Categories
Greinar

Táknmál er opinbert mál

Deila grein

06/02/2020

Táknmál er opinbert mál

Nú í fe­brú­ar fagn­ar Fé­lag heyrn­ar­lausra 60 ára af­mæli. Fé­lagið er bar­áttu- og hags­muna­fé­lag sem veit­ir hvers kon­ar ráðgjöf og álit er snúa að mál­efn­um heyrn­ar­lausra. Menn­ing og saga heyrn­ar­lausra er stór­brot­in og saga mik­ill­ar bar­áttu fyr­ir til­veru­rétti sín­um. En heyrn­ar­laus­ir eru málm­inni­hluta­hóp­ur með merki­lega sögu og ríka menn­ingu en þurfa því miður að reiða sig mikið á túlka í sín­um sam­skipt­um í sam­fé­lag­inu þar sem þeirra tungu­mál er lítt þekkt í ís­lensku sam­fé­lagi.

Bar­áttu­saga þeirra er merki­leg og hreint ótrú­leg og bar­átt­an fyr­ir tungu­máli þeirra hef­ur ekki verið áfalla­laus í gegn­um tíðina. Í ára­tugi var tákn­málið bannað og það var ekki fyrr en árið 1980 að það var leyft aft­ur. Árið 2011 var tákn­málið lög­leitt sem fyrsta mál heyrn­ar­lausra, heyrn­ar­skertra og dauf­blindra og aðstand­enda þeirra sem þurfa að reiða sig á það til tján­ing­ar og sam­skipta. Þar með skuld­bundu stjórn­völd sig til að hlúa að því og styðja. Þarna var mik­il­væg­um áfanga náð.

Mörg bar­áttu­mál

Þó þess­um áfangi sé náð eru bar­áttu­mál­in mörg. Þrátt fyr­ir að tákn­málið sé op­in­bert mál hér á landi er lít­il sem eng­in fræðsla eða kennsla í skól­um lands­ins. Lítið sem ekk­ert er gert til að kynna og kenna ís­lenskt tákn­mál sem og menn­ingu og sögu heyrn­ar­lausra fyr­ir nem­end­um en það er með þetta eins og svo margt annað að með því að auka fræðslu í sam­fé­lag­inu myndu for­dóm­ar minnka og auk­inn skiln­ing­ur yrði á þörf­um ná­ung­ans. Textun og túlk­un á sjón­varps­efni er gríðarlega ábóta­vant í ís­lensku sam­fé­lagi. En það myndi koma mjög mörg­um til góða ef þessi ein­falda þjón­usta stæði til boða bæði heyrn­ar­laus­um og heyrn­ar­skert­um börn­um sem og öðrum (svo sem inn­flytj­end­um, börn­um sem eru að læra staf­setn­ingu og fleir­um). Þeir sem lifa ekki og hrær­ast í ná­lægð við döff sam­fé­lagið þekkja sjaldn­ast þetta stór­kost­lega ís­lenska mál sem á er­indi við alla, vegna þess hversu skemmti­legt og opið það er. Þess vegna eru heyrn­ar­laus­ir háðir túlkaþjón­ustu í sínu hvers­dags­lega lífi.

Tákn­mál er ekki einka­mál

Tákn­mál er ekki einka­mál heyrn­ar­lausra, held­ur er það tungu­mál stórs hóps og op­in­bert mál hér á landi og ætti auðvitað að vera gert hærra und­ir höfði held­ur en nú er gert. Öll op­in­ber þjón­usta ætti að huga bet­ur að þessu.

Ég vil nota tæki­færið og færa Fé­lagi heyrn­ar­lausra árnaðarósk­ir í til­efni þess­ara tíma­móta og þakka þeim þeirra bar­áttu fyr­ir rétt­ind­um þessa málm­inni­hluta­hóps.

Halla Signý Kristjánsdóttir, alþingismaður Framsóknar í Norðvesturkjördæmi.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 6. febrúar 2020.

Categories
Greinar

Tvöföldun Reykjanesbrautarinnar

Deila grein

06/02/2020

Tvöföldun Reykjanesbrautarinnar

Mik­il­vægt er að fram­kvæmd­um við tvö­föld­un Reykja­nes­braut­ar­inn­ar, frá gatna­mót­un­um við Krýsu­vík að Hvassa­hrauni, ljúki hið fyrsta. Á sín­um tíma, þegar uppi voru áform um stækk­un ál­vers­ins í Straums­vík, keypti ál­verið land und­ir þá stækk­un og á því landi ligg­ur Reykja­nes­braut­in í dag. Sam­kvæmt gild­andi aðal­skipu­lagi átti Reykja­nes­braut­in því að fær­ast frá ál­ver­inu um leið og ál­verið þyrfti lóðina til stækk­un­ar. Þau áform um stækk­un voru naum­lega felld í íbúa­kosn­ingu árið 2007 og ekk­ert hef­ur því orðið af til­færslu braut­ar­inn­ar.

Fram­kvæmd­um flýtt

Ný­leg skýrsla Vega­gerðar­inn­ar og Mann­vits sýndi að hag­kvæm­ast er að breikka Reykja­nes­braut­ina í nú­ver­andi veg­stæði í stað þess að færa hana líkt og gild­andi aðal­skipu­lag ger­ir ráð fyr­ir. Góð og lausnamiðuð sam­töl hafa verið við Sig­urð Inga Jó­hanns­son sam­gönguráðherra og full­trúa Vega­gerðar­inn­ar og ál­vers­ins í Straums­vík. Samstaða og skiln­ing­ur er á milli aðila um að vinna í sam­ræmi við þær for­send­ur sem fram koma í skýrsl­unni, ásamt því – og um leið – að treysta at­hafna­svæði ál­vers­ins til framtíðar. Þetta hef­ur gefið okk­ur raun­hæf­ar vænt­ing­ar, líkt og ráðherra hef­ur boðað, um að fram­kvæmd­um á þess­um veg­kafla verði flýtt um nokk­ur ár og kom­ist inn á fyrsta tíma­bil sam­göngu­áætlun­ar. Um­ferðarör­yggi er mál­efni sem snert­ir okk­ur öll og eru þetta því mik­il gleðitíðindi fyr­ir okk­ur Hafn­f­irðinga og lands­menn alla. Í ljósi þessa og í sam­ræmi við það sem fram kem­ur í skýrsl­unni og eft­ir sam­ráð við full­trúa ál­vers­ins í Straums­vík er nú haf­in vinna við breyt­ing­ar á aðal­skipu­lagi Hafn­ar­fjarðar og mun bæj­ar­fé­lagið, eðli máls­ins sam­kvæmt, vera í sam­starfi við fyr­ir­tækið í allri þeirri vinnu.

Óboðleg­ur mál­flutn­ing­ur um ál­verið

Öflugt at­vinnu­líf er hverju sam­fé­lagi mik­il­vægt og höf­um við lagt ríka áherslu á að skapa fyr­ir­tækj­um í bæn­um aðlaðandi og traust um­hverfi. Slíkt hef­ur gefið okk­ur mögu­leika á að fjár­festa í innviðum og létta und­ir með íbú­um bæj­ar­fé­lags­ins. Ný­verið sagði Tóm­as Guðbjarts­son lækn­ir ál­verið í Straums­vík vera dauðvona og á líkn­andi meðferð. Það er dap­ur­legt að skynja þau viðhorf sem fram koma í um­mæl­um lækn­is­ins til þessa stóra vinnustaðar í land­inu og þeirra ein­stak­linga sem þar starfa. Í ál­ver­inu í Straums­vík starfa um 400 starfs­menn með ólíka mennt­un og reynslu, ásamt því að ál­verið er einn stærsti út­flytj­andi vara frá Íslandi. Það gef­ur því auga­leið að fyr­ir­tækið er sam­fé­lag­inu mik­il­vægt og er eitt af okk­ar góðu og traustu fyr­ir­tækj­um. Mál­flutn­ing­ur sem þessi er því óá­sætt­an­leg­ur og í raun með öllu óboðleg­ur.

Ágúst Bjarni Garðarsson, bæjarfulltrúi Framsóknar og formaður bæj­ar­ráðs í Hafnar­f­irði. ag­ustg@hafn­ar­fjor­d­ur.is

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 6. febrúar 2020.

Categories
Greinar

Vísindi fólksins í landinu

Deila grein

06/02/2020

Vísindi fólksins í landinu

Hug­mynda­fræði lýðvís­inda bygg­ist á sjálfsprottn­um áhuga al­menn­ings á að taka þátt í vís­ind­um, oft­ast í sjálf­boðaliðastarfi. Hug­takið er til­tölu­lega nýtt af nál­inni en lýðvís­indi á Íslandi hafa nú þegar skilað miklu til rann­sókna. Gott dæmi um slíkt sam­starf vís­inda­manna og al­menn­ings er starf­semi Jökla­rann­sókna­fé­lags Íslands. Þetta sam­starf hef­ur notið verðugr­ar at­hygli og eflt jökla­rann­sókn­ir á Íslandi. Sjálf­boðaliðar á veg­um fé­lags­ins hafa stundað mæl­ing­ar á hopi og framskriði jökla frá miðri síðustu öld, og þannig safnað mik­il­væg­um gögn­um um áhrif lofts­lags­breyt­inga á ís­lenska jökla um ára­tuga skeið.

Auk þess má nefna mörg dæmi um frjáls fé­laga­sam­tök og fé­lög aðstand­enda sjúk­linga sem hafa lagt mikið af mörk­um til vís­inda með því að safna fé og hvetja til umræðu um al­genga jafnt sem sjald­gæfa sjúk­dóma og þannig stutt dyggi­lega við og hvatt til rann­sókna á þeim. Vís­inda- og tækni­ráð hef­ur í stefnu sinni jafn­framt lagt sterka áherslu á opin vís­indi og miðlun vís­inda­legra gagna og niðurstaðna til sam­fé­lags­ins. Þess má einnig geta að ný stefna ráðsins er nú í smíðum og mun birt­ast á vor­mánuðum. Þar er miðlun vís­inda­starfs og þátt­taka al­menn­ings í vís­inda­starfi eitt af leiðandi stef­um stefn­unn­ar.

Það er hlut­verk okk­ar sem störf­um á þess­um vett­vangi, hvort sem það er við stefnu­mót­un um vís­inda­mál eða fram­kvæmd rann­sókna, að virkja og efla þekk­ingu al­menn­ings á vís­inda­starfi og hvetja til sam­tals milli vís­inda­manna og borg­ar­anna. Ég tel einnig mik­il­vægt að auka sýni­leika lýðvís­inda í vís­indaum­ræðunni og hvetja til þátt­töku al­menn­ings í vís­inda­starfi í breiðasta skiln­ingi þess orðs.

Ísland stend­ur jafn­framt framar­lega í alþjóðlegu vís­inda­sam­starfi og hafa stjórn­völd lagt áherslu á að bæta stoðkerfi rann­sókna og vís­inda enn frek­ar ásamt því að auka mögu­leika ís­lenskra vís­inda­manna í alþjóðlegu sam­starfi. Íslensk­ir vís­inda­menn og stofn­an­ir búa yfir dýr­mætri reynslu og þekk­ingu á fjöl­mörg­um sviðum. Það eru mikl­ir hags­mun­ir fólgn­ir í því fyr­ir Ísland að taka þátt í alþjóðlegu vís­inda­sam­starfi tengdu norður­slóðum.

Rann­sókn­ir, vís­indi og hag­nýt­ing hug­vits eru for­send­ur fjöl­breytts at­vinnu­lífs, vel­ferðar og styrkr­ar sam­keppn­is­stöðu þjóða. Á tím­um fjórðu iðnbylt­ing­ar­inn­ar og lofts­lags­breyt­inga verða lýðvís­indi þjóðum sí­fellt mik­il­væg­ari. Þau hvetja til læsis á vís­inda­leg­um upp­lýs­ing­um, þjálfa gagn­rýna hugs­un og færa vís­ind­in til fólks­ins í land­inu. Einnig geta lýðvís­indi vakið áhuga unga fólks­ins okk­ar á vís­ind­um og starfs­frama inn­an þeirra. Síðast en ekki síst eru lýðvís­indi mik­il­væg í að auka færni vís­inda­manna í að miðla upp­lýs­ing­um um rann­sókn­ir og niður­stöður þeirra til al­menn­ings og eins að hlusta á radd­ir hins al­menna borg­ara um áhersl­ur í vís­inda­starfi.

Lilja Dögg Al­freðsdótt­ir, mennta- og menningarmálaráðherra og varaformaður Framsóknar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 6. febrúar 2020.

Categories
Greinar

Mikil tíðindi

Deila grein

31/01/2020

Mikil tíðindi

Þau ánægjulegu tíðindi komu frá Alþingi í vikunni að búið væri að samþykkja tillögu ríkisstjórnarinnar að tillögu til þingsályktunar um stefnumótun í málefnum sveitarfélaga. Stefnumótunin, sem er hin fyrsta sinnar tegundar á Íslandi, hefur verið lengi í undirbúningi og víðtækt samráð farið fram um allt land. Á aukalandsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga í haust var samþykkt með afgerandi meirihluta að lýsa yfir stuðningi við tillöguna og þá framtíðarsýn og áherslur sem í henni felast.

Vissulega eru skiptar skoðanir um einstakar aðgerðir, ekki síst varðandi ákvæði um lágmarksfjölda íbúa, sem verður 250 frá almennum sveitarstjórnarkosningum 2022 og 1.000 fjórum árum síðar. Sum minni sveitarfélög hafa sett fyrirvara og lagt áherslu á að vilji íbúa eigi að ráða för. Það kom t.d. mjög vel fram á fjölmennum íbúafundi sem ég sótti á Grenivík í vikunni. Þar hefur byggst upp blómlegt samfélag þar sem íbúar njóta góðrar þjónustu og búa við atvinnuöryggi. Það eru ýmsar leiðir til að tryggja að svo verði en umfram allt er það að mestu í höndum íbúanna sjálfra.

Stefnumörkuninni er að sjálfsögðu ekki beint gegn einstökum sveitarfélögum heldur felur hún í sér heildarsýn fyrir allt landið um eflingu sveitarstjórnarstigsins með ýmsum aðgerðum. Það stendur ekki til að sameina samfélög eða byggðarlög – þau verða áfram til og vonandi blómleg og fjölbreytt. Sveitarfélög hafa síðan góðan tíma til að ákveða á lýðræðislegan hátt hvernig lágmarksviðmiðum verður náð og því fylgir mikill fjárhagslegur stuðningur úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.

Ég tel þessa stefnumörkun vera eitt mesta umbótaverkefni í opinberri stjórnsýslu sem um getur. Stjórnsýsla sveitarfélaga eflist, tækifæri skapast til að bæta þjónustu og geta þeirra til að berjast fyrir hagsmunamálum íbúanna eykst. Nýtt og öflugra sveitarstjórnarstig verður til. Nú þegar þessi ánægjulegu tíðindi liggja fyrir hefst vinna í ráðuneytinu við að útfæra einstakar aðgerðir stefnumótunarinnar, meðal annars varðandi lágmarksíbúafjölda og í þeirri vinnu verður áfram haft náið og gott samráð við sveitarstjórnarstigið.

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og formaður Framsóknar.

Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 31. janúar 2020.

Categories
Greinar

Vísindasamvinna Íslands og Japans

Deila grein

29/01/2020

Vísindasamvinna Íslands og Japans

Ísland hefur látið að sér kveða í alþjóðlegu vísindasamstarfi á norðurslóðum þar sem rannsóknir á landslagi, lífríki og samfélögum norðurslóða eru í brennidepli. Íslenskir vísindamenn og stofnanir búa yfir dýrmætri reynslu og þekkingu á fjölmörgum sviðum slíkra rannsókna, má þar sem dæmi nefna rannsóknir á samfélagslegum áhrifum loftslagsbreytinga, jöklum og breytingum á vistkerfi sjávar. Það eru miklir hagsmunir fólgnir í því fyrir Ísland og íslenska vísindamenn að taka þátt í alþjóðlegu vísindasamstarfi tengdu norðurslóðum.

Ísland og Japan standa sameiginlega að alþjóðlegum fundi vísindamálaráðherra um rannsóknasamstarf á norðurslóðum í Tókýó í nóvember. Undirbúningur er langt á veg kominn og næstkomandi föstudag verður haldinn kynningarfundur um áherslur ráðherrafundarins með fulltrúum sendiráða í Reykjavík og samstarfsaðilum úr vísindasamfélaginu. Í aðdraganda fundarins í Tókýó er lögð áhersla á að virkja vísindasamfélagið og íbúa á norðurslóðum, til að fá fram þeirra sýn og sjónarmið sem geta nýst við mótun stefnu og aðgerða stjórnvalda. Leiðarljós ráðherrafundarins eru samvinna, þátttaka, gagnsæi og nýsköpun. Við erum þakklát fyrir það góða samband og sameiginlegu sýn sem Ísland og Japan deila. Sem eyjaþjóðir deilum við meðal annars áhyggjum af heilbrigði sjávar. Sameiginlega fleti má einnig finna í áherslum ríkjanna á umhverfisvernd og sjálfbærni.

Mikilvægi samtals milli vísindasamfélagsins og stjórnvalda eykst stöðugt og það er brýn þörf á auknu alþjóðlegu vísindasamstarfi á norðurslóðum. Fundir sem þessir eru kærkominn vettvangur fyrir okkur til þess að miðla þekkingu, ræða aðgerðir og ekki síst forgangsraða verkefnum. Til þess að mæta áskorunum sem fylgja loftslagsbreytingum er mikilvægt að ríki vinni saman og myndi samstarfsnet um sameiginlega vísindalega þekkingu og vinni sameiginlega að því að hafa áhrif á raunverulegar aðgerðir og lausnir.

Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 29. janúar 2020.
Categories
Greinar

Jákvæð gáruáhrif í hagkerfinu

Deila grein

28/01/2020

Jákvæð gáruáhrif í hagkerfinu

Alþjóðagjald­eyr­is­sjóður­inn hef­ur lækkað hag­vaxt­ar­spá sína lít­ils­hátt­ar á heimsvísu árin 2020-2021 og spá­ir nú rúm­lega 3% hag­vexti. Lækk­un­in á einkum við um evru­svæðið en einnig hef­ur hægt á hag­vexti í þróuðum hag­kerf­um í Asíu. Í Kína hef­ur hag­vöxt­ur ekki mælst minni í lang­an tíma, ekki síst vegna viðskipta­deilna milli Banda­ríkj­anna og Kína.

Á ár­inu verða þrír meg­in­straum­ar ráðandi í alþjóðahag­kerf­inu. Í fyrsta lagi verður fyr­ir­komu­lag og um­gjörð heimsviðskipta áfram háð nokk­urri óvissu, þrátt fyr­ir tolla­sam­komu­lag sem Kín­verj­ar og Banda­ríkja­menn gerðu um miðjan mánuðinn. Í öðru lagi munu þjóðir heims áfram þurfa að laga sig að lág­vaxtaum­hverfi vegna minnk­andi hag­vaxt­ar og í þriðja lagi munu tækni­fram­far­ir og sjálf­virkni­væðing hafa mik­il áhrif á vinnu­markaði. Straum­arn­ir vega hver ann­an að ein­hverju leyti upp, því á sama tíma og viðskipta­deil­ur drógu úr þrótti hag­kerfa á síðasta ári ýttu lág­ir stýri­vext­ir und­ir hag­vöxt. Þá hafa tækni­fram­far­ir dregið úr kostnaði og verðbólga verið til­tölu­lega lág, jafn­vel í hag­kerf­um sem hafa notið mik­ils vaxt­ar.

Ísland er gott dæmi um þjóðríki sem hef­ur notið góðs af greiðum viðskipt­um á milli þjóða. Það er skylda okk­ar að greiða fyr­ir frjáls­um viðskipt­um og hlúa í leiðinni að hags­mun­um þjóðar­inn­ar. Að und­an­förnu hef­ur dregið úr hag­vexti í mörg­um lyk­ilviðskipta­ríkj­um Íslands. Iðnfram­leiðsla í Þýskalandi hef­ur dreg­ist sam­an og hag­vöxt­ur hef­ur minnkað í Frakklandi og Ítal­íu. Þannig hafa viðskipta­kjör Íslands versnað vegna minnk­andi hag­vaxt­ar. Hins veg­ar brugðust fjár­mála­markaðir vel við frétt­um um tíma­bundið sam­komu­lag banda­rískra og kín­verskra stjórn­valda. Áhættu­álag á skulda­bréfa­mörkuðum lækkaði og verð á hluta­bréfa­mörkuðum hækkaði. Það eru góðar frétt­ir fyr­ir Ísland, sem nýt­ur góðs af aukn­um fyr­ir­sjá­an­leika um um­gjörð heimsviðskipta.

Staðan í alþjóðakerf­inu er án for­dæma í nú­tíma­hag­sög­unni, þar sem hátt at­vinnu­stig hef­ur jafn­an verið ávís­un á aukna verðbólgu. Víðast hvar eru stjórn­völd mjög meðvituð um stöðuna og lík­lega verður hag­stjórn í aukn­um mæli í hönd­um þeirra, þar sem hag­kerfi verða örvuð í niður­sveiflu. Mik­il­vægt er að halda áfram að fjár­festa í mannauði. Sú verður a.m.k. raun­in á Íslandi, þar sem hag­stjórn mun taka mið af aðstæðum og innviðafjár­fest­ing­ar munu aukast. Skýr­ari leik­regl­ur í sam­skipt­um viðskipta­stór­veld­anna munu hafa já­kvæð gáru­áhrif um all­an heim, sem og fram­kvæmd löngu boðaðrar út­göngu Breta úr Evr­ópu­sam­band­inu nú um mánaðamót­in.

Óvissa er óvin­ur bæði þjóða og fyr­ir­tækja en um leið og aðstæður breyt­ast til hins betra taka þau fljótt við sér. Það er mik­il­vægt fyr­ir al­menn­ing hvar í heim­in­um sem er.

Lilja Dögg Al­freðsdótt­ir, mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra og varaformaður Framsóknar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 28. janúar 2020.

Categories
Greinar

Þjóðin mætir til leiks

Deila grein

19/01/2020

Þjóðin mætir til leiks

Mál­efni þjóðarleik­vanga hafa verið til umræðu hjá ríki, Reykja­vík­ur­borg og íþrótta­hreyf­ing­unni í nokk­urn tíma. Mann­virki sem eiga að hýsa alþjóðleg­ar keppn­ir eru mörg hver kom­in til ára sinna. Al­mennt bera sveit­ar­fé­lög ábyrgð á upp­bygg­ingu íþrótta­mann­virkja sam­kvæmt íþrótta­lög­um. Ný reglu­gerð um þjóðarleik­vanga opn­ar á aðkomu rík­is­ins sér­stak­lega að slíkri mann­virkja­gerð.

Sam­kvæmt reglu­gerðinni er þjóðarleik­vang­ur skil­greind­ur sem íþróttaaðstaða sem teng­ist ákveðinni íþrótt. Hér er um að ræða mann­virki sem þegar er til staðar eða á eft­ir að reisa. Þjóðarleik­vang­ur upp­fyll­ir tækni­leg­ar staðal­kröf­ur fyr­ir viðkom­andi íþrótta­grein ásamt því að upp­fylla skil­greind­ar lág­marks­kröf­ur um íþrótta­mann­virki sam­kvæmt alþjóðleg­um regl­um alþjóðasam­banda og ís­lensk­um reglu­gerðum um mann­virki fyr­ir al­menn­ing og fjöl­miðla.

En hvers vegna eru þjóðarleik­vang­ar mik­il­væg­ir? Við höf­um lengi átt framúrsk­ar­andi íþrótta­fólk. Við get­um sann­ar­lega verið stolt af af­reksíþrótta­fólk­inu okk­ar en við eig­um líka að geta verið stolt af aðstöðunni sem við höf­um til að halda alþjóðlega íþróttaviðburði og íþrótta­keppn­ir. Ljóst er að sú aðstaða sem þarf til að geta tekið á móti alþjóðleg­um viðburðum í þeim íþrótta­grein­um sem við stönd­um framar­lega í þarfn­ast end­ur­nýj­un­ar.

Á dög­un­um skipaði ég starfs­hóp sem mun gera til­lög­ur um framtíð þjóðarleik­vangs fyr­ir inn­iíþrótt­ir á Íslandi. Starfs­hóp­ur­inn mun m.a. vinna að öfl­un upp­lýs­inga um hvernig vinna eigi eft­ir nýrri reglu­gerð um þjóðarleik­vanga og afla nauðsyn­legra upp­lýs­inga um hvaða alþjóðakröf­um þarf að fara eft­ir svo hægt sé að greina þarf­ir fyr­ir mann­virki til lengri tíma og mögu­lega nýt­ingu mann­virkja sem fyr­ir eru. Starfs­hóp­ur­inn er skipaður öfl­ugu fólki og ég hef mikl­ar vænt­ing­ar til afrakst­urs vinnu hans.

Fram und­an eru viðamikl­ar innviðafjár­fest­ing­ar í hag­kerf­inu. Fjár­fest­ing­ar rík­is­sjóðs eru rétt yfir lang­tímameðaltali, eða rúm 2% af lands­fram­leiðslu. Vegna sterkr­ar stöðu rík­is­sjóðs verður hægt að fara í frek­ari innviðaupp­bygg­ingu á næst­unni. Það sýn­ir sig að fjár­fest­ing í íþrótt­um hef­ur veru­leg­an sam­fé­lags­leg­an ábata til framtíðar. Rík­is­stjórn­in hef­ur lagt áherslu á mik­il­vægi upp­bygg­ingu sam­fé­lags­legra innviða og eru íþrótta­mann­virki liður í því.

Mark­mið mitt er að þessi und­ir­bún­ings­vinna sem nú fer fram geti skilað sam­eig­in­legri sýn á hvert ber að stefna og hvað þarf til þess að aðstaða af­reks­fólks í íþrótt­um sé á heims­mæli­kv­arða. Til að ná sett­um mark­miðum þurfa all­ir að leggj­ast á eitt, ná hraðaupp­hlaup­inu og skora!

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra og varaformaður Framsóknar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 18. janúar 2020.

Categories
Greinar

Öryggi okkar allra

Deila grein

17/01/2020

Öryggi okkar allra

Veturinn hefur verið okkur á Íslandi erfiður og er þá vægt að orði komist. Sérstaklega hefur þungi þessa vetrar lagst á íbúa Vestfjarða og Norðurlands, fyrst með ofsaveðri í desember og síðan með snjóflóðum á Vestfjörðum í þessari viku. Við þessar aðstæður, slík gjörningaveður, finnum við fyrir smæð okkar og vanmætti gagnvart náttúrunni en um leið fyrir því hversu hugvit og fyrirhyggja getur aukið öryggi okkar og lífsgæði eins og sýndi sig varðandi snjóflóðavarnargarða í Önundarfirði.

Við erum fámenn þjóð í stóru landi. Aðstæður okkar eru mjög misjafnar þótt hagsmunir okkar fari jafnan saman. Ég finn stundum fyrir því að það skortir á skilning þeirra sem búa utan hinna dreifðu byggða á aðstæðum eins og þeim sem komu upp í desember og nú í janúar 2020.

Það er enda erfitt að setja sig í spor þeirra sem misstu allt samband við umheiminn, hvort heldur rafmagn, síma eða útvarp, í óveðrinu í desember. Þá vorum við minnt harkalega á að rafmagn er ekki einhver lúxus heldur grundvallarþáttur í öryggi okkar og lífsgæðum.

Öryggi er stór hluti af því að líða vel. Þess vegna höfum við byggt samfélag með sterku öryggisneti. Ég hef í störfum mínum sem samgönguráðherra sett umferðaröryggi í algjöran forgang þegar kemur að þeirri miklu uppbyggingu í samgöngum sem hafin er eftir alltof langa kyrrstöðu. Öryggið snýr ekki aðeins beint að vegunum heldur er það líka mikið öryggisatriði að samspil samgangna á landi, í lofti og á sjó gangi vel.

Þegar á bjátar og við heyrum erfiðar sögur meðborgara okkar þá fáum við skilning og fyllumst samlíðan. Með þann skilning í farteskinu skiljum við betur nauðsyn þess að efla innviði um allt land: leggja öruggari vegi, tryggja betur afhendingaröryggi orku og jafna kostnað við dreifingu hennar og styðja betur við sveitir landsins. Þá farnast okkur vel.

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og formaður Framsóknar.

Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 17. desember 2019.

Categories
Greinar

Þegar storminn hefur lægt

Deila grein

10/01/2020

Þegar storminn hefur lægt

Nú þegar nýtt ár er gengið í garð og aðeins hefur liðið frá illviðri því sem geisaði um vestan og norðanvert landið í desember síðastliðnum og innviðir samfélaganna að komast aftur í lag er rétt að horfa aðeins yfir það sem gerðist og draga af því lærdóm.  Efst í huga manns er þó þakklæti til alls þess fjölda sjálfboðaliða á vegum Landsbjargar og Rauða Krossins sem unnu dag og nótt til að aðstoða samborgara sína. Ásamt fjölmennu liði annara viðbragðsaðila, lögreglu, bænda og starfsmanna veitufyrirtækja sem unnu sleitulaust, svo dögum skiptir, til að koma innviðum samfélagsins aftur af stað. Án þessa fólks hefðu afleiðingar þessa óveðurs getað orðið miklu meiri og verri.

En hvaða lærdóm tökum við með okkur úr þessum aðstæðum. Ljóst er að ýmsir innviðir landsins eru ekki í stakk búnir til að takast á við aðstæður líkar þessum og munum þá um leið að þetta óveður er ekki einstakt. Slík veður hafa komið áður og munu koma aftur. Því verðum við að hefjast þegar handa við að gera þær úrbætur sem þarf til að heilu landsvæðin séu ekki án rafmagns og fjarskipta svo dögum skiptir. Og þær úrbætur þarf að vinna hratt og geta ekki flækst í nefndum á vegum stjórnkerfisins um ókominn tíma þar sem þær verða vegnar í töflureiknum á alla kanta í innbyrðis slag ráðuneyta. Við erum nefnilega að tala um heimili og lífsviðurværi fólks sem við ætlum að gera kleift að geta búið um allt land.

Almannahagsmunir umfram hagsmuni einstaklinga eða félagasamtaka

Mikilvægt er að ráðist verði strax í styrkingu flutningskerfis raforku þannig að það þjóni því hlutverki að geta flutt raforku skammlaust og lagnaleiðir séu ekki fastar í lagaflækjum um árabil. Hagsmunir heildarinnar séu settir í forgang en ekki sérhagsmunir stöku landeiganda sem jafnvel búa ekki á jörðum sínum. Fjarskiptakerfin þarf að styrkja og bæta þannig að þau standi af sér öll veður og nýta til styrkingar flutningskerfi fjarskipta sem þegar er til staðar en í eigu ýmissa aðila. Öryggisfjarskipti eiga alltaf að vera í forgangi og ekki sett undir mælistiku hagnaðar.

Þá þarf að slaka á hagnaðarkröfum sem gerðar eru til orkufyrirtækja í opinberri eigu og þeim gert skylt og mögulegt að byggja upp varaafl þar sem þess er þörf. Styrkja þarf starfsemi þeirra í dreifðum byggðum með auknum mannafla og tækjum sem þarf til að takast á við erfiðar veðurfarslegar aðstæður. Slíkt þarf að vera til staðar og ef eitthvað er þá sýna þær aðstæður sem sköpuðust í illviðrinu sem gekk yfir landið, svo ekki verður um villst, nauðsyn þess að raforkuframleiðsla og dreifing raforku eiga að vera að mestu í höndum opinberra aðila í ljósi mikilvægis og til slíkra fyrirtækja er hægt að gera kröfur sem ekki á bara að mæla í arðsemi til eiganda.

Miðhálendisþjóðgarður á ís

Því væri gott að þingmenn finndu nú hjá sér þörf til að leggja fram þingsályktunartillögu um opinbera eigu okkar helstu orkufyrirtækja sem táknrænt skref í þessa átt. Þá er ekki síður mikilvægt að þingmenn allra flokka sammælist um að leggja til hliðar áætlanir um miðhálendisþjóðgarð að sinni. Byrjum nú einu sinni á réttum enda í stórum málum eins og þetta er. Skipuleggjum fyrst hvernig fara skal með flutningskerfi raforku um landið allt. Hvernig skal standa að virkjunum til að tryggja okkur rafmagn til framtíðar ekki síst með orkuskipti í huga og hvernig það getur svo farið saman með verndun náttúru landsins. Þegar þessar lausnir liggja fyrir þá skulum við aftur taka upp málefni miðhálendisþjóðgarðs. Þetta ætti að vera forgangsmál núna. Munum að loftslagsmál og náttúruvernd geta skarast og vinnubrögð við það þarf að vanda. Ísland á að vera í farabroddi þegar kemur að loftslagsmálum á heimsvísu og það verður ekki gert með því að takmarka möguleika til nýtingar á endurnýjanlegum orkukostum. Það er líka ljóst að mikil andstaða er meðal sveitarfélaga landsins við áætlanir um miðhálendisþjóðgarð eins og þær liggja fyrir nú og nauðsynlegt að hlusta vel á þau rök og taka tillit til þeirra.

Allir sitji við sama borð

En fyrst og síðast; drögum lærdóm af því sem betur má fara eftir óveður í árslok og gerum betur. Ráðumst í aðgerðir strax því það á að vera sameiginlegt markmið okkar sem Ísland byggjum að við sitjum öll við sama borð þegar kemur að grundvallar skilyrðum til búsetu. Gerum það öll saman því þannig ganga hlutir alltaf best þegar máttur hinna mörgu er virkjaður.

Með ósk um gæfuríkt og gott ár 2020.

Jón Björn Hákonarson, ritari Framsóknarflokksins.

Greinin birtist fyrst á www.visir.is 10. janúar 2020.

Categories
Greinar

Innviðafjárfesting eykst í menntun

Deila grein

09/01/2020

Innviðafjárfesting eykst í menntun

Rík­is­stjórn­in hef­ur frá upp­hafi tekið það verk­efni föst­um tök­um að stuðla að nauðsyn­legri upp­bygg­ingu sam­fé­lags­legra innviða. Hag­stjórn stjórn­valda mót­ast nú út frá breytt­um for­send­um en spár gera ráð fyr­ir minni hag­vexti á næstu árum. Íslenska hag­kerfið er und­ir­búið fyr­ir minnk­andi um­svif og stjórn­völd hafa því farið í skatta­lækk­an­ir og aukið op­in­ber­ar fram­kvæmd­ir.

Meðal innviðafjár­fest­inga sem tengj­ast mennta- og menn­ing­ar­málaráðuneyt­inu má nefna bygg­ingu Húss ís­lensk­unn­ar sem nú er í full­um gangi. Hús ís­lensk­unn­ar verður glæsi­legt og verðugur heima­völl­ur fyr­ir fjör­egg ís­lenskr­ar menn­ing­ar, tungu­málið okk­ar. Þar munu tvinn­ast sam­an fortíð, samtíð og framtíð ís­lensk­unn­ar. Þannig mynd­ar húsið um­gjörð um þjóðar­arf Íslend­inga og skap­ar aðstæður til að efla þekk­ingu og þróun á tungu­mál­inu. Til að ís­lensk­an verði áfram gjald­geng í sta­f­ræn­um nú­tíma­heimi, og okk­ar sjálf­sagða mál, hafa stjórn­völd fjár­fest í mál­tækni­áætl­un fyr­ir ís­lensku. Mark­mið henn­ar er að tryggja að hægt sé að nota ís­lensku í sam­skipt­um við tæki og í allri upp­lýs­inga­vinnslu.

Á ár­inu 2019 voru veitt­ar 845 millj­ón­ir króna vegna Húss ís­lensk­unn­ar og áætlað er að veita 1.935 millj­ón­ir á þessu ári. Svipaða sögu má segja um fram­lag til mál­tækni­verk­efn­is­ins því á ár­inu 2019 voru veitt­ar 465 millj­ón­ir og áætlað er að veita 604 millj­ón­ir til verk­efn­is­ins á þessu ári.

Aðrar mik­il­væg­ar fjár­fest­ing­ar eru bygg­ing fé­lagsaðstöðu við Fjöl­brauta­skóla Suður­nesja, viðbygg­ing við Fjöl­brauta­skól­ann í Breiðholti og upp­bygg­ing við Mennta­skól­ann í Reykja­vík. Mennta­skól­inn í Reykja­vík skip­ar ákveðinn sess í sögu okk­ar og hef­ur lagt mikið af mörk­um til mennt­un­ar á Íslandi. Hús­næðismál skól­ans eru loks­ins að taka á sig metnaðarfulla mynd sem all­ir geta verið stolt­ir af en starfs­hóp­ur skilaði af sér þarfagrein­ingu og hús­rým­isáætl­un fyr­ir MR í nóv­em­ber og mun ákvörðun um næstu skref liggja fyr­ir í lok þessa mánaðar. Þess má einnig geta að áætlaðar fjár­fest­ing­ar­heim­ild­ir fram­halds­skóla, sem meðal ann­ars eru ætlaðar til kaupa þeirra á tækj­um og búnaði, hækka um 62,6 millj­ón­ir milli ár­anna 2019 og 2020 eða um 16%.

Öflugt mennta­kerfi er for­senda fram­fara og legg­ur grunn­inn að áfram­hald­andi vel­sæld okk­ar. Við vilj­um að skap­andi og gagn­rýn­in hugs­un, læsi og þátt­taka í lýðræðis­sam­fé­lagi verði áfram und­ir­staða ís­lenska skóla­kerf­is­ins og það geti mætt örum sam­fé­lags­breyt­ing­um. Á því bygg­ist sam­keppn­is­hæfni okk­ar til framtíðar. For­senda áfram­hald­andi vel­ferðar og lífs­gæða á Íslandi er öfl­ugt og fjöl­breytt at­vinnu­líf þar sem til staðar eru störf fyr­ir menntað fólk sem stuðlar að ný­sköp­un og þróun.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra og varaformaður Framsóknar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 9. janúar 2020.