Categories
Greinar

Samvinna er lykillinn að árangri

Deila grein

31/08/2020

Samvinna er lykillinn að árangri

„Það sem gerist er að það verður þessi gríðarlega samvinna og samskipti. Okkar fremstu vísindamenn á alþjóðavísu og fyrirtæki á þessum markaði fara að deila upplýsingum. Þetta er einstakt – sigur fyrir mannkynið, ef ég má orða það sem svo,“ var haft eftir Birni Rúnari Lúðvíkssyni, yfirlækni ónæmisdeildar Landspítalans í frétt Vísis í síðustu viku. Það viðhorf er orðið ríkjandi að samvinnan og samskiptin muni leiða okkur út úr þessu ástandi sem ríkir í heiminum um þessar mundir. Þetta er viðhorf sem er inngróið í stefnu Framsóknar enda hefur flokkurinn í gegnum tíðina verið boðberi samvinnunnar sem leysir úr læðingi helstu framfaramál í sögu þjóðarinnar.

Leiðin til eðlilegs lífs

Þegar þessi orð eru rituð stöndum við enn í ströngu við að koma í veg fyrir vöxt veirunnar á Íslandi eftir að hafa lifað tiltölulega eðlilegu lífi framan af sumri. Barátta okkar gegn veirunni hafði gengið vel en eins og sóttvarnarlæknir hefur ítrekað í máli sínu frá upphafi faraldursins verðum við að læra að lifa með veirunni í mánuði eða ár áður en við getum aftur snúið til eðlilegs lífs.

Hagur heimilanna

Veiran hefur haft áhrif á líf okkar allra. Ríkisstjórnin hefur auk baráttunnar við heilbrigðisvána komið fram með umfangsmiklar aðgerðir til að milda efnahagslegt högg á fjölskyldur og fyrirtæki. Þær aðgerðir hafa verið mikilvægar en áfram verður unnið að frekari viðbrögðum til að vernda hag heimilanna, til þess að skapa ný störf og auka verðmætasköpun svo samfélagið nái sínum fyrri styrk.

Uppgangur öfga

Á síðustu misserum höfum við upplifað uppgang öfga í heiminum og við förum ekki varhluta af því hér á Íslandi. Leiðtogar stjórnmálaafla hafa sumir stigið fram með lýðskrumið að vopni og höggvið skörð í samfélagið til þess eins að ná aukinni áheyrn og með það að markmiði að öðlast meiri völd. Það gera þeir með því að etja hópum gegn hver öðrum, skapa óánægju og fylla fólk þannig vanmætti. Það er öndvert við það sem ég trúi að stjórnmál eigi að gera því ég lít á stjórnmál sem tæki til að efla fólk og samfélög og til að búa til betri og hamingjuríkari heim.

Samvinnuleiðin í stjórnmálum

Öfgar til hægri og vinstri eru okkur vel kunn í samtímasögunni og hafa þær ekki fært okkur betri samfélög. Það hefur hins vegar samvinnan gert. Ef við lítum yfir sögu Íslands sem lýðveldisins sjáum við að stjórn landsins hefur verið í höndum samsteypustjórna og þar hefur Framsókn oftar en ekki verið þátttakandi. Þessi samvinnuleið í íslenskum stjórnmálum hefur getið af sér samfélag sem ætíð er ofarlega ef ekki efst á listum þjóða sem þykja skara fram úr þegar kemur að almennum lífsgæðum í heiminum. Þau stjórnmálaöfl sem við sjáum nú yst til hægri og yst til vinstri bjóða engum til samtals heldur miða að því að níða skóinn af öðrum, oft með því að hafa uppi stór orð um svik, prinsippleysi og jafnvel landráð ef það yljar eigin sjálfsmynd þá stundina.

Skynsemin sigrar alltaf að lokum

Yfirlýsingar sem eingöngu er ætlað að ögra og etja fólki saman eru að sönnu ekki mikils virði en þær eru eyðileggjandi. Segja má að öfgarnar næri hvor aðra en leiði aldrei til niðurstöðu því það eru aðrar og skynsamari stjórnmálahreyfingar sem leiða fólk saman og hreyfa samfélagið til betra horfs.

Samtal, samvinna: framfarir

Á síðasta degi þingsins voru samþykkt lög og þingsályktanir sem gera fjárfestingu í samgöngum upp á 900 milljarða króna mögulega. Í þeim pakka var, auk fjölmargra brýnna verkefna um allt land, samgöngusáttmáli um uppbygginu á höfuðborgarsvæðinu. Það hefur ekki farið fram hjá neinum að algjör stöðnun hefur ríkt í samgöngum á höfuðborgarsvæðinu síðustu ár og áratugi. Það var eitt af helstu markmiðum mínum þegar ég settist í stól samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra að stórauka samgönguframkvæmdir og þar með talið að höggva á þann hnút sem hefur verið í samskiptum ríkis og sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Með markvissu samtali og samráði tókst það og íbúar höfuðborgarsvæðisins sjá fram á bjartari tíma í samgöngum og á það jafnt við um þá sem nota fjölskyldubílinn, almenningssamgöngur eða eru gangandi og hjólandi.

Sundrað samfélag er veikt samfélag

Stjórnmál verða alltaf samvinna og samkomulag nema við viljum búa í sundruðu samfélagi. Þeir sem mest níða niður stjórnmálin virðast líta svo á að málamiðlanir milli ólíkra sjónarmiða séu óásættanlegar og að öll samvinna sé svik. Þegar þessar raddir verða ráðandi í umræðunni, hjá fjölmiðlum og álitsgjöfum, þá eykst krafan um enginn flokkur gefi neitt eftir og þá verður ekkert samtal, engin samvinna og þar af leiðandi engin framþróun; bara stöðnun, tortryggni og ófullnægja allra. Allra nema þeirra sem njóta þess að segja að allir séu prinsipplausir; allir nema þeir sjálfir.

Heimsfaraldurinn getur leitt til sundrungar og átaka en líkt og þegar kemur að því að ráða niðurlögum veirunnar sjálfrar þá þurfum við samvinnu til að byggja upp sterkara samfélag. Framsókn mun hér eftir sem hingað til vinna að sátt um framþróun samfélagsins. Sú sátt verður ekki til með öfgum til hægri eða vinstri. Framtíðin ræðst á miðjunni.

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 29. ágúst 2020.

Categories
Greinar

Menntun fyrir alla

Deila grein

25/08/2020

Menntun fyrir alla

Fyrsti skóla­dag­ur vetr­ar­ins mark­ar nýtt upp­haf. Vet­ur­inn sem leið ein­kennd­ist af viljaþreki og sam­hug þeirra sem bera ábyrgð á skóla­starfi. Mennta­kerfið bar ár­ang­ur sem erfiði, og það tókst að út­skrifa alla ár­ganga í vor. Ég er full­viss um að það sem meðal ann­ars tryggði góðan ár­ang­ur síðasta vet­ur var sam­ráð og gott upp­lýs­ingaflæði. Á ann­an tug sam­ráðsfunda voru haldn­ir með lyk­ilaðilum mennta­kerf­is­ins, all­ir sýndu mikla ábyrgð og lögðu hart að sér við að tak­ast á við áskor­an­ir með fag­leg­um hætti.

Það er mik­il­vægt að halda áfram góðu sam­ráði til að tryggja ár­ang­ur. Fyr­ir helgi skrifuðu full­trú­ar lyk­ilaðila í starf­semi grunn­skól­anna und­ir sam­eig­in­lega yf­ir­lýs­ingu um leiðarljós skól­anna. Þar lof­um við að gera allt hvað við get­um til að tryggja áfram skólastarf með um­hyggju, sveigj­an­leika og þraut­seigju að leiðarljósi.

Mark­miðið er að tryggja mennt­un en ekki síður ör­yggi. Því voru gefn­ar út leiðbein­ing­ar til skóla og fræðsluaðila, með það að mark­miði að auðvelda skipu­lagn­ingu skóla­starfs og sam­eig­in­leg­an skiln­ing á regl­um sem gilda. Með þeim er ít­rekuð sú ábyrgð sem hvíl­ir nú á skól­um og fræðsluaðilum; eft­ir­fylgni við sótt­varn­a­regl­ur með ör­yggi og vel­ferð nem­enda, kenn­ara og starfs­fólks að leiðarljósi. Ábyrgð sem hvíl­ir á fram­halds- og há­skóla­nem­end­um er ekki síður mik­il. Ein­stak­lings­bundn­ar sótt­varn­ir vega þungt í bar­átt­unni og jafn­framt þurf­um við að sýna hvert öðru til­lits­semi og virðingu.

Vissu­lega urðu trufl­an­ir á skóla­starfi í vet­ur. Áskor­an­ir mæta okk­ur á nýju skóla­ári en munu þó ekki slá tón­inn fyr­ir kom­andi vet­ur. Reynsl­unni rík­ari ætl­um við að láta skóla­starfið ganga eins vel og hægt er. Vellíðan nem­enda, fé­lags­leg virkni og vel­ferð þeirra til lengri tíma er efst á for­gangslista sam­fé­lags­ins. Víða um heim hafa börn ekki kom­ist í skóla í hálft ár og marg­ir ótt­ast var­an­leg áhrif á sam­fé­lög. Því er það sett í for­gang á Íslandi að hlúa að vel­ferð nem­enda. Sam­kvæmt samn­ingi Sam­einuðu þjóðanna um rétt­indi barns­ins eiga öll börn rétt á mennt­un.

Ljóst er að ís­lenska mennta­kerfið vann af­rek síðastliðinn vet­ur; skól­ar héld­ust opn­ir og nem­end­ur náðu flest­ir sín­um mark­miðum. Nú höf­um við öll eitt sam­eig­in­legt mark­mið; að standa vörð um skóla­kerfið okk­ar og sækja fram til að tryggja framúrsk­ar­andi mennt­un á öll­um skóla­stig­um. Kynnt verður til­laga til þings­álykt­un­ar um mennta­stefnu til árs­ins 2030 á haustþingi, þar sem mennt­un lands­manna er í önd­vegi. Mennta­stefn­an er afrakst­ur mik­ill­ar sam­vinnu allra helstu hagaðila. Það er til­hlökk­un að kynna hana og ég full­yrði að öfl­ugt mennta­kerfi mun vera lyk­ilþátt­ur í því að efla sam­keppn­is­hæfni þjóðar­inn­ar. Til að mennta­kerfið sé öfl­ugt, þarf það að vera fjöl­breytt og hafa í boði nám við hæfi hvers og eins.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra og varaformaður Framsóknar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 25. ágúst 2020.

Categories
Greinar

Menntakerfið sett í forgang í samfélaginu

Deila grein

24/08/2020

Menntakerfið sett í forgang í samfélaginu

Góð mennt­un er grund­völl­ur vel­sæld­ar þjóða. Á mánu­dag geng­ur nýtt skóla­ár í garð og metaðsókn er í nám. Það er þjóðhags­lega mik­il­vægt að skól­arn­ir komi sterk­ir inn í haustið. Um all­an heim eru skól­ar ekki að opna með hefðbundn­um hætti í haust, og í sum­um lönd­um hafa börn ekki farið í skól­ann síðan í fe­brú­ar. Skaðinn sem hlýst af því til lengri tíma er ómet­an­leg­ur.

Enn er með öllu óvíst hvenær far­ald­ur­inn geng­ur yfir. Nú, þegar við erum stödd í ann­arri bylgju far­ald­urs­ins hafa stjórn­völd skerpt aft­ur á sótt­vörn­um og hert aðgerðir. Ef­laust eru það von­brigði í huga margra en reynsl­an sýn­ir okk­ur að sam­taka náum við mikl­um ár­angri. Í vet­ur tók­um við hönd­um sam­an til að tryggja mennt­un og vel­ferð nem­enda. Og það tókst! All­ir ár­gang­ar náðu að út­skrif­ast í vor og Ísland var eitt af fáum ríkj­um í heim­in­um sem hélt skól­um opn­um á meðan far­ald­ur­inn stóð sem hæst.

Sam­eig­in­leg yf­ir­lýs­ing: Um­hyggja, sveigj­an­leiki og þraut­seigja

Rétt viðbrögð ráða mestu um áhrif áfalla. Við sjá­um fram á ann­an skóla­vet­ur þar sem veir­an mun hafa áhrif á skólastarf. Því hef­ur um­fangs­mikið sam­ráð átt sér stað á síðustu vik­um. Kenn­ara­for­yst­an, á annað hundrað skóla­stjórn­end­ur, kenn­ar­ar og sér­fræðing­ar hafa fjar­fundað með mér og sótt­varn­ar­yf­ir­völd­um. Á fund­un­um var rætt um skipu­lag fram­halds- og há­skóla­starfs í upp­hafi nýs skóla­árs en einnig hvernig skól­ar geta upp­fyllt skyld­ur sín­ar gagn­vart nem­end­um, í sam­ræmi við sótt­varn­a­regl­ur.

Fram­halds- og há­skól­ar eru þegar byrjaðir að skipu­leggja starf sitt og blanda sam­an fjar- og staðkennslu. Fjöl­marg­ir munu leggja áherslu á að taka vel á móti ný­nem­um, enda er mik­il­vægt að ný­nem­ar geti kynnst og lært inn á nýja skóla og náms­kerfi. All­ir eru sam­stiga í því að nú sé tæki­færi fyr­ir skóla og kenn­ara að efla sig í tækn­inni og auka þekk­ingu og gæði fjar­kennslu.

Ég fann strax mikla sam­stöðu og vilja hjá öll­um sem tengj­ast mennta­kerf­inu að standa sam­an í þessu verk­efni. Því ákváðum við, Sam­band ís­lenskra sveit­ar­fé­laga, Kenn­ara­sam­band Íslands og Fé­lag fræðslu­stjóra og stjórn­enda skóla­skrif­stofa, að gefa út sam­eig­in­lega yf­ir­lýs­ingu um skóla­starfi á tím­um kór­ónu­veirunn­ar. Um­hyggja, sveigj­an­leiki og þraut­seigja verða leiðarljósið okk­ar í haust. Við telj­um mik­il­vægt að all­ir nem­end­ur njóti mennt­un­ar óháð fé­lags- og menn­ing­ar­leg­um bak­grunni og þarf sér­stak­lega að huga að nem­end­um í viðkvæmri náms­stöðu, nýj­um nem­end­um og fram­kvæmd kennslu í list- og verk­grein­um.

Leiðbein­ing­ar: Fram­halds- og há­skól­ar

Mark­mið okk­ar allra er að tryggja mennt­un en ekki síður ör­yggi og vel­ferð nem­enda, kenn­ara og starfs­fólks skól­anna. Það var því einnig ákveðið að gefa út leiðbein­ing­ar til skóla og fræðsluaðila, með það að mark­miði að auðvelda skipu­lagn­ingu skóla­starfs og sam­eig­in­leg­an skiln­ing á regl­um sem gilda. Með þeim er ít­rekuð sú ábyrgð sem hvíl­ir nú á skól­um og fræðsluaðilum; eft­ir­fylgni við sótt­varn­ar­regl­ur með ör­yggi og vel­ferð nem­enda, kenn­ara og starfs­fólks að leiðarljósi. Þar er einnig ít­rekað að fram­kvæmd náms og skipu­lag geti breyst með áhættu­stig­um og tak­mörk­un­um, en mik­il­vægt sé að fylgj­ast með líðan allra nem­enda. Þá er lögð áhersla er lögð á gott upp­lýs­ingaflæði til nem­enda, for­ráðamanna, kenn­ara og starfs­fólks um stöðu mála, úrræði og stuðning sem í boði er.

Þings­álykt­un: Mennta­stefna til framtíðar

Með nýrri heil­stæðri mennta­stefnu til árs­ins 2030 mun­um við standa vörð um og efla skóla­kerfið okk­ar. Til­laga að þings­álykt­un um mennta­stefn­una verður lögð fyr­ir Alþingi í haust. Mark­mið stjórn­valda með þess­ari mennta­stefnu er að veita framúrsk­ar­andi mennt­un með áherslu á þekk­ingu, vellíðan, þraut­seigju og ár­ang­ur í um­hverfi þar sem all­ir skipta máli og all­ir geta lært. Mennta­stefn­an er mótuð í breiðu sam­starfi, meðal ann­ars með aðkomu fjöl­margra full­trúa skóla­sam­fé­lags­ins sem tóku þátt í fundaröð ráðuneyt­is­ins um mennt­un fyr­ir alla, svo og full­trú­um sveit­ar­fé­laga, for­eldra, nem­enda, skóla­stjórn­enda og at­vinnu­lífs­ins.

Mik­il áhersla er lögð á að kennsla og stjórn­un mennta­stofn­ana verði framúrsk­ar­andi og að all­ir hafi jöfn tæki­færi til mennt­un­ar. Nám­skrá, náms­um­hverfi og náms­mat þarf að styðji við hæfni til framtíðar og mennta­stefna trygg­ir fram­kvæmd og gæði skóla- og fræðslu­starfs.

Þess­ir óvissu­tím­ar sem við lif­um nú sýna að allt mennta­kerfið hef­ur getu til að standa sam­an með sam­taka­mátt að leiðarljósi. Það er mik­il­væg­ara nú en nokkru sinni fyrr að móta mennta­stefnu, sem veit­ir von um betri framtíð.

Ég tel að mennt­un og hæfni sé lyk­il­for­senda þess að Ísland geti mætt áskor­un­um framtíðar­inn­ar, sem fel­ast meðal ann­ars í örum breyt­ing­um á sam­fé­lagi, nátt­úru og tækni. Það er því okk­ar brýn­asta vel­ferðar­mál til framtíðar, að tryggja aðgang að góðu og sterku mennta­kerfi. Næstu fjár­lög og fjár­mála­stefna mun ein­kenn­ast af því grund­vall­ar­sjón­ar­miði að setja mennt­un þjóðar­inn­ar í for­gang.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra og varaformaður Framsóknar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 22. ágúst 2020.

Categories
Greinar

Virkni mikilvægust

Deila grein

17/08/2020

Virkni mikilvægust

Á liðnu vori var kór­ónu­veir­an bremsa á sam­fé­lags­lega virkni. Leik­hús­um var lokað. Tón­leik­um var af­lýst. Mörg­um skóla­bygg­ing­um læst. Vinnustaðir sendu starfs­fólk heim og göt­urn­ar tæmd­ust. Samstaða ríkti um að kveða veiruna í kút­inn og aðgerðir skiluðu ár­angri.

Þótt veir­an hafi upp­vak­in minnt á sig á und­an­förn­um vik­um er mik­il­vægt að halda sam­fé­lag­inu virku. Finna ábyrg­ar leiðir til að lifa líf­inu; halda skól­um opn­um, fyr­ir­tækj­um gang­andi, list­a­lífi kviku. Heilsa þjóðar­inn­ar ræðst nefni­lega af mörg­um þátt­um, and­legri nær­ingu og líðan, sam­skipt­um við aðra, já­kvæðum hugs­un­um og frelsi.

Sótt­varn­a­regl­ur taka í aukn­um mæli mið af því. Í fram­halds- og há­skól­um eru nánd­ar­mörk nú einn metri í stað tveggja í vor. Börn í grunn- og leik­skól­um þurfa ekki að lúta nánd­ar­regl­um og heim­ild hef­ur feng­ist til æf­inga og keppni í íþrótt­um. Hár- og snyrti­stof­ur standa opn­ar að upp­fyllt­um ákveðnum skil­yrðum og þjón­usta af ýms­um toga blómstr­ar. Listviðburðir eru enn tak­mörk­un­um háðir, þar sem nánd­ar- og fjölda­sam­komu­regl­ur gera menn­ing­ar­starf ým­ist ómögu­legt eða fjár­hags­lega óráðlegt. Slíkt get­ur menn­ing­arþjóð ekki látið stöðva sig og við get­um fundið leiðir til að njóta menn­ing­ar og lista. Til dæm­is standa von­ir til að gild­andi nánd­ar­regl­ur í skól­um og íþrótt­a­starfi fá­ist fyrr en síðar yf­ir­færðar á leik­húsið, svo leik­ar­ar á sviði geti hafið æf­ing­ar. Með bein­um stuðningi hins op­in­bera gæti viðburðahald haf­ist, þrátt fyr­ir regl­ur um há­marks­fjölda. Hug­mynd­ir í þá veru hafa verið rædd­ar, þar sem stuðning­ur­inn fæli frek­ar í sér hvata til auk­inn­ar menn­ing­ar­virkni frek­ar en bæt­ur vegna glataðra tæki­færa. Sam­hliða þarf að tryggja lista­mönn­um rétt­indi sam­bæri­leg þeim sem launþegar al­mennt njóta, en sjálf­stætt starf­andi lista­fólk hef­ur í mörg­um til­vik­um fallið milli skips og bryggju þegar kem­ur að rétti til at­vinnu­leys­is­bóta.

Al­menn­ar sótt­varn­a­regl­ur, aðgerðir á landa­mær­um, per­sónu­legt hrein­læti og ábyrg hegðun hvers og eins okk­ar er for­senda þeirr­ar sam­fé­lags­legu virkni sem við æskj­um. Við get­um með rétt­um viðhorf­um og lausnamiðaðri hugs­un blásið lífi í menn­ing­ar­starf og þannig sam­fé­lagið allt. Við get­um fylgt ís­lenska ferðasumr­inu eft­ir með ís­lensk­um menn­ing­ar­vetri. Und­an­farn­ir mánuðir hafa sýnt að við búum í sterku sam­fé­lagi, því þrátt fyr­ir for­dæma­laus­ar aðstæður er staðan al­mennt góð. At­vinnu­stig er betra en ótt­ast var, kaup­mátt­ur og einka­neysla er meiri, op­in­ber­ar fram­kvæmd­ir að aukast og skólastarf er að hefjast. Með sam­stöðu og bjart­sýni að leiðarljósi mun­um við sigr­ast á aðstæðunum.

Lilja Dögg Al­freðsdótt­ir, mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra og varaformaður Framsóknar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 15. ágúst 2020.

Categories
Greinar

Þjóðhagslegt mikilvægi skóla

Deila grein

07/08/2020

Þjóðhagslegt mikilvægi skóla

Við mót­un far­sæll­ar efna­hags­stefnu þjóðríkja er ein­blínt á að auka sam­keppn­is­hæfni og styrkja viðnámsþrótt­inn. Þeim ríkj­um sem hafa þetta tvennt að leiðarljósi vegn­ar vel.

Ísland hef­ur verið þeirr­ar gæfu aðnjót­andi að efna­hag­ur heim­ila, fyr­ir­tækja og staða hins op­in­bera hef­ur styrkst mikið á und­an­förn­um árum. Vegna þess­ar­ar hag­felldu stöðu hef­ur rík­is­stjórn­in getað mótað mark­viss­ar aðgerðir til að styðja við hag­kerfið, lyk­ilþætt­ir í þeirri stefnu eru að fjár­festa í mennt­un og menn­ingu.

Í stjórn­arsátt­mála rík­is­stjórn­ar­inn­ar kem­ur fram að öf­ugt mennta­kerfi sé meg­in­for­senda fram­fara og kjarn­inn í ný­sköp­un þjóðar­inn­ar til framtíðar.

Við vilj­um að stærri hlut­ur hag­kerf­is­ins sé drif­inn áfram af hug­viti og stuðlað sé að auk­inni verðmæta­sköp­un í öllu hag­kerf­inu. Með því fæst meira jafn­vægi í þjóðarbú­skap­inn og minni sveifl­ur verða í gjald­eyr­is­sköp­un. Til þess að búa til slíkt um­hverfi, þar sem ný­sköp­un blómstr­ar og verkvit, þarf skýra stefnu í mennta­mál­um og ár­ang­ur. Mennta­stefn­an tek­ur mið af þessu hug­ar­fari og ég hlakka til að kynna hana.

Stærsta sam­fé­lags­verk­efnið okk­ar er að skól­arn­ir komi sterk­ir inn í haustið. Um all­an heim eru skól­ar ekki að opna með hefðbund­um hætti í haust og skaðinn sem hlýst af því til lengri tíma er ómet­an­leg­ur. Við verðum öll sem eitt að leggja mikið af mörk­um til að tryggja sterka stöðu allra skóla­stiga í land­inu. Á næstu dög­um fer af stað um­fangs­mikið sam­ráð og sam­vinna við alla lyk­ilaðila til að stuðla að því að það verði að raun­inni.

Skól­ar gegna þjóðhags­lega mik­il­vægu hlut­verki og lengri tíma skóla­lok­un er óæski­leg. Það er þjóðahags­lega mik­il­vægt að for­gangsraða í þágu skóla­kerf­is­ins. Stjórn­völd hafa aukið veru­lega fjár­veit­ing­ar til mennta­kerf­is­ins. Ég full­yrði að slík ráðstöf­un sé ein sú arðbær­asta sem sam­fé­lagið legg­ur í og við for­gangs­röðum í þágu mennt­un­ar. Öll heims­byggðin stend­ur frammi fyr­ir veru­leg­um áskor­un­um á tím­um far­sótt­ar og sótt er að grunn­sam­fé­lags­gerðinni.

Á Íslandi höf­um við alla burði til þess að sækja fram á þeim sviðum sem eru okk­ur dýr­mæt­ust. Við höld­um áfram að for­gangsraða í þágu framtíðar­inn­ar í sam­vinnu hvert við annað.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra og varaformaður Framsóknar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 6. ágúst 2020.

Categories
Greinar

Sjónvarpsefni selur súkkulaði

Deila grein

17/07/2020

Sjónvarpsefni selur súkkulaði

Sala á íslenskum vörum og þjónustu fyrir erlendan gjaldeyri hefur sjaldan verið mikilvægari en nú. Með slíkri gjaldeyrisöflun verða til verðmæti sem halda samfélaginu gangandi, leggja grunninn að hagsæld og velferð okkar allra. Tjónið af samdrætti í útflutningstekjum vegna kórónuveiru-faraldursins er ómælt. Tekjur af erlendum ferðamönnum hafa minnkað, mikilvægir markaðir fyrir íslenskan fisk breyst og verðlækkanir hafa orðið á áli og kísilmálmi síðustu misseri vegna breyttrar neysluhegðunar um allan heim. Áhrif þess á hagkerfið eru veruleg.

Íslendingar hafa áður tekist á við áskoranir af þessu tagi. Við höfum dregið lærdóm þeim og vitum hversu mikilvæg fjölbreytni í atvinnulífinu er. Með fleiri útflutningsgreinum minnkar höggið af stórum áföllum, rétt eins og sannast hefur á undanförnum vikum.

Íslensk kvikmyndagerð er ein þeirra greina sem skapar verðmæti. Íslenskar kvikmyndir og sjónvarpsefni hafa vakið mikla athygli erlendis og Ísland er upptökustaður á heimsmælikvarða. Náttúrufegurð á þar hlut að máli en fagþekking og metnaður þeirra sem starfa í greininni skiptir enn meira máli. Nýjasta rósin í hnappagat þeirra snýr að flutningi og upptöku á kvikmyndatónlist, en á undanförnum árum hafa tugir Netflix- og Hollywood-framleiðenda tekið upp kvikmyndatónlist á Akureyri í samstarfi við SinfoniaNord.

Um heim allan hefur sjónvarpsáhorf verið í hæstu hæðum vegna samkomutakmarkana. Ísland er í aðalhlutverki í sumu því efni sem notið hefur mestra vinsælda og efnahagsleg áhrif þess gætu orðið veruleg. „Husavík“ er nú eitt vinsælasta leitarorðið á netinu og íslenskt lúxus-súkkulaði er rifið úr hillum verslana í Bandaríkjunum, eftir að þarlendar stjörnur heimsóttu framleiðandann í vinsælum umhverfisþætti. Frá því að þátturinn var frumsýndur hafa 30 þúsund súkkulaðiplötur verið sendar með hraði vestur um haf.

Súkkulaði bjargar ekki hagkerfinu eitt og sér, en er (bragð)gott dæmi um samhengi hlutanna. Í fjölbreyttu hagkerfi leiðir eitt af öðru, menning skapar tækifæri sem vekur áhuga á landi og þjóð. Þannig mun fjárfesting í menningarstarfi skila ávinningi til allra.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra og varaformaður Framsóknar.

Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 17. júlí 2020.

Categories
Greinar

Áhyggjulaust ævikvöld

Deila grein

17/07/2020

Áhyggjulaust ævikvöld

Eitt af grunn­gild­um Fram­sókn­ar­flokks­ins er að efla mennta­kerfið í land­inu. Mennt­un er hreyfiafl fram­fara og því brýnt að jafn­ræði ríki í aðgengi að mennt­un fyr­ir alla. Ný lög um Mennta­sjóð náms­manna tóku gildi 1. júlí. Þessi alls­herj­ar kerf­is­breyt­ing hef­ur verið bar­áttu­mál ára­tug­um sam­an. Afar brýnt var að bæta kjör náms­manna, auka rétt­indi og jafna tæki­færi til náms. Ég brenn fyr­ir það að ung­menni lands­ins njóti góðs aðgeng­is að mennt­un óháð efna­hag og staðsetn­ingu.

Eitt af því sem hef­ur ætíð staðið í mér er hvernig ábyrgðar­kerfi lána­sjóðs náms­manna þróaðist, þ.e. að ekki var veitt náms­lán án þess að ábyrgðarmanna nyti við. Í þessu fólst mis­mun­un á aðstöðu fólks í gegn­um lífs­leiðina. Marg­ar fjöl­skyld­ur hafa þurft að end­ur­skipu­leggja fjár­mál efri ár­anna vegna þessa. Marg­ir hafa þurft að tak­ast á við þá staðreynd að erfa gaml­ar ábyrgðir á náms­lán­um, jafn­vel án þess að gera sér grein fyr­ir því. Þetta hef­ur eðli máls­ins sam­kvæmt verið fólki þung­bært. Þessu hef­ur, sem bet­ur fer, verið breytt með nýju lög­un­um þegar 35.000 ábyrgðir á náms­lán­um féllu niður.

Þessi lög bera því með sér um­bylt­ingu á náms­lána­kerfi hér á landi. Ný lög kveða á um að ábyrgðir ábyrgðarmanna á náms­lán­um, tekn­um í tíð eldri laga, falli niður við gildis­töku lag­anna, enda sé lánþegi í skil­um á láni sínu. Mark­miðið er að hver lánþegi skuli sjálf­ur vera ábyrg­ur fyr­ir end­ur­greiðslu eig­in náms­lána og sam­ræma þannig náms­lán sem veitt eru fyr­ir og eft­ir árið 2009. Þá er til­tekið að ábyrgðir ábyrgðar­manns falli niður við and­lát hans enda sé lánþegi í skil­um. Þessi breyt­ing er í sam­ræmi við reglu sem lengi hef­ur gilt um lánþeg­ann sjálf­an, þ.e. að skuld­in falli niður við and­lát en erf­ist ekki. Þetta er gríðarlega mik­il­vægt enda hef­ur verið vak­in at­hygli á ágöll­um á þessu fyr­ir­komu­lagi í fjölda ára af hálfu þeirra sem hafa fengið láns­ábyrgð í arf.

Mark­mið mitt með þess­um laga­breyt­ing­um er að draga úr aðstöðumun í sam­fé­lag­inu ásamt því að tryggja jafna mögu­leika og jöfn tæki­færi til náms. Þannig á mögu­leiki á mennt­un að vera án til­lits til land­fræðilegra aðstæðna, kyns eða efna­hags­legra og fé­lags­legra aðstæðna. Það hef­ur mynd­ast góð samstaða á Alþingi um að ráðast í þess­ar kerf­is­breyt­ing­ar sem voru löngu tíma­bær­ar. Kerf­is­breyt­ing sem þessi leiðir af sér aukið rétt­læti í sam­fé­lag­inu ásamt því að auka verðmæta­sköp­un sem felst í því að fleiri hafa tæki­færi á því að mennta sig án þess að reiða sig á góðvild annarra. Eitt af mark­miðum nýrra laga var að náms­lána­kerfið væri sann­gjarn­ara og rétt­lát­ara. Þessi kerf­is­breyt­ing mun einnig greiða leiðina að áhyggju­lausu ævikvöldi.

Lilja Dögg Al­freðsdótt­ir, mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra og varaformaður Framsóknar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 17. júlí 2020.

Categories
Greinar

Störfin heim!

Deila grein

15/07/2020

Störfin heim!

Það er ákvörðun að halda byggð í landinu. Til þess að svo megi vera þarf að huga að samgöngum, menntun, menningu og síðast en ekki síst að fjölbreytt tækifæri á atvinnumarkaði séu til staðar.

Undanfarna daga hefur umræða um opinber störf á landsbyggðinni verið á áhugaverðum stað. Fjaðrafok hefur verið vegna ákvörðunar Félagsmálaráðherra að færa störf úr Reykjavík norður á Sauðárkrók en á sama tíma finnst mörgum það sjálfgefið að þau störf sem fylgt hafa fangelsinu á Akureyri verði flutt suður. Þarna skekkist myndin. Við búum öll í einu og sama landinu og það á að vera metnaðarmál hjá okkur að dreifa störfum frá hinu opinbera vítt og breytt um landið. Það ætti reyndar að mínu mati að ganga enn lengra og miða við það að opinber störf væru almennt frekar úti á landi en í höfuðborginni þar sem fleiri og fjölbreyttari atvinnutækifæri eru á höfuðborgarsvæðinu en víða úti á landi. Það er eðli höfuðborga að þangað safnist mikið af fyrirtækjum sem starfa á frjálsum markaði með fjölbreytta flóru vöru og þjónustu. Þess vegna væri það sanngjarnt gagnvart landsbyggðinni að opinber störf væru almennt frekar úti á landi til þess að styrkja byggðirnar og auka fjölbreytileika starfa sem þar eru. Langskólagengið fólk á oft í vandræðum með að finna störf við sitt hæfi úti í minni byggðakjörnum þar sem ekki svo margir möguleikar eru í boði. En það er eðli opinberra stofnana að oft þurfa þær á vel menntuðu fólki að halda til þess að sinna starfsemi sinni.

Öll vötn falla til Reykjavíkur

Á undanförnum áratugum höfum við sem búum á landsbyggðinni séð á eftir mörgum störfum suður á bóginn. Tilhneigingin hefur verið sú að þegar kemur að hagræðingu hjá opinberum fyrirtækjum og hinu opinbera þá er niðurskurðarhnífurinn dreginn fyrst upp úti á landi. Stofnanir sem hafa verið með starfsemi hingað og þangað eru sameinaðar á einn stað á höfuðborgarsvæðinu og eftir sitjum við sem búum úti á landi með sárt enni og horfum á eftir störfunum í burtu og einnig oft á tíðum töluverða þjónustuskerðingu. Við þekkjum öll dæmi þess að flutningur stofnana út á land hafi haft jákvæð áhrif á þjónustu og byggðirnar. Þar má meðal annars nefna Fæðingarorlofssjóð á Hvammstanga, Matvælastofnun á Selfossi og Jafnréttisstofu á Akureyri. Í nútíma samfélagi sem byggir á tækni og þekkingu á það að vera metnaðarmál að tryggja að íbúar á landsbyggðinni hafi jafnan aðgang að opinberum störfum og þeir sem búa á höfuðborgarsvæðinu. Við viljum jú öll að landið sé í byggð.

Gamaldags hugsun

Síðast liðið mánudagskvöld var viðtal við Ásmund Einar Daðason Félags og barnamálaráðherra þar sem verið var að gagnrýna ákvörðun hans um að flytja störf út á land og minntist hann á að það væri gamaldags hugsun að öll opinber störf þyrftu að vera á höfuðborgarsvæðinu og þá helst í póstnúmeri 101. Þessari nálgun gæti undirrituð ekki verið meira sammála. Það er gamaldags að hugsa sem svo að hið opinbera geti ekki rekið stofnanir og þjónustu úti á landi til jafns við höfuðborgarsvæðið. Úti á landi býr mikill mannauður sem getur vel sinnt þeim verkefnum sem þeim er falið af hinu opinbera. Aukinn fjölbreytileiki starfa eflir landsbyggðina og byggir upp sterkari samfélög. Við sem úti á landi búum viljum gjarnan taka þátt í starfsemi hins opinbera og gerum það með miklum sóma. Við erum ekki að biðja um sér meðferð í íslensku samfélagi þó við búum úti á landi. Við erum bara að biðja um að jafnræðis sé gætt.

Ingibjörg Ólöf Isaksen, bæjarfulltrúi á Akureyri og formaður sveitarstjórnarráðs Framsóknar.

Greinin birtist fyrst á visir.is 15. júlí 2020.

Categories
Greinar

RÚV og þúfnahyggjan

Deila grein

14/07/2020

RÚV og þúfnahyggjan

Í fréttum RÚV í vikunni var teiknuð upp sú mynd að flutningur opinberra starfa frá landsbyggðinni til höfuðborgarinnar væri eðlileg þróun og ef að æðstu ráðamenn þjóðarinnar reyndu að andæfa gegn þessari þróun væri það kjördæmapot og spilling, helst í boði framsóknarmanna. Fréttin hleypti út á mér ofnæmisviðbrögðum, bæði var hún ónákvæm og einnig var uppleggið skakkt, sjónarhornið var að störfin eiga heima í Reykjavík og einungis þangað sé hægt að ráða hæft fólk. Framsóknarráðherrar áttu að sitja eftir með skaðann en niðurstaðan er sú að fréttastofa Ríkisútvarps landsmanna situr uppi með skömmina.

Ríkisstofnanir á Íslandi eru ríflega 160 talsins, opinber störf á vegum ríkisins eru rúm 20.000 þá á eftir að telja þau störf sem eru á vegum sveitarfélaga. Á landsbyggðinni fer fram margvísleg verðmætasköpun svo sem í matvælaframleiðslu og iðnaði og þar er líka uppspretta nýsköpunar, hugvits, menningar og mannlífs sem svo allir landsmenn njóta og eigum að njóta að jöfnu. Til þess að vel geti orðið þarf að dreifa þjónustu hins opinbera sem víðast og staðsetning ríkisstarfa skiptir miklu máli og ætti það að vera forgangsmál stjórnvalda að dreifa þeim sem mest um landið, ekki bara framsóknarmanna. Efling opinberra starfa á landsbyggðinni hefur til dæmis verið í flestum ríkisstjórnarsáttmálum, en frétt RÚV afhjúpar hverjir hafa látið verkin tala.

En það er ekki nóg gert, undanfarin ár og áratugi hafa stofnanir á vegum ríkisins dregið til sín fleiri og fleiri störf til höfuðborgarsvæðisins. Í nýlegri samantekt Byggðastofnunar kom fram að á höfuðborgarsvæðinu búa 64% landsmanna en þar eru 71% starfa ríkisins. Til samanburðar búa í Noregi liðlega 23% landsmanna á Óslóar svæðinu. Í Noregi er reglulega uppi umræða um að landið megi ekki verða að borgríki. Samstaða er þar um að veita ýmiskonar ívilnanir og flytja ýmis störf og stofnanir út á land, nokkuð sem við mættum tileinka okkur meira og standa saman að. Þvert á móti standa hér um landið tómar byggingar sem minnismerki margra horfinna stofnanna eða deilda á vegum ríkisins sem hafa verið flutt á höfuðborgarsvæðið.

Ég hef átt samtöl við embættismenn ríkistofnanna sem hafa fullyrt að það þýði ekki að flytja opinber störf út á land eða starfrækja stofnanir þar því það fáist ekki menntað fólk í störfin. Sérfræðingarnir eru nefnilega fyrir sunnan. Þetta er alls ekkert náttúrulögmál og stenst auðvitað enga skoðun.  Einkageirinn áttar sig betur á þessu. Um landið allt eru mörg einkarekin fyrirtæki í hátækniiðnaði sem þarfnast hámenntaðs starfsfólks.

Frétt RÚV hefur haft þó einn jákvæðan fylgifisk, umræða hefur skapast um byggðamál og byggðastefnu, nokkuð sem við ættum að vera stöðugt að ræða. Þar er staðsetning opinberra starfa auðvitað bara einn angi af mjög stóru máli en samt mikilvægur. Framsókn hefur og mun standa með hinum dreifðu byggðum landsins. Í stað þess að gera andæfi okkar gagnvart þróuninni og kerfinu tortryggileg væri æskilegra að það legðust allir á eitt að halda úti blómlegri byggð, landið um kring.

Halla Signý Kristjánsdóttir, alþingismaður Framsóknar í Norðvesturkjördæmi.

Greinin birtist fyrst á feykir.is 14. júlí 2020.

Categories
Greinar

Passar landsbyggðin hvergi inn í excel?

Deila grein

14/07/2020

Passar landsbyggðin hvergi inn í excel?

Þrátt fyrir að sumarið leiki um okkur landsmenn þessa dagana og áhyggjur hverfi um stund hjá okkur þá stinga upp kollinum fréttir um lokun og hagræðingar víða í samfélaginu. Nú ætla ég ekki að draga á nokkurn hátt úr þeim alvarleika sem við stöndum frammi fyrir í efnahagslífinu og nauðsyn þess að bregðast við.

Engu að síður er það mjög merkilegt að sjá ýmsar tillögur þess efnis sem verið er að vinna að nú. Stendur þar uppúr, sem dæmi, boðuð lokun fangelsisins á Akureyri sem tilkynnt var um á dögunum. Sá rekstur hefur þótt, í gegnum tíðina, hafa haft gott yfirbragð mannúðar og sem slíkur verið talinn af þeim sem til þekkja gott dæmi um betrunarúræði sem fangelsi eiga að vera.

Þá hefur það verið til fyrirmyndar að slíkur rekstur sé út á landi og þannig gefið þeim sem þurfa að afplána refsingu að gera það nær fjölskyldu. Að ógleymdu því að mikil samlegðaráhrif hafa verið með löggæslu á Akureyri sem nú hlýtur að þurfa að bæta upp með auknu fjármagni til hennar. Maður hefði haldið að allir þessir þættir yrðu til þess að skynsamlegt þætti að halda þessum rekstri áfram en svo er víst ekki. 

Í þokkabót var svo exeljafnan sett upp þannig að með þeim fjármunum sem myndu sparast með lokun á Akureyri yrði hægt að gera svo margfalt meira fyrir með því að flytja störfin á suðvesturhornið. Helst minnti lýsingin mann á söguna af Jóa og baunagrasinu þar sem fræin fáu urðu að slíkum kynjum sem baunagrasið varð.

Störfin reiknuð suður

Og þarna er mergur málsins kominn svo berlega í ljós. Á síðustu árum hefur markvisst verið dregið úr þjónustu og störfum á landsbyggðinni undir merkjum reiknaðra stærða að með ólíkindum er. Á sama tíma hefur landsbyggðin ekkert slegið af þeirri miklu verðmætasköpun sem sannarlega fer þar fram fyrir þjóðarbúið og skyldi maður ætla að með henni ætti að myndast einhver innistæða fyrir því að halda úti sanngjarni grunnþjónustu sem allir íbúar ættu að njóta óháð efnahag og staðsetningu. 

Þá ríma hagræðingaraðgerðir eins og þessar ekki síður illa við það stef sem stjórnvöld hafa slegið nú með störfum án staðsetningar. Það hefði farið betur að öll orkan, sem fer í þessar aðgerðir, hefði farið í að efla sókn á þeim vettvangi og gera fólki kleyft að starfa óháð staðsetningu og efla nýsköpun og klasasetur um land allt í þeim tilgangi frekar en reyna nú enn að klípa af störf út um land til að efla suðvesturhornið. Við erum nefnilega svo heppinn að þar er til staðar þensla sem þarf ekki að efla heldur gera því kleift að hún berist um landið allt.

Það þarf kjark til að breyta

Þá varð mikill stormur í fjölmiðlum nú þegar vitnaðist að ráðherra Framsóknarflokksins hyggðist fara með nokkur störf út á land. Farið var í mikla fréttskýringar hvernig sá flokkur hefði vogað sér að storka náttúruöflunum í gegnum tíðina og hafa þá sýn að rétt gæti verið að stofnanir þjóðarinnar ættu nú kannski að bjóða upp á að hluti sinnar landsdekkandi starfsemi gæti hugsanlega unnist úti á landi. Var það auðheyrt að hér væri á ferðinni slík ósvinna að annað eins hefur ekki heyrst enda engar líkur á að hægt væri að vinna sérhæfð störf í fásinninu úti á landi. Þar ættu menn bara að sinna grunnatvinnuvegum og ekki að vera að heimta alltaf eitthvað meira. Það er nefnilega svo að störf fyrir langskólagengið fólk eru uppistaðan hjá mörgum opinberum stofnunum. 

Ég vona svo sannarlega að heimsmynd þeirra sem þetta gagnrýna mest verði stærri og ferðasumarið innanlands sem nú stendur yfir geri þeim kleift að fara nú út um land og sjá að Ísland er stærra en suðvesturhornið. Það er blómlegt og út um land allt er kraftur og áræðni til að takast á við aukin verkefni og eflaust líka til fólk sem vill flytja þangað ef það hefur tækifæri til með aukinni og fjölbreyttari atvinnu. Framsóknarflokkurinn trúir allavega á slíkt og að hér geti þrifist gott samfélag um land allt með öflugri höfuðborg og landsbyggð. Ég er stoltur af þeirri sýn og tilbúinn til að vinna að henni með öllum sem henni deila.

Svo vona ég sannarlega að fjölmiðlar sinni sínu aðhaldshlutverki jafnvel næst þegar ákveðið verður að leggja niður opinber störf í litlu samfélagi út á landi sem hafa meiri margfeldisáhrif á það samfélag heldur en þau sem um hefur verið rætt síðustu daga í öllum fréttatímum.

Svo vona ég að landsmenn allir njóti sumarsins á okkar magnaða landi sem við viljum öll að sé í sem blómlegastri byggð um ókomna framtíð.

Jón Björn Hákonarson, er ritari Framsóknarflokksins.

Greinin birtist fyrst á visir.is 14. júlí 2020.