Categories
Fréttir

Sterkari Framsókn – 108 sveitarstjórnarfulltrúar – sigurvegarar kosninganna

Deila grein

01/06/2022

Sterkari Framsókn – 108 sveitarstjórnarfulltrúar – sigurvegarar kosninganna

Við í Framsókn erum gríðarlega þakklát og auðmjúk yfir sigri okkar í sveitarstjórnarkosningunum. Við þökkum kjósendum kærlega fyrir stuðninginn og erum stolt af kosningabaráttunni. Er afar ánægjulegt að við skyldum ná að bæta eins mikið við fulltrúafjölda okkar í sveitarstjórnum um land allt.

Af B-listum Framsóknar voru kjörnir alls 69 sveitarstjórnarfulltrúar og hafa aldrei verið fleiri í annan tíma. Framsókn bætir við sig yfir landið allt af B-listum 23 sveitarstjórnarfulltrúum. Af blönduðum framboðum voru síðan kjörnir alls 38 sveitarstjórnfulltrúar, flokksbundnir í Framsókn. Þetta gerir samantekið alls 108 sveitarstjórnarfulltrúa um land allt.

Sigrarnir voru víðsvegar um landið

Stórsigur var í höfuðborginni Reykjavík þar sem Framsókn fékk 4 borgarfulltrúa kjörna og hefur aldrei átt fleiri fulltrúa i borgarstjórn. Framsókn fékk alls 11.227 atkvæði eða 18,73%.

  • Reykjavík – 11.227 atkv. 4 fulltrúar eða 18,73% – +15,56%

Á höfuðborgarsvæðinu öllu var fjölgun sveitarstjórnarfulltrúa Framsóknar. Þar ber hæst stórsigur í Mosfellsbæ en þar fékk Framsókn 4 fulltrúa kjörna í bæjarstjórnina með 32,20% atkv. Það eru 12 ár frá því Framsókn átti síðast fulltrúa í bæjarstjórninni, kjörtímabilið 2006-2010. Í Kópavogi og í Hafnarfirði bætti Framsókn við einum bæjarfulltrúa í hvoru sveitarfélaganna. Í Garðabæ fékk B-listi Framsóknar á ný fulltrúa í bæjarstjórn, en síðast hlaut B-listi kjörna fulltrúa í kosningunum 2002, er kjörnir voru 2 bæjarfulltrúar með 26,64% atkv.

  • Kópavogur – 2.489 atkv. 2 fulltrúar eða 15,16% – +6,99%
  • Garðabær – 1.116 atkv. 1 fulltrúi eða 13,06% – +9,99%
  • Hafnarfjörður – 1.750 atkv. 2 fulltrúar eða 13,67% – +5,64%
  • Mosfellsbær – 1.811 atkv. 4 fulltrúar eða 32,2% – +29,26%

Í Norðvesturkjördæmi ber hæst hreinn meirihluti Framsóknar í Borgarbyggð, en þar hlaut Framsókn 49,66% atkv. Á Akranesi var bæting og einn bæjarfulltrúi til, alls hlut Framsókn 35,63% atkv. og 3 sveitarstjórnarmenn. Í nýju sameinuðu sveitarfélagi Blönduós og Húnavatshrepps fékk B-listinn 3 sveitarstjórnarfulltrúa eða 31,72% atkv.

  • Akranes – 1.208 atkv. 3 fulltrúar eða 35,63% – +13,84%
  • Borgarbyggð – 947 atkv. 5 fulltrúar eða 49,66% – +13,47%
  • Ísafjarðarbær – 473 atkv. 2 fulltrúar eða 24,39% – +1,96%
  • Húnaþing vestra – 217 atkv. 3 fulltrúar eða 34,61% – -20,1%
  • Blönduós/Húnavatnahreppur – 249 atkv. 3 fulltrúar eða 31,72% – +31.72%
  • Skagafjörður – 732 atkv. 3 fulltrúar eða 32,35% – -1.7%

Í Norðausturkjördæmi ber hæst hreinn meirihluti Framsóknar og óháðra á Vopnafirði, fékk 4 sveitarstjórnarfultrúa kjörna eða 50,67% atkv. Í Múlaþingi og í Fjarðabyggð bætti Framsókn við sig einum fulltrúa í hvoru sveitarfélaganna.

  • Dalvíkurbyggð – 240 atkv. 2 fulltrúar eða 23,51% – -19,4%
  • Akureyri – 1.550 atkv. 2 fulltrúar eða 17% – -0.53%
  • Norðurþing – 489 atkv. 3 fulltrúar eða 31,61% – +5,22%
  • Vopnafjörður – 190 atkv. 4 fulltrúar eða 50,67% – +13.35%
  • Fjarðabyggð – 695 atkv. 3 fulltrúar eða 30% – +6,41%
  • Múlaþing – 587 atkv. 3 fulltrúar eða 25,09% – +5,92%

Í Suðurkjördæmi ber hæst hreinn meirihluti í Mýrdalshreppi, 3 sveitarstjórnarfulltrúar með 53,31% atkv. B-listi Framfarasinna í Ölfusi bauð nú fram að nýju og hlut 2 sveitarstjórnarfulltrúa með 30,46% atkv. Í Hveragerði fékk B-listinn 2 sveitarstjórnarfulltrúa kjörna með 27,54% atkv. Í Reykjanesbæ bættist við einn bæjarfulltrúi til, 3 sveitarstjórnarfulltrúar kjörnir með 22,64% atkv.

  • Hornafjörður – 381 atkv. 2 fulltrúar eða 31,67% – -24%
  • Mýrdalshreppur 193 atkv. 3 fulltrúar eða 53,31% – +53,31%
  • Rangárþing eystra 378 atkv. 3 fulltrúar eða 36,31% – -0,06%
  • Árborg 956 atkv. 2 fulltrúar eða 19,33% – +3,85%
  • Hveragerði 480 atkv. 2 fulltrúar eða 27,54% – +13%
  • Ölfus 381 atkv. 2 fulltrúar eða 30,46% – +30,46%
  • Grindavík 324 atkv. 1 fulltrúi eða 20,24 – +6,42%
  • Suðurnesjabær 304 atkv. 2 fulltrúar eða 18,88% – +2,38%
  • Reykjanesbær 1.536 atkv. 3 fulltrúar eða 22,64% – +8,72%
Categories
Fréttir

Íris fjarskiptastrengur

Deila grein

01/06/2022

Íris fjarskiptastrengur

Íris er búinn sex ljósleiðarapörum og mun hafa flutningsgetu uppá 132Tb/s. Með tilkomu strengsins mun fjarskiptaöryggi Íslands við Bretland og meginland Evrópu stóraukast eins og stjórnvöld hafa lagt áherslu á að koma í framkvæmd.

Í tilefni af upphafi lagningar Írisar fagnaði Farice tímamótunum með stuttri kynningu í Hafinu bláa við Eyrarbakkaveg, þaðan sem gott útsýni er til landtökusvæðisins. Viðstaddir kynninguna voru m.a. forsætisráðherra, ráðherrar fjarskipta og innviða, auk fulltrúa frá sveitafélaginu Ölfusi, SubCom, innlendum fyrirtækjum og samtökum, sem komið hafa að framgangi verkefnisins með einhverjum hætti, og fjölmargir aðrir aðilar í atvinnulífinu, sem eiga ríkra hagsmuna að gæta af enn öflugri og öruggari fjarskiptatengingum við Bretlandseyjar og meginland Evrópu.

Sigurður Ingi Jóhannssoninnviðaráðherra og formaður Framsóknar:

“Árið 2020 var ákveðið að ríkið myndi tryggja fjármögnun á lagningu ÍRIS fjarskiptastrengnum sem hafði verið í undirbúningi í nokkurn tíma. Nú í dag þegar við horfðum á skipið sem leggur fjarskiptastrenginn þokast af stað frá Þorlákshöfn á leið sinni yfir hafið til Írlands fylltist ég stolti yfir því að hafa verið þátttakandi í þessu mikilvæga verkefni, fyrst sem fjarskiptaráðherra og nú sem innviðaráðherra. ÍRIS fjarskiptastrengurinn er ekki aðeins mikilvægur fyrir þjóðaröryggi landsins heldur veitir ÍRIS stór tækifæri fyrir öflugt atvinnuuppbyggingu á Íslandi.”

Categories
Fréttir

Meirihlutasamstarf Í Norðurþingi undirritað

Deila grein

01/06/2022

Meirihlutasamstarf Í Norðurþingi undirritað

B-listi Framsóknarflokks og D-listi Sjálfstæðisflokks hafa undirritað samning um meirihlutasamstarf í Norðurþingi. Þetta var tilkynnt fyrir fyrsta fund nýrrar sveitarstjórnar nú síðdegis.

Forseti sveitarstjórnar af B-lista og formaður byggðarráðs af D-lista

Forseti sveitarstjórnar verði úr röðum Framsóknarflokks og formaður byggðarráðs frá Sjálfstæðisflokki. Þá verði formaður skipulags- og framkvæmdaráðs fulltrúi af B lista og formaður fjölskylduráðs fulltrúi af D lista.

Fjölgun íbúa, grænir iðgarðar og aukin sjálfbærni  

Eitt af meginmarkmiðum nýs meirihluta er að íbúum Norðurþings fjölgi um 100 á kjörtímabilinu. Þá verði stutt við uppbyggingu grænna iðngarða á Bakka og orka í Þingeyjarsýslum verði nýtt á grunni sjálfbærni. Nægt framboð verði af byggingarlóðum fyrir íbúðir og atvinnuhúsnæði og málefni barna og ungmenna verði í öndvegi.

Ákveðið er að nýr sveitarstjóri Norðurþings verði ráðinn á faglegum forsendum.

Frekari upplýsingar um kosningarnar af vefnum kosningasaga:

Í sveitarstjórnarkosningunum buðu fram listar Framsóknar og félagshyggju, Sjálfstæðisflokks, M-listi Samfélagsins, Samfylkingin og VG og óháðir.

Framsókn og félagshyggja hlaut 3 sveitarstjórnarmenn, Sjálfstæðisflokkur 2 og tapaði einum, VG og óháðir 2 og bættu einum við sig, M-listi Samfélagsins 1 en það var nýtt framboð og Samfylkingin 1. Síðastur inn var annar maður VG og óháðra og vantaði Sjálfstæðisflokki 25 atkvæði til að fella hann, Framsóknarflokki vantaði 36 atkvæði og M-lista Samfélagsins 37 til þess sama.

Úrslit:

NorðurþingAtkv.%Fltr.Breyting
B-listi Framsóknar og félagsh.48931.61%35.22%0
D-listi Sjálfstæðisflokks36923.85%2-6.26%-1
M-listi Samfélagsins22614.61%114.61%1
S-listi Samfylkingar20112.99%1-1.40%0
V-listi VG og óháðra26216.94%21.91%1
E-listi Listi samfélagsins-14.08%-1
Samtals gild atkvæði1,547100.00%90.00%0
Auðir seðlar523.23%
Ógild atkvæði90.56%
Samtals greidd atkvæði1,60871.28%
Kjósendur á kjörskrá2,256
Kjörnir bæjarfulltrúarAtkv.
1. Hjálmar Bogi Hafliðason (B)489
2. Hafrún Olgeirsdóttir (D)369
3. Aldey Unnar Traustadóttir (V)262
4. Soffía Gísladóttir (B)245
5. Áki Hauksson (M)226
6. Benóný Valur Jakobsson (S)201
7. Helena Eydís Ingólfsdóttir (D)185
8. Eiður Pétursson (B)163
9. Ingibjörg Benediktsdóttir (V)131
Næstir innvantar
Kristinn Jóhann Lund (D)25
Bylgja Steingrímsdóttir (B)36
Ingibjörg Hanna Sigurðardóttir (M)37
Rebekka Ásgeirsdóttir (S)62
Categories
Fréttir

Framsókn í meirihluta í Grindavík

Deila grein

30/05/2022

Framsókn í meirihluta í Grindavík

Framsókn, Rödd unga fólksins og Sjálfstæðisflokkurinn hafa myndað nýjan meirihluta í Grindavík. Bæjarfulltrúar framboðanna undirrituðu í dag málefnasamning um verkefni og samstarf næsta kjörtímabils.

Nýr forseti bæjarstjórnar verður Ásrún H. Kristinsdóttir, fulltrúi Framsóknar, en þriðja ár kjörtímabilsins tekur Helga Dís Jakobsdóttir, fulltrúi Raddar unga fólksins, við embættinu. Hjálmar Hallgrímsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, verður formaður bæjarráðs og Fannar Jónasson bæjarstjóri verður endurráðinn.

Málefnasamningur verður birtur að loknum fyrsta bæjarstjórnarfundi nýrrar bæjarstjórnar þriðjudaginn 7. júní.

Frekari upplýsingar um kosningarnar af vefnum kosningasaga:

Í bæjarstjórnarkosningunum buðu fram eftirtalin framboð: Framsóknarflokkur, Sjálfstæðisflokkur, Miðflokkur, Samfylking og óháðir og Rödd unga fólksins.

Miðflokkurinn hlaut 3 bæjarfulltrúa og bætti við sig tveimur, Sjálfstæðisflokkur hlaut 2 og tapaði einum, Framsóknarflokkur hlaut 1 og Rödd unga fólksins 1. Samfylkingin og óháðir töpuðu sínum bæjarfulltrúa. Framsóknarflokkinn vantaði 23 atkvæði til að fella þriðja mann Miðflokksins og Samfylkinguna og óháða vantaði 25 atkvæði til þess sama.

Úrslit:

GrindavíkAtkv.%Fltr.Breyting
B-listi Framsóknarflokks32420.24%16.42%0
D-listi Sjálfstæðisflokks39724.80%2-8.75%-1
M-listi Miðflokksins51932.42%318.86%2
S-listi Samfylkingar og óháðra1499.31%0-1.17%-1
U-listi Raddar unga fólksins21213.24%1-5.91%0
G-listi Grindavíkurlistans-9.45%0
Samtals gild atkvæði1,601100.00%7-0.01%0
Auðir seðlar201.23%
Ógild atkvæði20.12%
Samtals greidd atkvæði1,62364.12%
Kjósendur á kjörskrá2,531
Kjörnir bæjarfulltrúarAtkv.
1. Hallfríður G. Hólmgrímsdóttir (M)519
2. Hjálmar Hallgrímsson (D)397
3. Ásrún Helga Kristinsdóttir (B)324
4. Birgitta Rán Friðfinnsdóttir (M)260
5. Helga Dís Jakobsdóttir (U)212
6. Birgitta H. Ramsey Káradóttir (D)199
7. Gunnar Már Gunnarsson (M)173
Næstir innvantar
Sverrir Auðunsson (B)23
Siggeir Fannar Ævarsson (S)25
Eva Lind Matthíasdóttir (D)123
Sævar Þór Birgisson (U)135
Categories
Fréttir

Meirihlutasamstarf undirritað í Hveragerði

Deila grein

25/05/2022

Meirihlutasamstarf undirritað í Hveragerði

Bæjarfulltrúar Framsóknar og Okkar Hveragerðis skrifuðu í kvöld undir málefnasamning um meirihlutasamstarf á komandi kjörtímabili í Lystigarðinum Fossflöt í Hveragerði.

Í málefnasamningnum segir að framboðin munu á kjörtímabilinu fjárfesta í innviðum sveitarfélagsins samhliða íbúafjölgun. Ábyrgur rekstur verði í forgangi og lögð áhersla á opna og gagnsæja stjórnsýslu ásamt því að veita íbúum framúrskarandi þjónustu.

Megináherslur málefnasamningsins eru tilgreindar í helstu málaflokkum. Nýi meirihlutinn hyggst auglýsa starf bæjarstjóra og ráða í það á faglegum forsendum.

Framboðin munu skipta með sér verkum á kjörtímabilinu þannig að forseti bæjarstjórnar kemur úr röðum Framsóknar fyrsta og þriðja árið og Okkar Hveragerði annað og fjórða árið. Á móti verður sami háttur hafður á varðandi formann bæjarráðs, þannig að hann kemur úr röðum Okkar Hveragerði fyrsta árið.

Framsókn mun sinna formennsku í menningar-, íþrótta- og frístundanefnd, skipulags- og mannvirkjanefnd og kjörstjórn Hveragerðisbæjar. Okkar Hveragerði mun sinna formennsku í fræðslunefnd og umhverfisnefnd.

Í kosningunum þann 14. maí síðastliðinn fengu Okkar Hveragerði og Framsókn samtals fimm bæjarfulltrúa af sjö en Sjálfstæðisflokkurinn tvo. 

Fréttin birtist fyrst á Sunnlenska.is 25. maí 2022

Frekari upplýsingar um kosningarnar af vefnum kosningasaga:

Í kjöri voru listar Framsóknar, Sjálfstæðisflokks og Okkar Hveragerði. Sjálfstæðisflokkur hlaut 2 bæjarfulltrúa, tapaði tveimur og meirihlutanum í bæjarstjórn. Okkar Hveragerði hlaut 3 bæjarfulltrúa og bætti við sig einum og Framsóknarflokkur hlaut 2 bæjarfulltrúa og bætti einnig við sig einum. Sjálfstæðisflokkinn vantaði 120 atkvæði til að koma sínum þriðja manni að á kostnað Okkar Hveragerðis.

Úrslit:

HveragerðiAtkv.%Fltr.Breyting
B-listi Framsóknar48027.54%213.00%1
D-listi Sjálfstæðisflokks57232.82%2-19.58%-2
O-listi Okkar Hveragerði69139.64%36.58%1
Samtals gild atkvæði1,743100.00%70.00%0
Auðir seðlar281.58%
Ógild atkvæði00.00%
Samtals greidd atkvæði1,77177.54%
Kjósendur á kjörskrá2,284
Kjörnir sveitarstjórnarmennAtkv.
1. Sandra Sigurðardóttir (O)691
2. Friðrik Sigurbjörnsson (D)572
3. Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir (B)480
4. Njörður Sigurðsson (O)346
5. Alda Pálsdóttir (D)286
6. Halldór Benjamín Hreinsson (B)240
7. Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir (O)230
Næstir innvantar
Eyþór Ólafsson (D)120
Andri Helgason (B)212
Categories
Fréttir

Fram­sókn, Sam­fylk­ing og Viðreisn hafa náð sam­komu­lagi um meiri­hluta í Mos­fells­bæ

Deila grein

25/05/2022

Fram­sókn, Sam­fylk­ing og Viðreisn hafa náð sam­komu­lagi um meiri­hluta í Mos­fells­bæ

Fram­boðslist­ar Fram­sókn­ar, Sam­fylk­ing­ar og Viðreisn­ar hafa náð sam­komu­lagi um mynd­um meiri­hluta í Mos­fells­bæ. Þetta kem­ur fram í frétta­til­kynn­ingu.

Seg­ir að sam­komu­lag hafi náðst um það að Halla Kar­en Kristjáns­dótt­ir, odd­viti Fram­sókn­ar, verði formaður bæj­ar­ráðs. Þá verður Anna Sig­ríður Guðna­dótt­ir, odd­viti Sam­fylk­ing­ar­inn­ar,  for­seti bæj­ar­stjórn­ar en Lovísa Jóns­dótt­ir, odd­viti Viðreisn­ar, mun taka við embætt­inu að ári liðnu.

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn fékk fjóra full­trúa í sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­un­um en Sam­fylk­ing­in og Viðreisn einn hvor.

„Sam­starf flokk­anna bygg­ist á stefnu­skrám þeirra og verður mál­efna­samn­ing­ur form­lega kynnt­ur við und­ir­rit­un, sem boðað verður til fyr­ir fyrsta fund nýrr­ar bæj­ar­stjórn­ar. Fram­boðin þrjú eru sam­mála um að leggja til á fyrsta fundi bæj­ar­ráðs að bæj­ar­stjóri Mos­fells­bæj­ar verði ráðinn og að leitað verði ráðgjaf­ar ut­anaðkom­andi aðila til að aðstoða við ráðning­ar­ferlið,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Frekari upplýsingar um kosningarnar af vefnum kosningasaga:

Í bæjarstjórnarkosningum buðu fram Framsóknarflokkur, Viðreisn, Sjálfstæðisflokkur, Vinir Mosfellsbæjar, Miðflokkur, Samfylking og Vinstrihreyfingin grænt framboð. Bæjarfulltrúum fjölgaði úr 9 í 11.

Framsóknarflokkurinn hlaut 4 bæjarfulltrúa en hafði engan fyrir, Sjálfstæðisflokkurinn hlaut 4 eins og síðast, Vinir Mosfellsbæjar hlutu 1, Samfylkingin 1 og Viðreisn 1. Miðflokkurinn og Vinstrihreyfingin grænt framboð misstu sína bæjarfulltrúa. Vinum Mosfellsbæjar vantaði 36 atkvæði til að fella fjórða mann Sjálfstæðisflokksins og Vinstrihreyfingunni grænu framboð vantaði 63 atkvæði til þess sama og til að halda sínum bæjarfulltrúa.

Úrslit:

MosfellsbærAtkv.%Fltr.Breyting
B-listi Framsóknarflokks1.81132,20%429,26%4
C-listi Viðreisnar4447,89%1-3,35%0
D-listi Sjálfstæðisflokks1.53427,28%4-11,92%0
L-listi Vinir Mosfellsbæjar73113,00%12,37%0
M-listi Miðflokksins2784,94%0-4,03%-1
S-listi Samfylkingar5058,98%1-0,56%0
V-listi Vinstri grænna3215,71%0-3,92%-1
Í-listi Íbúasamtaka og Pírata-7,86%0
Samtals gild atkvæði5.624100,00%11-0,01%2
Auðir seðlar1252,17%
Ógild atkvæði150,26%
Samtals greidd atkvæði5.76461,18%
Kjósendur á kjörskrá9.422
Kjörnir bæjarfulltrúar
1. Halla Karen Kristjánsdóttir (B)1.811
2. Ásgeir Sveinsson (D)1.534
3. Aldís Stefánsdóttir (B)906
4. Jana Katrín Knútsdóttir (D)767
5. Dagný Kristinsdóttir (L)731
6. Sævar Birgisson (B)604
7. Rúnar Bragi Guðlaugsson (D)511
8. Anna Sigríður Guðnadóttir (S)505
9. Örvar Jóhannsson (B)453
10. Lovísa Jónsdóttir (C)444
11. Helga Jóhannesdóttir (D)384
Næstir innvantar
Guðmundur Hreinsson (L)36
Bjarki Bjarnason(V)63
Sveinn Óskar Sigurðsson (M)106
Leifur Ingi Eysteinsson (B)107
Ólafur Ingi Óskarsson (S)263
Valdimar Birgisson (C)324
Categories
Fréttir

Valdimar verður bæjarstjóri í Hafnarfirði 2025

Deila grein

25/05/2022

Valdimar verður bæjarstjóri í Hafnarfirði 2025

Framsókn og Sjálfstæðisflokkur hafa komist að samkomulagi um myndun nýs meirihlutar í Hafnarfirði. Oddvitar flokkanna munu hafa stólaskipti á miðju kjörtímabili. 

Fram kemur í tilkynningu frá flokkunum að síðustu daga hafi verið unnið að málefnasamningi flokkanna og hann verði kynntur á næstu dögum. 

Helstu verkefni nýs meirihluta verði að undirbúa þá miklu íbúafjölgun sem framundan sé á kjörtímabilinu, stuðla áfram að kröftugri uppbyggingu fjölbreytts húsnæðis, tryggja öfluga og skilvirka þjónustu, velferð fyrir alla aldurshópa og halda áfram ábyrgri fjármálastjórnun. 

Þá segir í tilkynningunni að Rósa Guðbjartsdóttir, núverandi bæjarstjóri, verði áfram bæjarstjóri til 1. janúar 2025 og Valdimar Víðisson, oddviti Framsóknar, taki þá við starfinu. Þar til verði hann formaður bæjarráðs. 

Kristinn Andersen verður forseti bæjarstjórnar út kjörtímabilið.

Frekari upplýsingar um kosningarnar af vefnum kosningasaga:

Í bæjarstjórnarkosningunum 2022 voru eftirtaldir listar í kjöri: Framsóknarflokkur, Viðreisn, Sjálfstæðisflokkur, Bæjarlistinn, Miðflokkurinn og óháðir, Píratar, Samfylkingin og Vinstrihreyfingin grænt framboð. Sjálfstæðisflokkur hlaut 4 bæjarfulltrúa og tapaði einum, Samfylking 4 og bætti við sig tveimur, Framsóknarflokkur 2 og bætti við sig einum og Viðreisn 1. Bæjarlistinn og Miðflokkurinn töpuðu sínum bæjarfulltrúum. Píratar og Vinstrihreyfingin grænt framboð fengu ekki kjörna bæjarfulltrúa. Pírata vantaði 92 atkvæði til að ná inn bæjarfulltrúa á kostnað Framsóknarflokks.

Úrslit:

HafnarfjörðurAtkv.%Fltr.Breyting
B-listi Framsóknarflokks1.75013,67%25,64%1
C-listi Viðreisnar1.1709,14%1-0,36%0
D-listi Sjálfstæðisflokks3.92430,66%4-3,05%-1
L-listi Bæjarlistans5464,27%0-3,48%-1
M-listi Miðflokksins3632,84%0-4,74%-1
P-listi Pírata7846,13%0-0,40%0
S-listi Samfylkingar3.71028,99%48,84%2
V-listi Vinstri grænna5524,31%0-2,40%0
Samtals gild atkvæði12.799100,00%110,04%0
Auðir seðlar2952,25%
Ógild atkvæði390,30%
Samtals greidd atkvæði13.13360,40%
Kjósendur á kjörskrá21.744
Kjörnir bæjarfulltrúar
1. Rósa Guðbjartsdóttir (D)3.924
2. Guðmundur Árni Stefánsson (S)3.710
3. Orri Björnsson (D)1.962
4. Sigrún Sverrisdóttir (S)1.855
5. Valdimar Víðisson (B)1.750
6. Kristinn Andersen (D)1.308
7. Árni Rúnar Þorvaldsson (S)1.237
8. Jón Ingi Hákonarson (C)1.170
9. Kristín Thoroddsen (D)981
10. Hildur Rós Guðbjargardóttir (S)928
11. Margrét Vala Marteinsdóttir (B)875
Næstir innvantar
Haraldur Rafn Ingvason (P)92
Davíð Arnar Stefánsson (V)324
Sigurður P. Sigmundsson (L)330
Guðbjörg Oddný Jónsdóttir (D)452
Sigurður Þ. Ragnarsson (M)513
Karólína Helga Símonardóttir (C)581
Stefán Már Gunnlaugsson (S)666

 

Categories
Fréttir

Samkomulag um myndun meirihluta í Múlaþingi undirritað

Deila grein

25/05/2022

Samkomulag um myndun meirihluta í Múlaþingi undirritað

Oddvitar B- og D- lista í sveitarstjórn Múlaþings undirrituðu í gær, þriðjudaginn 24. maí, samkomulag um myndun meirihluta á komandi kjörtímabili. Í samkomulaginu er kveðið á um fjölmörg áhersluatriði við stjórn og rekstur sveitarfélagsins næstu fjögur ár auk áhersluatriða í samskiptum við ríkisvaldið um uppbyggingu þjónustu við íbúa sveitarfélagsins.

Í samkomulaginu kemur fram að Jónína Brynjólfsdóttir, oddviti B- lista, verður forseti sveitarstjórnar og Berglind Harpa Svavarsdóttir, oddviti D- lista, verður formaður byggðarráðs. Í samkomulaginu kemur fram að gengið verði til samninga við Björn Ingimarsson sveitarstjóra um að gegna starfinu áfram.

Í samkomulaginu er lögð áhersla á að vinna áfram að því að byggja upp stjórnsýslu Múlaþings, með áherslu á gott samtal við íbúa í öllum byggðakjörnum, samlegð í rekstri, betri nýtingu fjármuna og bættri þjónustu við íbúa m.a. með aukinni sérhæfingu starfsfólks, áherslu á rafrænar lausnir og styttingu boðleiða. Gert er ráð fyrir að þróa áfram heimastjórnir hvers byggðarkjarna og að þeim verði ætlað framkvæmdafé til smærri samfélagsverkefna þar sem íbúar komi beint að forgangsröðun.

Vinna á aðalskipulag fyrir sveitarfélagið og tryggja fullnægjandi framboð byggingarlóða auk þess sem stutt verður við byggingu íbúðarhúsnæðis með ýmsum ráðum. Þá verður því fylgt eftir að ráðist verði í nauðsynlegar samgönguframkvæmdir innan sveitarfélagins, svo sem Fjarðarheiðargöng og Axarveg. Einnig verður þrýst á ríkisvaldið um bætta heilbrigðisþjónustu í öllum byggðarkjörnum sveitarfélagins og að aðstaða fyrir bráðagreiningu verði til staðar á Egilsstöðum. Áhersla verður lögð á að tryggja fjárframlög og framkvæmdir við ofanflóðavarnir á Seyðisfirði.

Meirihlutinn vill auka veg hafna sveitarfélagsins, byggja þær upp og nýta þau tækifæri sem í þeim felast. Þá verður lögð áhersla á uppbyggingu Egilsstaðaflugvallar fyrir millilandaflug. Hvað varðar verklegar framkvæmdir er áhersla á uppbyggingu veitukerfa, húsnæði grunnskóla og að lokið verði við viðbyggingu Safnahúss. Ljúka á undirbúningi að byggingu nýs leikskóla á Egilsstöðum á kjörtímabilinu.

Frekari upplýsingar um kosningarnar af vefnum kosningasaga:

Í sveitarstjórnarkosningunum voru listar Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks, Austurlistans, Miðflokksins og Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í kjöri.

Sjálfstæðisflokkur hlaut 3 bæjarfulltrúa og tapaði einum, Framsóknarflokkur hlaut 3 og bætti við sig einum, Austurlistinn hlaut 2 og tapaði einum, Vinstrihreyfingin grænt framboð hlaut 2 og bætti við sig einum og Miðflokkurinn hlaut 1. Sjálfstæðisflokkinn vantaði 99 atkvæði til að fella þriðja mann Framsóknarflokks.

Úrslit

MúlaþingAtkv.%Fltr.Breyting
B-listi Framsóknarflokks58725.09%35.92%1
D-listi Sjálfstæðisflokks68429.23%3-0.03%-1
L-listi Austurlistans47020.09%2-7.11%-1
M-listi Miðflokksins2078.85%1-2.10%0
V-listi Vinstri grænna39216.75%23.33%1
Samtals gild atkvæði2,340100.00%110.00%0
Auðir seðlar753.09%
Ógild atkvæði120.49%
Samtals greidd atkvæði2,42766.26%
Kjósendur á kjörskrá3,663
Kjörnir bæjarfulltrúarAtkv.
1. Berglind Harpa Svavarsdóttir (D)684
2. Jónína Brynjólfsdóttir (B)587
3. Hildur Þórisdóttir (L)470
4. Helgi Hlynur Ásgrímsson (V)392
5. Ívar Karl Hafliðason (D)342
6. Vilhjálmur Jónsson (B)294
7. Eyþór Stefánsson (L)235
8. Guðný Lára Guðrúnardóttir (D)228
9. Þröstur Jónsson (M)207
10. Ásrún Mjöll Stefánsdóttir (V)196
11. Björg Eyþórsdóttir (B)196
Næstir innvantar
Ólafur Áki Ragnarsson (D)99
Ásdís Hafrún Benediktsdóttir (L)118
Hannes Karl Hilmarsson (M)185
Pétur Heimisson (V)196



Categories
Fréttir

Meirihlutasamstarf Framsóknar og Sjálfstæðismanna og óháðra í Suðurnesjabæ

Deila grein

24/05/2022

Meirihlutasamstarf Framsóknar og Sjálfstæðismanna og óháðra í Suðurnesjabæ

B-listi Framsóknar og D-listi Sjálfstæðismanna og óháðra hafa komist að samkomulagi um samstarf á komandi kjörtímabili 2022-2026 í Suðurnesjabæ. Samkomulag þess efnis var undirritað sunnudaginn 22. maí af bæjarfulltrúum beggja framboða.

Samstarfið mun byggja á stefnuskrám framboðanna. Lögð verður áhersla á gott samstarf allra kjörinna fulltrúa, starfsmanna sveitarfélagsins og bæjarbúa.

Einar Jón Pálsson, oddviti D-listans, verður forseti bæjarstjórnar og Anton Guðmundsson, oddviti B-listans, verður formaður bæjarráðs.

Stefnt er að því að boða til fyrsta fundar nýrrar bæjarstjórnar í næstu viku.

Frekari upplýsingar um kosningarnar af vefnum kosningasaga:

Í bæjarstjórnarkosningunum buðu fram Framsóknarflokkur, Sjálfstæðiflokkur og óháðir, Bæjarlistinn og Samfylkingin og óháðir.

Sjálfstæðisflokkur og óháðir hlutu 3 bæjarfulltrúa en Sjálfstæðisflokkur og H-listi fólksins sameinuðu krafta sína undir merkjum D-listans og töpuðu því í raun tveimur fulltrúum. Bæjarlistinn sem bauð fram í fyrsta skipti hlaut 2, Samfylking og óháðir 2 og Framsóknarflokkur 2 og bættu við sig einum. Bæjarlistann vantaði 30 atkvæði til að fella annan mann Framsóknarflokksins og Samfylkinguna vantaði 53 atkvæði til þess saman.

Úrslit:

SuðurnesjabærAtkv.%Fltr.Breyting
B-listi Framsóknarfl.og óháðra30418.88%22.38%1
D-listi Sjálfstæðisfl.og óháðra47529.50%3-24.75%-2
O-listi Bæjarlistans42726.52%226.52%2
S-listi Samfylkingar og óháðra40425.09%225.09%2
J-listi Jákvæðs samfélags-29.25%-3
Samtals gild atkvæði1,610100.00%90.00%0
Auðir seðlar432.59%
Ógild atkvæði90.54%
Samtals greidd atkvæði1,66260.95%
Kjósendur á kjörskrá2,727
Kjörnir bæjarfulltrúar
1. Einar Jón Pálsson (D)475
2. Jónína Magnúsdóttir (O)427
3. Sigursveinn Bjarni Jónsson (S)404
4. Anton Kristinn Guðmundsson (B)304
5. Magnús Sigfús Magnússon (D)238
6. Laufey Erlendsdóttir (O)214
7. Elín Frímannsdóttir (S)202
8. Oddný Kristrún Ásgeirsdóttir (D)158
9. Úrsúla María Guðjónsdóttir (B)152
Næstir innvantar
Jón Ragnar Ástþórsson (O)30
Önundur S. Björnsson (S)53
Svavar Grétarsson (D)134
Categories
Fréttir

„Þorum og dugum og hugsum leiðirnar áfram veginn“

Deila grein

17/05/2022

„Þorum og dugum og hugsum leiðirnar áfram veginn“

Helgi Héðinsson, Mývetningur og Þingeyingur og varaþingmaður, flutti jómfrúarræðu sína í störfum þingsins á Alþingi í dag. Ræddi hann málefni sveitarfélaga, þá nærþjónustu sem þau veita og mikilvægi þess að skapa grundvöll til framþróunar lausna sem snúa að fólki, svo sem í velferðarþjónustu og í skólamálum. „En við þurfum líka að huga að því að nýta betur fjármagnið íbúum til heilla, t.d. með því að spara í yfirbyggingu og stjórnsýslukostnaði og með aukinni áherslu á þjónustuna og styðja betur við frumkvöðla sem koma með góðar hugmyndir en vantar fjármagn til að hrinda góðum verkum í framkvæmd og faglegan stuðning, sem við getum sannarlega veitt.“

Ræða Helga í heild sinni:

„Virðulegur forseti. Það er sannur heiður fyrir Mývetning og Þingeying að fá tækifæri til að taka til máls á þessum vettvangi. Mig langar að nota tækifærið og víkja að málefnum sveitarfélaga. Eins og við öll vitum veita sveitarfélögin mikilvæga nærþjónustu við íbúa þessa lands og markmið okkar er alveg skýrt: Við viljum efla sveitarstjórnarstigið, við ætlum að hlúa að sveitarstjórnarstiginu og við ætlum að skapa grundvöll til framþróunar lausna sem snúa að fólki, svo sem í velferðarþjónustu og í skólamálum, svo dæmi séu tekin. Við ætlum að efla þjónustuna en við þurfum líka að huga að því að nýta betur fjármagnið íbúum til heilla, t.d. með því að spara í yfirbyggingu og stjórnsýslukostnaði og með aukinni áherslu á þjónustuna og styðja betur við frumkvöðla sem koma með góðar hugmyndir en vantar fjármagn til að hrinda góðum verkum í framkvæmd og faglegan stuðning, sem við getum sannarlega veitt.

Það hefur verið talsverð umræða um þennan málaflokk og það er mjög ánægjulegt að nokkrar sameiningar hafi náð fram að ganga á síðustu misserum. Það er ávöxtur umræðunnar og góðrar vinnu að þetta sé að þokast fram á við. En það eru næg verkefni fram undan engu að síður. Boðskapur þessa erindis, nýkominn úr sveitarstjórnarkosningunum, er hvatning til þingheims og hæstv. innviðaráðherra að halda áfram að styðja rækilega við bakið á frekari framþróun þessara mála íbúum til heilla. Að sama skapi er þetta hvatning mín til sveitarstjórnarstigsins, nýkominn úr þessum kosningum. Margir eru í viðræðum um hvað taki við, hver séu næstu mál. Hugsum um þetta. Hugsum um það hvernig við getum nýtt fjármagnið betur, þjónustað fólkið okkar betur.

Kæru kollegar. Þorum og dugum og hugsum leiðirnar áfram veginn.“