Categories
Fréttir

„Koma sem flestum námsmönnum í störf“

Deila grein

14/05/2020

„Koma sem flestum námsmönnum í störf“

Aðgerðir stjórnvalda vegna sumarnáms og sumarstarfa voru kynntar á fundi Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, og Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra, í Háskólanum í Reykjavík í dag.
„Við viljum tryggja að námsmenn geti nýtt sína krafta á komandi sumri. Íslenskir námsmenn eru stór og fjölbreyttur hópur en það er menntun þeirra og árangur sem leggur grunninn að  framtíðarhagsæld okkar samfélags. Aðgerðir okkar nú miða að því að fjölga valkostum fyrir námsmenn og atvinnuleitendur sem vilja nýta komandi sumar – til náms eða fjölbreyttra starfa,“ segir Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.
„Við teljum mjög mikilvægt að koma sem flestum námsmönnum í störf þar sem þeir fá bæði reynslu og virkni, ásamt því að skila verðmætum inn í hagkerfið. Samhliða þessum aðgerðum munum við skoða leiðir til að skapa fleiri störf eða grípa til annarra aðgerða, verði þörf á því, en lagt er upp með að við grípum námsmenn með einhvers konar úrræði fyrir miðjan júní,” segir Ásmundur Einar Daðason, félags-og barnamálaráðherra.
Allir háskólar landsins og alls 15 framhaldsskólar hyggjast bjóða upp á sumarnám í sumar. Breiddin í námsframboði þeirra er afar mikil; þar verður bæði að hægt að taka einingarbæra áfanga sem og fjölbreytt námskeið. Sérstök áhersla er á nám sem nýtist sem undirbúningur fyrir háskólanám, námskeið á sviði iðn- og verknáms, valkosti á sviði símenntunar og færnibrýr fyrir atvinnuleitendur sem vilja skipta um starfsvettvang. Boðið verður upp á nám sem tekur frá einni og upp í tíu vikur.
Upplýsingar um námsframboð skóla verður að finna á heimasíðum þeirra en aðsókn mun ráða því hvaða námsframboð verður endanlega í boði.

2,2 milljarðar kr. í sumarstörf fyrir námsmenn

Stjórnvöld ætla að ná til þess hóps námsmanna sem ekki fær starf eða aðgang að öðru úrræði í sumar og munu verja um 2.2 milljörðum kr. í átaksverkefni til að fjölga tímabundnum störfum fyrir námsmenn. Markmiðið er að með átakinu verði til 3.400 tímabundin störf fyrir námsmenn, 18 ára og eldri, sem skiptast á milli opinberra stofnana og sveitarfélaga. Um er að ræða fjórum sinnum stærra átak en ráðist var í eftir hrunið, sumrin 2010 og 2011.
Átak þetta er unnið í samvinnu við stofnanir ríkisins og sveitarfélög og er undirbúningur þegar vel á veg kominn. Sveitarfélögin munu sjálf auglýsa störfin en Vinnumálastofnun mun auglýsa störf á vegum stofnana ríkisins. Störfin verða auglýst opinberlega á næstu dögum og þurfa stofnanir og sveitarfélög að skapa ný störf í tengslum við átakið. Miðað er við ráðningartímabilið frá 1. júní til 31. ágúst.
Þegar hafa verið staðfest hafa verið 1.709 störf við sveitarfélögin, sem þau geta auglýst strax. Í byrjun næstu viku er gert ráð fyrir að Vinnumálastofnun staðfesti allt að 1.700 störf við stofnanir ríkisins sem verða auglýst í kjölfarið.
Komi í ljós að þessi fjöldi sumarstarfa og annarra úrræða nái ekki til nægilega margra námsmanna verður leitað leiða til að skapa fleiri störf og/eða tryggja aðrar leiðir til framfærslu.

Mikilvægi rannsókna og vísinda

Auk þessa hafa stjórnvöld einnig veitt auka fjármagni til mikilvægra sjóða á sviði rannsókna og vísinda, vegna COVID-19. Framlög til Nýsköpunarsjóðs námsmanna hafa hækkað verulega og nema alls 485 milljónum kr. í ár. Þá var 700 milljónum kr. veitt í Rannsóknasjóð og Innviðasjóð, og 700 milljónum kr. í Tækniþróunarsjóð.

Heimild: stjr.is

Categories
Greinar

Varlega af stað

Deila grein

14/05/2020

Varlega af stað

Við för­um var­lega af stað í opn­un lands­ins eft­ir að hafa náð ótrú­leg­um tök­um á út­breiðslu veirunn­ar og treyst­um á vís­ind­in. Það er mik­il­vægt að við för­um var­lega og það er mik­il­vægt að við nýt­um þekk­ingu okk­ar á veirunni til að koma hjól­un­um bet­ur af stað. Það verður ekki litið fram hjá því að fjöl­marg­ar fjöl­skyld­ur um allt land eiga mikið und­ir því að gest­ir sæki landið heim að nýju þótt ekki sé hægt að bú­ast við því að kraft­ur­inn verði jafn­mik­ill og síðustu ár.

Ferðaþjón­ust­an hef­ur á nokkr­um árum orðið ein af und­ir­stöðum ís­lenska efna­hags­kerf­is­ins, skapað mikl­ar út­flutn­ings­tekj­ur og veitt mikl­um fjölda fólks at­vinnu og þar með lífsviður­væri. Ferðaþjón­ust­an hef­ur styrkt byggðir lands­ins og komið til viðbót­ar öðrum grunnstoðum: land­búnaði, sjáv­ar­út­vegi og iðnaði. Hún hef­ur opnað augu okk­ar fyr­ir þeim fjár­sjóði sem nátt­úr­an er og þannig breytt gild­is­mati margra.

Ég hef orðið var við að Íslend­ing­ar hlakka til að ferðast um landið sitt í sum­ar. Sól­ar­vörn­in verður kannski ekki alltaf höfð uppi við eins og á sól­ar­strönd­um en eins og við vit­um búa töfr­ar í sam­spili lands­lags og veðurs hvort held­ur það blæs, skín eða úðar. Eft­ir­minni­leg­ustu augna­blik­in eru ekki endi­lega þau sól­ríku.

Þótt Íslend­ing­ar verði dug­leg­ir að ferðast inn­an­lands í sum­ar er ljóst að það kem­ur ekki til með að duga til að verja þau störf sem orðið hafa til í ferðaþjón­ust­unni síðustu árin. Því er það já­kvætt skref og mik­il­vægt að opna landið fyr­ir komu er­lendra gesta um miðjan júní. Áður en það ger­ist hef­ur verið tek­in ákvörðun um að sótt­kví B verði út­víkkuð þannig að kvik­mynda­gerðar­menn og aðrir af­markaðir hóp­ar geti komið til starfa á Íslandi.

Kvik­mynda­gerð hef­ur lengi staðið Fram­sókn nærri og skemmst að minn­ast þess að flokk­ur­inn stóð fyr­ir því að tekið var upp það end­ur­greiðslu­kerfi sem enn er við lýði hér á landi. Það kerfi hef­ur lagt grunn­inn að öfl­ugri kvik­mynda­gerð á Íslandi sem hef­ur mikið menn­ing­ar­legt gildi. Þar að auki hef­ur kvik­mynda­gerðin skapað at­vinnu og tekj­ur og fært ís­lenskt lands­lag inn í aðra menn­ing­ar­heima, hvort sem þeir heita Hollywood eða Bollywood.

Ég finn að fólk tek­ur því fagn­andi að það losni um þau höft sem verið hafa á líf­inu á Íslandi síðustu vik­ur og mánuði. Það er vor í lofti, jafn­vel sum­ar sunn­an und­ir vegg, og við fet­um okk­ur var­lega af stað und­ir leiðsögn sótt­varna­yf­ir­valda. Áfram veg­inn.

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og formaður Framsóknar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 14. maí 2020.

Categories
Fréttir

„Börn og samgöngur“

Deila grein

13/05/2020

„Börn og samgöngur“

Þórunn Egilsdóttir, alþingismaður Framsóknar í Norðausturkjördæmi, gerði í ræðu í störfum þingsins á Alþingi í gær, að umtalsefni afhendingu umboðsmanns barna og hóps ungmenna ríkisstjórninni niðurstöðu barnaþings sem haldið var í nóvember sl.
„Barnaþing er nú orðið fastur liður í tilverunni. Til þess var stofnað með lögum og skal það haldið annað hvert ár með þátttöku barna og ungmenna hvaðanæva að af landinu. Áherslur stjórnvalda á aukin áhrif barna og ungmenna koma víða fram og vil ég í dag draga athygli ykkar að merkilegu málþingi sem var einnig haldið í nóvember.“
„Það þing hafði yfirskriftina Börn og samgöngur. Það eru tíðindi því að samkoma af þessu tagi hefur ekki verið haldin áður. Þrátt fyrir að börn séu stórnotendur samgöngukerfisins er hvergi minnst á þau í gildandi samgönguáætlun og aðeins tæpt á ungmennum. Börn ferðast með bílum, börn fljúga, börn hjóla, börn ganga, börn sigla og börn ferðast með strætó. Þeirra sjónarmið þurfa að koma fram líkt og annarra. Þess vegna var eitt af umbótaverkefnum samgönguráðs að koma sérstökum kafla um börn og samgöngur inn í samgönguáætlun.“
„Hagsmunir barna í umferðinni eru á margan hátt ólíkir hagsmunum þeirra sem eldri eru sem og hegðun þeirra í umferðinni. Okkur veitir ekki af liðsinni barna, að fá skoðanir þeirra fram og varpa sýn á hugmyndir þeirra sem þekkja kerfið í dag og eru líka framtíðarnotendur.
Nú hefur samráð þess vegna bæst inn í verkferla samgönguráðs við undirbúning samgönguáætlunar. Samtal við fólk á öllum aldri um allt land er mikilvægt til að samræma sjónarmið.
Hæstv. forseti. Í fyrsta fjárfestingarpakka ríkisstjórnarinnar verða til 1.000 störf næstu árin vegna framkvæmda við samgöngumannvirki og það verður svo til þess að eignamyndun ríkisins eykst. Og athugið að þetta er allt fyrir utan gildandi samgönguáætlun. Við erum stórhuga og í miklum framkvæmdum. Það er á okkar ábyrgð að hafa ungmenni með í ráðum. Þau þurfa að lifa við ákvarðanir okkar inn í framtíðina,“ sagði Þórunn að lokum.

Categories
Sveitarstjórnarfólk

Hafnarfjarðarkaupstaður

Deila grein

13/05/2020

Hafnarfjarðarkaupstaður

 

Listi Framsóknar í Hafnarfirði

  1. Valdimar Víðisson, skólastjóri
  2. Margrét Vala Marteinsdóttir, forstöðukona búsetukjarna
  3. Árni Rúnar Árnason, tækjavörður
  4. Jóhanna Erla Guðjónsdóttir, félagsráðgjafi
  5. Bjarney Grendal Jóhannesdóttir, grunnskólakennari
  6. Guðmundur Fylkisson, lögreglumaður
  7. Einar Gauti Jóhannesson, sundlaugarvörður
  8. Jóhanna M. Fleckenstein, framkvæmdastjóri
  9. Jón Atli Magnússon, rannsóknar- og þróunarstjóri
  10. Sindri Mar Jónsson, ml. viðskiptalögfræði
  11. Juliana Kalenikova, öryggisvörður
  12. Garðar Smári Gunnarsson, fiskiðnaðarmaður
  13. Anna Karen Svövudóttir, þýðandi og varaþingmaður
  14. Þórey Anna Matthíasdóttir, ökuleiðsögumaður/rútubílstjóri
  15. Júlíus Sigurjónsson, sölumaður og plötusnúður
  16. Linda Hrönn Þórisdóttir, uppeldis- og menntunarfræðingur
  17. Ágúst Bjarni Garðarsson, alþingismaður og bæjarfulltrúi
  18. Svanhildur Sveinbjörnsdóttir, eldri borgari
  19. Erlingur Örn Árnason, lögreglumaður
  20. Petrea Aðalheiður Ómarsdóttir, BA í félagsráðgjöf
  21. Guðbjörg Fjóla Halldórsdóttir, nemi í félagsráðgjöf
  22. Þórarinn Þórhallsson, mjólkurfræðingur
Categories
Sveitarstjórnarfólk

Rangárþing Eystra

Deila grein

13/05/2020

Rangárþing Eystra

FRAMSÓKNMENN OG AÐRIR FRAMFARASINNAR Í RANGÁRÞINGI EYSTRA



Framboðslisti Framsóknarmanna og annara framfarasinna í Rangárþingi eystra

Framboðslisti B-lista Framsóknarmanna og annara framfarasinna í Rangárþingi eystra var samþykktur á íbúaþingi í félagsheimilinum Hvoli 17. mars 2018.

Lilja Einarsdóttir, hjúkrunarfræðingur er oddvitaefni listans, annað sætið skipar Benedikt Benediktsson, framleiðslustjóri og sveitarstjórnarmaður og það þriðja Rafn Bergsson, bóndi.

Það er afstaða framboðsins að auglýst verði eftir sveitarstjóra að loknum kosningum. Fráfarandi sveitarstjóri, Ísólfur Gylfi Pálmason, hættir eftir átta farsæl ár.

Rangárþing eystra

Framboðslist Framsóknarmanna og annarra framfarasinna í Rangárþingi eystra:

  1. Lilja Einarsdóttir, oddviti og hjúkrunafræðingur
  2. Benedikt Benediktsson, sveitarstjórnarmaður og framleiðsustjóri
  3. Rafn Bergsson, bóndi
  4. Guri Hilstad Ólason, kennari
  5. Bjarki Oddsson, lögreglumaður
  6. Þóra Kristín Þórðardóttir, snyrtifræðingur
  7. Þórir Már Ólafsson, sveitarstjórnarmaður og bóndi
  8. Lea Birna Lárusdóttir, nemi
  9. Sigurður Þór Þórhallsson, starfsmaður íþróttamiðstöðvar
  10. Arnheiður Dögg Einarsdóttir, náms- og starfsráðgjafi
  11. Víðir Jóhannsson, ferðaþjónustubóndi
  12. Ágúst Jensson, bóndi
  13. Heiðar þór Sigurjónsson, bóndi og smiður
  14. Jóhanna Elín Gunnlaugsdóttir, bóndi
Categories
Sveitarstjórnarfólk

Sveitarfélagið Árborg

Deila grein

13/05/2020

Sveitarfélagið Árborg

Categories
Sveitarstjórnarfólk

Sveitarfélagið Hornafjörður

Deila grein

13/05/2020

Sveitarfélagið Hornafjörður

This image has an empty alt attribute; its file name is Group-270.png

FRAMSÓKN Í SVEITARFÉLAGINU HORNAFIRÐI

Ásgerður Kristín Gylfadóttir, hjúkrunarfræðingur og formaður bæjarráðs skipar fyrsta sæti listans, í öðru sæti er Björgvin Óskar Sigurjónsson, byggingartæknifræðingur og bæjarfulltrúi, í þriðja sæti er Gunnar Ásgeirsson, vinnslustjóri hjá Skinney Þinganesi og í fjórða sæti er Gunnhildur Imsland, heilbrigðisgagnafræðingur hjá HSU á Höfn.

Listann skipar kraftmikill hópur með fjölbreyttan bakgrunn sem brennur fyrir öflugu og góðu samfélagi í Sveitarfélaginu Hornafirði. Framundan eru fundir með íbúum um málefni sveitarfélagsins þar sem áhugasömun gefst tækifæri til að taka þátt í sefnu framboðsins og þau verkefni sem framundan eru.

Listinn í heild sinni:

1. Ásgerður Kristín Gylfadóttir, 53 ára. Hjúkrunarfræðingur og formaður bæjarráðs.

2. Björgvin Óskar Sigurjónsson, 40 ára. Byggingartæknifræðingur og bæjarfulltrúi.

3. Gunnar Ásgeirsson, 31 árs. Vinnslustjóri hjá Skinney-Þinganesi.

4. Gunnhildur Imsland, 53 ára Heilbrigðisgagnafræðingur hjá HSU á Höfn.

5. Íris Heiður Jóhannsdóttir, 46 ára. Framkvæmdastjóri IceGuide ehf.

6. Finnur Smári Torfason, 35 ára. Tölvunarfræðingur hjá Kivra.

7. Þórdís Þórsdóttir, 39 ára. Sérkennari hjá Grunnskóla Hornafjarðar.

8. Bjarni Ólafur Stefánsson, 36 ára. Vinnslustjóri hjá Skinney-Þinganesi.

9. Guðrún Sigfinnsdóttir, 50 ára. Móttökuritari hjá HSU á Höfn.

10. Arna Ósk Harðardóttir, 53 ára. Skrifstofumaður hjá Rafhorn ehf.

11. Lars Jóhann Andrésson Imsland, 47 ára. Framkvæmdastjóri East Coast Travel ehf.

12. Aðalheiður Fanney Björnsdóttir, 50 ára. Leikskólakennari á Sjónarhóli á Höfn.

13. Nejra Mesetovic, 25 ára. Ferðamálafræðingur og verkefnastjóri hjá Markaðsstofu Suðurlands.

14. Ásgrímur Ingólfsson, 54 ára. Skipstjóri á Ásgrími Halldórssyni SF-250 og forseti bæjarstjórnar.

Categories
Sveitarstjórnarfólk

Suðurnesjabær

Deila grein

13/05/2020

Suðurnesjabær

FRAMSÓKN OG Í SUÐURNESJABÆ

Framboðslisti Framsóknar í Suðurnesjabæ:

1. Anton Guðmundsson, 29 ára, matreiðslumeistari, Sandgerði.

2. Úrsúla María Guðjónsdóttir, 27 ára, meistaranemi í lögfræði, Garði.

3. Sunneva Ósk Þóroddsdóttir, 25 ára, sjávarútvegs- og viðskiptafræðingur og gæðastjóri, Sandgerði.

4. Sigfríður Ólafsdóttir, 27 ára, meistaranemi í félagsráðgjöf og sjálfboðaliði hjá Frú Ragnheiði á Suðurnesjum, Garði.

5. Gísli Jónatan Pálsson, 38 ára, trésmiður og nemi í húsasmíði, Sandgerði.

6. Elvar Þór Þorleifsson, 34 ára, umsjónarmaður farþegaafgreiðslu Icelandair, Garði.

7. Baldur Matthías Þóroddsson, 28 ára, sundlaugarvörður í Íþróttamiðstöðinni Garði, Sandgerði.

8. Agata Maria Magnússon, 37 ára, starfsmaður farþegaafgreiðslu Icelandair, Garði.

9. Elías Mar Hrefnuson, 33 ára, Sandgerði.

10. Óskar Helgason, 48 ára, pípulagningarnemi, Sandgerði.

11. Hulda Ósk Jónsdóttir, 42 ára, nemi í kennslufræði og starfsmaður á leikskóla, Sandgerði.

12. Karel Bergmann Gunnarsson, 27 ára, flugöryggisvörður hjá Isavia, Garði.

13. Ólafía Guðrún Lóa Bragadóttir, 57 ára, Garði.

14. Gunnlaug María Óskarsdóttir, 20 ára, stuðningsfulltrúi, Sandgerði.

15. Jóhanna Óttars Sigtryggsdóttir, 37 ára, leikskólaliði og hópstjóri á leikskólanum Sólborg, Sandgerði.

16. Guðrún Sif Pétursdóttir, 31 árs, hópstjóri og kjarnastýra á leikskóla, Sandgerði.

17. Rebekka Ósk Friðriksdóttir, 27 ára, snyrtifræðingur, Sandgerði.

18. Jón Sigurðsson, 72 ára, bóndi, Sandgerði.

Categories
Sveitarstjórnarfólk

Reykjanesbær

Deila grein

13/05/2020

Reykjanesbær

Reykjanesbær

Framboðslisti Framsóknar í Reykjanesbæ

1. Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, verkefnastjóri í íslensku sem öðru máli og varaþingmaður
2. Bjarni Páll Tryggvason, forstöðumaður hjá Isavia
3. Díana Hilmarsdóttir, forstöðumaður Bjargarinnar
4. Róbert Jóhann Guðmundsson, málarameistari
5. Trausti Arngrímsson, viðskiptafræðingur
6. Sighvatur Jónsson, tölvunarfræðingur og fjölmiðlamaður
7. Aneta Zdzislawa Grabowska, einkaþjálfari, zumba kennari og snyrtifræðingur.
8. Sigurður Guðjónsson, framkvæmdastjóri, bílasali
9. Friðþjófur Helgi Karlsson, skólastjóri
10. Bjarney Rut Jensdóttir, lögfræðingur
11. Birna Ósk Óskarsdóttir, grunnskólakennari
12. Unnur Ýr Kristinsdóttir, verkefnastjóri hjá KFUM og K á Íslandi
13. Gunnar Jón Ólafsson, verkefnastjóri í eldvarnareftirliti
14. Andri Fannar Freysson, tölvunarfræðingur
15. Birna Þórðardóttir, viðurkenndur bókari hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
16. Halldór Ármannsson, trillukall
17. Karítas Lára Rafnkelsdóttir, ráðgjafi hjá Björginni
18. Eva Stefánsdóttir, verkefnastjóri hjá Icelandair og MBA nemi
19. Ingibjörg Linda Jones, hjúkrunarnemi og starfsmaður Heilbrigðisstofnunnar Suðurnesja
20. Sævar Jóhannsson, húsasmíðameistari
21. Kristinn Þór Jakobsson, viðskiptafræðingur og innkaupastjóri
22. Jóhann Friðrik Friðriksson, Alþingismaður

Categories
Sveitarstjórnarfólk

Nýtt sveitarfélag á Austurlandi

Deila grein

13/05/2020

Nýtt sveitarfélag á Austurlandi

FRAMSÓKN Í SAMEINUÐU SVEITARFÉLAGI Á AUSTURLANDI

FacbooksíðaMyndasíðaDagbókin framundanMyndbönd

***

Með öflugu fólki í öflugum flokki – traustur fjárhagur er lykillinn að farsælli sameiningu. Við höfum til að bera þá reynslu og þekkingu sem þarf til að stýra fjármálum sveitarfélagsins af ábyrgð. Með því að sýna skynsemi í rekstri munum við geta fjárfest í uppbyggingu skóla og leikskóla því góð aðstaða fyrir börn og ungmenni gerir sveitarfélagið aðlaðandi fyrir fjölskyldur að setjast hér að.

Þannig blómstrar fjárhagur sveitarfélagsins. En þetta gerist ekki af sjálfu sér.

Stefnuskrá og listakynning Framsóknarflokks í nýju sveitarfélagi á Austurlandi.
***

Framboðslisti fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar í nýju sveitarfélagi Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar, var samþykktur á almennum félagsfundi Framsóknarfélags Múlaþings sem fram fór í gær. Kosið verður til sveitarstjórnar sameinaðs sveitarfélags 19. september næstkomandi.

Framboðslisti Framsóknar hefur tekið lítils háttar breytingum frá listanum sem búið var að samþykkja vegna áður boðaðra kosninga í vor.

Vilhjálmur Jónssonbæjarfulltrúi og fyrrverandi bæjarstjóri á Seyðisfirði, færist úr þriðja sæti upp í annað sæti. Jónína Brynjólfsdóttirverkefnastjóri hjá Austurbrú, færist úr fimmta sæti upp í það þriðja og Helga Erla Erlendsdóttirfyrrverandi skólastjóri á Borgarfirði, fer að eigin ósk úr öðru sæti í það fimmta.

Stefán Bogi Sveinssonforseti bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs, leiðir framboðslistann og Eiður Ragnarssonferðaþjónustubóndi og fyrrverandi bæjarfulltrúi í Fjarðabyggð, skipar fjórða sæti framboðslistans.

Framboðslisti Framsóknar var samþykktur samhljóða og mikill hugur er í Framsóknarfólki fyrir komandi kosningar. Sérstakur gestur fundarins var Líneik Anna Sævarsdóttiralþingismaður, sem færði fundinum og frambjóðendum kveðjur frá þingflokki Framsóknarmanna.

B-lista Framsóknarflokks fyrir sveitarstjórnarkosningar í nýju sveitarfélagi Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar, 19. september næstkomandi skipa:

***

11/09/2020

Kanntu brauð að baka?

Við sameiningu fjögurra sveitarfélaga á Austurlandi verður til víðfeðmt sveitarfélag með fjóra ólíka byggðakjarna. Þessi samfélög munu halda í sína sérstöðu en framundan er að samþætta og samræma margt sem enn liggur ekki fyrir hvernig á að framkvæma, það er í höndum næstu sveitarstjórnar. Stefnumótun og framtíðarsýn er eitt það mikilvægasta sem kjörnir fulltrúar þurfa að horfa til á næsta kjörtímabili. Við bökum nefnilega yfirleitt kökur eftir uppskriftum.

Fjármál á tímum COVID

Ábyrg fjármálastefna skiptir öllu máli fyrir nýja sveitarfélagið. Staðreyndin er sú að það verður hægara sagt en gert að ná utan um heildarfjármál þess þar sem sameiningin á sér stað á tímum Covid-19. Það er stærsti óvissuþátturinn þegar kemur að næsta vetri.

Auðlegð í starfsfólkinu

Það sem er mikilvægast er að sameiningin sjálf heppnist vel, að kjörnir fulltrúar og starfsmenn sveitarfélagsins vinni vel þá gríðarlega miklu og mikilvægu vinnu að sameina sveitarfélögin. Kjörnir fulltrúar þurfa því að taka margar stefnumótandi ákvarðanir um stóra sem smáa þætti er varða framtíðina.

Það þarf að tryggja að stjórnsýslan fái það svigrúm og stuðning sem hún þarf til að vinna verkin sem framundan eru, undir styrkri leiðsögn þeirra sem hafa til þess lýðræðislegt umboð. Til að taka góðar stefnumótandi ákvarðanir þarf samtal, samtal við kjósendur og starfsfólk sveitarfélagsins. Við vitum það nefnilega að nýja sveitarfélagið hefur á að skipa öflugu starfsfólki með mikla reynslu. Það að skapa góðan vinnuanda og gott starfsumhverfi fyrir þau er grundvallaratriði .

Frambjóðendur á lista Framsóknarfélags Múlaþings hafa gríðarlega mikla reynslu af sveitarstjórnarmálum, þekkja vel sveitarfélögin fjögur sem eru að sameinast og einsetja sér það markmið að klára sameininguna með farsælum hætti. Við vitum að verkefnið er ærið, umsvifamikið og krefjandi – þess vegna bjóðum við okkur fram. Framsóknarflokkurinn er framkvæmdaflokkur, við hikum ekki við að horfa til framtíðar, móta okkur stefnu – og halda okkur við hana.

Jónína Brynjólfsdóttir, viðskiptalögfræðingur með MLM gráðu í forystu og stjórnun frá Bifröst og skipar hún skipar 3. sæti lista Framsóknarfélags Múlaþings til sveitarstjórnarkosninga í sameinuðu sveitarfélagi Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar.

Greinin birtist fyrst á visir.is 10. september 2020.

***

10/09/2020

Áfram veginn – Til framtíðar

Það eru áhugaverðir tímar framundan á Austurlandi. Nýtt sveitarfélag að verða að veruleika með sameiningu Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar. Sveitarstjórnarkosningar þann 19. september. Fyrsta verkefni nýrrar sveitarstjórnar verður að ljúka sameiningarferlinu, ákveða nafn nýja sveitarfélagsins og virkja nýtt stjórnskipulag.

Framtíðarsýn og skipulag

Eitt af verkefnum sveitarstjórnar í nýja sveitarfélaginu verður, í samráði við íbúa, að móta þá framtíðarsýn sem lá til grundvallar kosningu um sameiningu sveitarfélaganna. Hana þarf að móta í samráði við íbúana. Vinna þarf nýtt aðalskipulag sem tekur til nýja sveitarfélagsins í heild. Það er mikilvægt að í því verði tekið á nýtingu, náttúruvernd og varðveislu. Áhersla verði lögð á sjálfbærni, samfélagsábyrgð og bætt búsetuskilyrði. Setja þarf aukinn kraft í gerð skipulagsáætlana með það að markmiði að atvinnulíf og íbúabyggð geti þróast við öruggar hentugar aðstæður sem tryggi lífsgæði og velferð íbúanna. Í því sambandi þarf að horfa sérstaklega til áskorana í samgöngumálum með tilliti til atvinnu-, menningar- og mannlífs, með öðrum orðum almennra búsetuskilyrða. Mikilvægur hluti af þeirri framtíðarsýn verður strandskipulag eða nýtingaráætlun sem jafnframt tekur mið af og styður við uppbyggingu og þróun hafna sveitarfélagsins.

Göngin verða að veruleika

Bættar samgöngur hafa verið forgangsverkefni framsóknarmanna á Austurlandi, ekki síst á Seyðisfirði. Áratuga barátta Seyðfirðinga fyrir bættum samgöngum með jarðgöngum, góð samvinna við nágrannasveitarfélög og skýr sýn um leiðina til þess, er að skila okkur Fjarðarheiðargöngum.

Samkvæmt gildandi samgönguáætlun er gert ráð fyrir að framkvæmdir hefjist árið 2022 en nú er unnið að undirbúningi framkvæmdanna. Á þeim tíma sem ég, ásamt öðrum kjörnum fulltrúum, hef unnið að málinu hafa verið setnir óteljandi fundir með vegamálastjóra og starfsmönnum Vegagerðarinnar, alþingismönnum, embættismönnum og ráðherrum, bæði fyrr og síðar. Oft þótti þokast lítið og stundum afturábak, en nú er málið að verða komið á framkvæmdastig. Það er mjög ánægjulegt. Alltaf var okkur vel tekið þó að við þættum sjálfsagt stundum nokkuð fylgin okkur.

Framkvæmdir við Fjarðarheiðargöng verða unnar á grundvelli metnaðarfullrar samgönguáætlunar fyrir árin 2020 til 2034 sem núverandi samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, og formaður Framsóknarflokksins, lagði fyrir Alþingi. Svo metnaðarfull er hún hvað Austurland varðar að auk ganganna um Fjarðarheiði liggur leiðin áfram með göngum frá Seyðisfirði til Mjóafjarðar og þaðan til Norðfjarðar og eru þá önnur verkefni á svæðinu ótalin. Hliðstæða finnst vart. Tenging byggðanna á Austurlandi með þessum jarðgöngum verður bylting í öllu tilliti. Nokkuð sem ég og samstarfsfólk í bæjarstjórn og áhugafólk sáum sem heldur fjarlægt markmið á eftir Fjarðarheiðargöngum en er nú þegar komið á áætlun.

Meiri samgöngubætur

Markmiðið með Fjarðarheiðargöngum hefur alltaf verið skýrt, að rjúfa vetrareinangrun, og auka þar með öryggi íbúa, að auka umferðaröryggi og að samgöngur á landi væru greiðar allt árið. Það verður hlutverk nýrra sveitarstjórnar að fylgja málinu eftir í samvinnu við ríkisvaldið, svo og uppbyggingu annarra samgönguinnviða sem eru í áætluninni, heilsársvegar um Öxi, Borgarfjarðarvegar, og nýrrar brúar yfir Lagarfljót. Þessar samgönguframkvæmdir eru nauðsynlegar til að vel takist til með sameininguna og því þarf að fylgja þeim eftir af festu. Jafnframt þarf að vinna að uppbyggingu og aukinni vegþjónustu um víðfeðmt sveitarfélag og á leiðum að og frá.

Sérstaklega þarf að setja aukinn þunga í uppbyggingu Egilsstaðaflugvallar sem millilandaflugvallar og tryggja fjármagn til hennar. En einnig að jafna aðstöðumun við Keflavíkurflugvöll að því marki sem er í valdi stjórnvalda.

Brýnt er að stjórnvöld taki af vafa um að Reykjavíkurflugvöllur verði staðsettur til frambúðar í Vatnsmýrinni með hliðsjón af því að margvísleg nauðsynleg þjónusta á vegum ríkisins er byggð upp eða hefur verið flutt til höfuðborgarinnar sem hefur það í för með sér að landsmenn utan höfuðborgarsvæðisins þurfa að sækja hana með flugsamgöngum. Þar vegur þyngst fyrir almenning, heilbrigðisþjónustuna.

Ríkulegur ávinningur

Ávinningurinn af uppbyggingu samgönguinnviða verður sterkara atvinnusvæði með aukinni nýsköpun og fleiri áhugaverðum atvinnutækifærum, öflugra menningar- og listalífi svo og íþrótta- og félagsstarfi og bættu aðgengi að þjónustu. Það er mikilvægt að áform stjórnvalda séu tímasett og skýr þannig að vinna við frekari mótun framtíðarsýnar og skipulagsáætlanir geti tekið mið af þeim.

Forsendur þess að sameiningin skili tilætluðum árangri er að staðfest loforð og samþykktir stjórnvalda um varanlega samgöngutengingu allra fjögurra byggðarlaganna verði að veruleika, það er nýbygging Axarvegar, Borgarfjarðarvegar og lagning jarðganga undir Fjarðarheiði milli Seyðisfjarðar og Fljótsdalshéraðs. Að því þarf að vinna í samfellu og sleitulaust.

Vilhjálmur Jónsson, bæjarfulltrúi á Seyðisfirði og skipar 2. sæti á lista Framsóknarflokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.

Greinin birtist fyrst á austurfrett.is 10. september 2020.

***

07/09/2020

Rödd sveitarfélagsins

Eitt af meginhlutverkum þeirra sem skipa forystusveit kjörinna fulltrúa í sveitarstjórnum er að vera málsvari sveitarfélagsins út á við. Það er oft mikil þörf á því gagnvart opinberum stofnunum, fjölmiðlum og fyrirtækjum en allra helst reynir þó á þetta hlutverk þegar kemur að samskiptum við Alþingi og ríkisstjórn.

Það er erfitt að kasta tölu á þann fjölda funda og símtala sem ég hef í gegnum árin átt til að tala um málefni sveitarfélagsins. Þessi vinna er sjaldnast mjög sýnileg. Ekki það að nokkur hafi neitt að fela, ekki er um neitt baktjaldamakk að ræða. En það er óendanlega mikilvægt að rödd sveitarfélagsins heyrist víða og ekki bara á opinberum vettvangi, heldur einmitt á smærri fundum og í samtölum innan ráðuneyta og þingflokka, svo einhver dæmi séu tekin.

Gleði og gremja

Þetta hlutverk kjörins fulltrúa er eitt hið ánægjulegasta við starfið, en getur jafnframt verið einn erfiðasti hluti þess. Ég hef lagt mig fram um að tala fyrir hagsmunum sveitarfélagsins með gildum rökum og af skynsemi. Oft næst fram skilningur á stöðu sveitarfélagsins og góður árangur í hagsmunabaráttunni. Þá er ég glaður.

Í önnur skipti finnst manni eins og verið sé að tala við grjót, alveg sama hvernig er reynt. Það er gremjulegt og á þeim stundum getur sú hugsun lagst þungt á hvort tíma manns og orku er vel varið.

Á þessum árum hef ég lært það að gefast ekki upp. Þar sem maður kemur að lokuðum dyrum í eitt skipti getur rofað til og allt staðið upp á gátt næst þegar reynt er. Ef maður hefur trú á málstaðnum þýðir ekki að leggja árar í bát heldur þarf að reyna aftur, og aftur, og aftur. Stundum vinnast hálfir sigrar, þá er mikilvægt að kunna að gleðjast yfir litlu, og stundum stórsigrar.

Blessunarlega horfum við í nýju sameinuðu sveitarfélagi nú fram á byltingu í samgöngumálum með Fjarðarheiðargöngum, nýjum Axarvegi og klæðningu á Borgarfjarðarveg. Allt eru þetta mál sem hefur þurft að tala fyrir árum saman en eru nú í augsýn þökk sé þrotlausri vinnu margra aðila.

Áfram veginn

En það er líka margt framundan sem þarf að tala fyrir og Framsóknarflokkurinn vill vera leiðandi í þessari baráttu. Við viljum sjá frekari uppbyggingu á Egilsstaðaflugvelli. Við viljum sjá staðbundið háskólanám verða að veruleika í fjórðungnum og fjölbreyttari fjarnámskosti fyrir íbúa hér. Við þurfum bætta hafnaraðstöðu víða í sveitarfélaginu og fleira og fleira. Nýtt sveitarfélag mun þurfa sterka rödd til að tala sínu máli. Ég gef kost á mér til að vera þessi rödd og bið um þinn stuðning til þess.

Stefán Bogi Sveinsson, forseti bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs og skipar fyrsta sæti á lista Framsóknarflokksins við komandi sveitarstjórnarkosningar.

Greinin birtist fyrst á austurfrett.is 7. september 2020.

***

Á ljósmyndinni eru frá vinstri, Eiður Ragnarsson, Vilhjálmur Jónsson, Stefán Bogi Sveinsson og Jónína Brynjólfsdóttir.  
21/08/2020

Framsóknarfélag Múlaþings samþykkir framboðslista

Framboðslisti fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar í nýju sveitarfélagi Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar, var samþykktur á almennum félagsfundi Framsóknarfélags Múlaþings sem fram fór í gær. Kosið verður til sveitarstjórnar sameinaðs sveitarfélags 19. september næstkomandi.

Framboðslisti Framsóknar hefur tekið lítils háttar breytingum frá listanum sem búið var að samþykkja vegna áður boðaðra kosninga í vor.

Vilhjálmur Jónssonbæjarfulltrúi og fyrrverandi bæjarstjóri á Seyðisfirði, færist úr þriðja sæti upp í annað sæti. Jónína Brynjólfsdóttirverkefnastjóri hjá Austurbrú, færist úr fimmta sæti upp í það þriðja og Helga Erla Erlendsdóttirfyrrverandi skólastjóri á Borgarfirði, fer að eigin ósk úr öðru sæti í það fimmta.

Stefán Bogi Sveinssonforseti bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs, leiðir framboðslistann og Eiður Ragnarssonferðaþjónustubóndi og fyrrverandi bæjarfulltrúi í Fjarðabyggð, skipar fjórða sæti framboðslistans.

Framboðslisti Framsóknar var samþykktur samhljóða og mikill hugur er í Framsóknarfólki fyrir komandi kosningar. Sérstakur gestur fundarins var Líneik Anna Sævarsdóttiralþingismaður, sem færði fundinum og frambjóðendum kveðjur frá þingflokki Framsóknarmanna.

B-lista Framsóknarflokks fyrir sveitarstjórnarkosningar í nýju sveitarfélagi Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar, 19. september næstkomandi skipa:

  1. Stefán Bogi Sveinsson, lögfræðingur og forseti bæjarstjórnar
  2. Vilhjálmur Jónsson, bæjarfulltrúi og fv. bæjarstjóri
  3. Jónína Brynjólfsdóttir, viðskiptalögfræðingur
  4. Eiður Ragnarsson, ferðaþjónustubóndi og fv. bæjarfulltrúi
  5. Helga Erla Erlendsdóttir, fv. skólastjóri
  6. Helga Rós Magnúsdóttir, háskólanemi og starfsmaður
  7. Benedikt Hlíðar Stefánsson. véltæknifræðingur
  8. Alda Ósk Harðardóttir, snyrtifræðingur
  9. Guðmundur Björnsson Hafþórsson, málarameistari
  10. Jón Björgvin Vernharðsson, bóndi og verktaki
  11. Gunnhildur Helga Eldjárnsdóttir, eldri borgari
  12. Kári Snær Valtingojer, rafvirki
  13. Guðrún Ásta Friðbertsdóttir, leikskólakennari
  14. Þorsteinn Kristjánsson, bóndi
  15. Valgeir Sveinn Eyþórsson, starfsmaður
  16. Óla Björg Magnúsdóttir, eldri borgari
  17. Eiður Gísli Guðmundsson, bóndi og hreindýraleiðsögumaður
  18. Guðfinna Harpa Árnadóttir, bóndi og ráðunautur
  19. Hjalti Þór Bergsson, bifreiðastjóri
  20. Aðalheiður Björt Unnarsdóttir, búfræðingur og varabæjarfulltrúi
  21. Þorvaldur Jóhannsson, fv. bæjarstjóri
  22. Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir, framkvæmdastjóri og bæjarfulltrúi