsar áskoranir sem við höfum ekki séð áður, ásamt öðrum sem við höfum margoft heyrt umræður um. Þar má nefna að ítrekað hefur verið bent á ósamræmi í bótum til þeirra sem missa húsnæði sitt í hamförum og þeirra sem þurfa að flytja úr húsnæði vegna hættu á hamförum. Þá er margt óljóst varðandi vernd og tryggingar atvinnulífsins, atvinnutækja og atvinnuhúsnæðis.

Tillaga um úttekt á tryggingarvernd og verklagi

Ég álít að það sé löngu tímabært að gerð verði úttekt á þessum málum og hef því, ásamt öðrum þingmönnum Framsóknar, lagt fram þingsályktunartillögu um úttekt á tryggingarvernd og úrvinnslu tjóna í kjölfar náttúruhamfara. Markmið tillögunnar er að greina hverju sé helst ábótavant í tryggingarvernd og úrvinnslu tjóna og að draga fram leiðir til úrbóta. Þar þarf að meta samræmi í viðbrögðum, hvort einhvers staðar séu göt í kerfinu, hvað hefur ekki fengist bætt og hvers vegna ekki, og á hverja kostnaður vegna hreinsunaraðgerða og annarra verkefna í kjölfar hamfara fellur.

Þá er lagt til að í úttektinni verði metið hvernig hægt sé að auka skilvirkni, jafnræði og sanngirni í viðbrögðum vegna náttúruhamfara til framtíðar, svo sem með breytingum á lögum, reglugerðum eða verklagsreglum. Þá væri þarft að bæta upplýsingagjöf og fræðslu til einstaklinga og fyrirtækja sem búa við náttúruvá eða hafa lent í hamförum. Úttekt sem þessi er löngu orðin tímabær. Það er margt hægt að læra af liðnum atburðum og mikilvægt er að nýta reynsluna til frekari framfara.

Líneik Anna Sævarsdóttir, þingmaður Framsóknar og frambjóðandi flokksins í Norðausturkjördæmi.

Greinin birtist fyrst á visir.is 11. júní 2021.

Categories
Greinar

Hamingjan er heima

Deila grein

10/06/2021

Hamingjan er heima

Síðustu mánuðir hafa kennt okkur að mörg störf krefjast ekki stöðugrar viðveru á tilteknum stað. Við sinnum vinnunni hvar sem er í veröldinni. Forsenda þess eru góð og örugg fjarskipti. Stjórnvöld eiga að skapa umhverfi fyrir störf án staðsetningar í samvinnu við sveitarfélög í öllum landbyggðum.

Sveigjanleiki og starfsánægja

Tæknin til þess að sinna störfum án staðsetningar er löngu komin fram. Kórónufaraldurinn kenndi okkur nýja hluti og við aðlögumst nýjum veruleika. Nágrannaþjóðir okkar eru þó margar komnar lengra hvað varðar hlutfall fjarvinnu. Fyrirtæki geta sparað miklar fjárhæðir í fastan rekstrarkostnað. Víða hefur starfsánægja aukist og um leið afköst. Margir kunna að meta sveigjanleikann og tímasparnað vegna ferða. Kolefnisfótsporið minnkar og mögulega dregur úr streitu. Kostir fjarvinnu eru augljósir.

Góðar fréttir

Störf án staðsetningar er markviss aðgerð sem finna má bæði í ríkisstjórnarsáttmálanum og í Byggðaáætlun.  Nýleg niðurstaða vinnuhóps ríkisstjórnarinnar sýnir okkur að það sé raunhæft markmið að 10% allra starfa í ráðuneytum og stofnunum verði auglýst án staðsetningar árið 2024.  100 stofnanir af 122 skiluðu greiningu þar að lútandi. Þar kemur fram að mögulegt er að auglýsa allt að 890 störf án staðsetningar eða 13% stöðugilda þeirra stofnana sem svöruðu.

Samvinnuverkefni

Tryggja þarf aðgengi að húsnæði og aðstöðu til þess að koma upp starfsstöðvum. Góðar fyrirmyndir má t.a.m. finna á Þingeyri og á Flateyri. Byggðastofnun hefur tekið saman upplýsingar um mögulegt húsnæði fyrir störf án staðsetningar. Upplýsingum var safnað saman með aðstoð landshlutasamtaka sveitarfélaga og hafa verið settar fram á sérstöku korti. Kortinu er ætlað að vera lifandi upplýsingagátt fyrir forstöðumenn ráðuneyta og stofnana og alla þá sem hugsa sér að sinna opinberu starfi án staðsetningar. Á kortinu eru nú 83 staðir þar sem hægt er að taka við fólki sem vinnur starf án staðsetningar með rúmlega 100 starfsstöðvar fyrir einstaklinga.

Stjórnvöld, sveitarfélög og einkageirinn þurfa að eiga samtal um hvaða stefnu sé best að taka þannig að tryggja megi öflugar starfsstöðvar um allt land.

Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins.

Greinin birtist fyrst í Bændablaðinu 10. júní 2021.

Categories
Greinar

Ávinningur og arðsemi umferðaröryggis

Deila grein

10/06/2021

Ávinningur og arðsemi umferðaröryggis

Í störf­um mín­um sem sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðherra hef ég lagt ríka áherslu á um­ferðarör­yggi og hvatt stofn­an­ir ráðuneyt­is­ins til að hafa ör­yggi ávallt í for­gangi. Stefn­an hef­ur skilað góðum ár­angri. Í mín­um huga er al­veg ljóst að hver króna sem fer til þess að auka um­ferðarör­yggi okk­ar skil­ar sér marg­falt, m.a. í fækk­un slysa.

Um­ferðarslys eru hræðileg

Um­ferðarslys eru harm­leik­ur en bana­slys og al­var­leg slys í um­ferðinni eru alltof mörg. Þau eru ekki aðeins hræðileg fyr­ir þá sem í þeim lenda og aðstand­end­ur þeirra, held­ur eru þau líka gríðarlega kostnaðar­söm fyr­ir sam­fé­lagið. Árleg­ur kostnaður sam­fé­lags­ins vegna um­ferðarslysa og af­leiðinga þeirra er nú tal­inn nema að meðaltali um 50 millj­örðum króna á ári eða 14 krón­um á hvern ek­inn kíló­metra, en væri mun hærri hefðu um­ferðarör­yggisaðgerðir ekki verið í for­gangi.

Lang­stærst­ur hluti þess kostnaðar er vegna um­sýslu og tjóna­bóta trygg­inga­fé­laga, kostnaður heil­brigðis­kerf­is, Sjúkra­trygg­inga Íslands, líf­eyr­is­sjóða, lög­gæslu og sjúkra­flutn­inga o.fl. Þá er ótal­inn tekjum­iss­ir þeirra sem í slys­un­um lenda og ást­vina þeirra sem sjaldn­ast fæst bætt­ur. Mesta tjónið verður á hinn bóg­inn aldrei metið til fjár en það er hinn mann­legi harm­leik­ur sem slys hafa í för með sér.

Fækk­um slys­um

Í nýrri stefnu um­ferðarör­ygg­is­áætl­un­ar 2023-2037 sem nú er í und­ir­bún­ingi er allt kapp lagt á að auka um­ferðarör­yggi og fækka slys­um. Við for­gangs­röðun aðgerða verður byggt á niður­stöðum arðsem­is­mats sem og slysa­skýrsl­um síðustu ára sem sýna hvar þörf­in er mest, slysa­kort­inu sem sýn­ir verstu slys­astaðina og könn­un­um á hegðun veg­far­enda. Á þess­um góða grunni tel ég að okk­ur muni tak­ast að fækka slys­um enn frek­ar með mark­viss­um aðgerðum og fræðslu. Vil ég þar sér­stak­lega nefna ár­ang­ur ungra öku­manna en með bættu öku­námi og fræðslu hef­ur slys­um sem valdið er af ung­um öku­mönn­um fækkað mikið.

Aðgerðir sem skila mik­illi arðsemi

• Aðskilnaður akst­urs­stefna á fjöl­förn­ustu veg­köfl­un­um til og frá höfuðborg­ar­svæðinu, Reykja­nes­braut, Suður­lands­vegi og Vest­ur­lands­vegi. Á Suður­lands­vegi hef­ur aðskilnaður fækkað slys­um mikið og slysa­kostnaður á hvern ek­inn kíló­metra lækkað um 70%. Á Reykja­nes­braut hef­ur aðgerðin skilað mikl­um ár­angri og nú er haf­in vinna við aðskilnað akst­urs­stefna á Vest­ur­lands­vegi.

• Hring­torg skila bættu ör­yggi á hættu­leg­um gatna­mót­um á Hring­veg­in­um. Vegrið og lag­fær­ing­ar sem auka ör­yggi veg­far­enda eru aðgerðir sem kosta ekki mikið en vega sam­an­lagt þungt.

• Aukið hraðaeft­ir­lit, þ.m.t meðal­hraðaeft­ir­lit, sem mun fækka hraðakst­urs­brot­um og auka um­ferðarör­yggi. Með því er hægt að ná þeim sem freist­ast til að gefa í um leið og þeir aka fram­hjá mynda­vél og halda að þeir sleppi ef þeir hægja á sér við næstu mynda­vél. Hafi þeir verið grun­sam­lega fljót­ir á milli véla er nokkuð ljóst að þeir hafa farið yfir leyfi­leg hraðamörk. Slíkt meðal­hraðaeft­ir­lit hef­ur gefið góða raun í ná­granna­lönd­um okk­ar. Meðal­hraði á Hring­veg­in­um hef­ur lækkað um 5 km/​klst. frá 2004 en sú hraðalækk­un er tal­in fækka bana­slys­um um allt að 40% sam­kvæmt er­lend­um mæl­ing­um.

• Fræðsla til ferðamanna og annarra er­lendra öku­manna hef­ur haft mark­tæk áhrif og slys­um fækkað þó ferðamanna­fjöld­inn hafi auk­ist.

• Loks ber að nefna bíl­belta­notk­un öku­manna sem og farþega en því miður er bíl­belta­notk­un ábóta­vant, sér­stak­lega inn­an­bæjar. Það verður seint of oft sagt að bíl­belt­in bjarga.

Á und­an­förn­um árum hef­ur þeim fjölgað mikið sem nýta sér fjöl­breytta ferðamáta sam­hliða því að göngu- og hjóla­stíg­um hef­ur fjölgað, sem er vel. Nýj­um ferðamát­um fylgja nýj­ar hætt­ur sem krefjast þess að aðgát sé sýnd og fyllsta ör­ygg­is gætt. Við ber­um öll ábyrgð á eig­in ör­yggi og það er brýnt að for­eldr­ar fræði börn sín um ábyrgðina sem fylg­ir því að ferðast um á smáfar­ar­tækj­um.

Nú í upp­hafi ferðasum­ars vil ég óska öll­um veg­far­end­um far­ar­heilla. Mun­um að við erum aldrei ein í um­ferðinni, sýn­um aðgát, spenn­um belti og setj­um hjálm­ana á höfuðið.

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar og sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðherra.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 10. júní 2021.