Categories
Fréttir

Einar Eðvald leiðir B-lista Framsóknar í Akrahreppi og Sveitarfélagsins Skagafjarðar

Deila grein

28/03/2022

Einar Eðvald leiðir B-lista Framsóknar í Akrahreppi og Sveitarfélagsins Skagafjarðar

B-listi Framsóknarflokksins býður fram eftirfarandi lista í sameinuðu sveitarfélagi Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar í sveitarstjórnarkosningum þann 14. maí 2022.

Categories
Greinar

Pútín-efnahagskreppan! Hversu stór?

Deila grein

27/03/2022

Pútín-efnahagskreppan! Hversu stór?

Stríðið í Úkraínu hef­ur varað í rúm­an mánuð. Af­leiðing­arn­ar birt­ast okk­ur á degi hverj­um, með mynd­um af mann­falli al­mennra borg­ara. Millj­ón­ir flótta­manna eru á ver­gangi, heilu íbúðahverf­in hafa verið jöfnuð við jörðu, ung­ar fjöl­skyld­ur eru aðskild­ar – allt eru þetta birt­ing­ar­mynd­ir mis­kunn­ar­lauss stríðs í Evr­ópu, sem flest okk­ar þekkja ein­ung­is úr sögu­bók­um. Við finn­um fyr­ir af­leiðing­um stríðsins á hverj­um degi; verð á bens­ín, mat, kambstáli og nikk­el hef­ur hækkað veru­lega. Þess­ar hækk­an­ir þýða að verðbólga eykst og neysla og hag­vöxt­ur munu minnka. Lífs­kjör á heimsvísu rýrna! Þess má geta að Rúss­land og Úkraína fram­leiða 26% af hveiti, 16% af korni, 30% af byggi og 80% af sól­blóma­ol­íu. Ljóst er hag­kerfi ver­ald­ar­inn­ar munu finna fyr­ir mikl­um skorti á fram­leiðslu á þess­um afurðum og því miður munu fá­tæk­ustu lönd heims­ins lík­lega finna enn meira fyr­ir þessu.

Þörf á sam­stillt­um aðgerðum á heimsvísu

Það eru blik­ur á lofti og eft­ir­spurn­ar­kreppa gæti mynd­ast vegna verðhækk­ana. Þessi þróun þarf ekki að raun­ger­ast ef efna­hags­stjórn­in er skyn­söm. Til að kljást við Kreml­ar-ógn­ina verða leiðandi hag­kerfi heims­ins að stilla sam­an aðgerðir sín­ar sem miða að því að vera minna háð orku­fram­leiðslu Rúss­lands. Í hag­sög­unni eru dæmi eru mikl­ar hækk­an­ir á olíu, til dæm­is eft­ir Yom Kipp­ur-stríðið 1973 og ír­önsku bylt­ing­una 1979 og svo þær hækk­an­ir olíu­verðs sem áttu sér stað 2010-2011 eft­ir fjár­málakrepp­una 2008. Áhrif þess­ara hækk­ana á heims­hag­kerfið voru þó gjör­ólík. Fyrri hækk­an­ir höfðu mik­il áhrif og urðu til þess að veru­lega hægðist á alþjóðahag­kerf­inu en þær seinni gerðu það ekki. Hver er þá mun­ur­inn?

Tíma­mót­a­rann­sókn Bernan­kes, Gertlers og Wat­sons

Árið 1997 birtu Bernan­ke, Gertler og Wat­son tíma­móta­hagrann­sókn sem fjallaði um áhrif hækk­un­ar olíu­verðs á banda­ríska hag­kerfið. Niðurstaða þeirra var að efna­hagskreppa raun­gerðist ekki vegna þess að olíu­verð væri að hækka, held­ur vegna þess að seðlabank­inn hefði áhyggj­ur af víxl­verk­un launa og verðlags, og hækkuðu því stýri­vexti mikið sem viðbrögð við hækk­un olíu­verðs. Paul Krugman hef­ur ný­lega bent á mun­inn á því hvað gerðist eft­ir ol­íu­áfallið á 8. ára­tugn­um ann­ars veg­ar og hins veg­ar eft­ir fjár­málakrepp­una 2008 þegar Bernan­ke var við stjórn­völ­inn hjá banda­ríska seðlabank­an­um og hélt aft­ur af vaxta­hækk­un­um þrátt fyr­ir áköll um annað. Það ber þó að hafa bak við eyrað að aðstæður á hag­kerf­um heims­ins eru ólík­ar á hverj­um tíma og þurfa viðbrögð stjórn­valda að taka mið af því. Við höf­um lært af reynsl­unni að birt­ing­ar­mynd­ir efna­hags­áfalla eru ólík­ar. Það er ljóst að verðbólga er stórskaðleg öll­um hag­kerf­um og í ljósi verðhækk­ana und­an­far­inna mánaða er ekki að undra að vaxta­hækk­un­ar­ferlið sé hafið víða um heim. Það er þó afar brýnt að þær efna­hagsþreng­ing­ar sem eru í vænd­um verði ekki of mikl­ar og seðlabank­ar bregðist ekki of hart við. Í því sam­bandi er mik­il­vægt að sam­ræm­is sé gætt í stefnu­mörk­un hins op­in­bera. Af þeim sök­um er mik­il­vægt að hið op­in­bera gangi í takt og styðji við pen­inga­stefn­una, t.d. í rík­is­fjár­mál­um.

Horf­urn­ar á Íslandi

Hnökr­ar í alþjóðaviðskipt­um hafa hægt á end­ur­reisn­inni í kjöl­far Covid. Óverj­an­leg inn­rás Rússa í Úkraínu eyk­ur enn á lík­ur þess að það hægi á hag­vexti. Hrávöru­verð hækk­ar mikið á alþjóðamörkuðum og því mun verðbólga aukast í kjöl­farið. Það verður áfram óvissa um þró­un­ina meðan stríðið var­ir. Óljóst er þó hvaða áhrif stríðið hef­ur á greiðslu­jöfnuð þjóðarbús­ins, þ.e. lík­legt er að viðskipta­kjör rýrni vegna hækk­andi verðbólgu en á móti kem­ur að ferðaþjón­ust­an virðist enn standa sterkt. Því ætti gengi krón­unn­ar að hald­ast stöðugt að öllu öðru óbreyttu. Íslend­ing­ar þurfa ekki að leita í sögu­bæk­urn­ar til að kynna sér áhrif verðbólgu á heim­il­in. Stóra málið í efna­hags­stjórn­inni hér á landi er að halda verðbólg­unni í skefj­um. Það er mjög sorg­legt að horfa upp á að helm­ing­ur­inn af 6,2% verðbólg­unni á Íslandi er vegna mik­ill­ar hækk­un­ar hús­næðis­verðs á höfuðborg­ar­svæðinu. 22,4% hækk­un mæl­ist nú á höfuðborg­ar­svæðinu! Hér er ekki gengið í takt til stuðnings bar­átt­unni gegn verðbólg­unni! Það verður að auka fram­boð hag­kvæmra lóða og fara í stór­átak í hús­næðismál­um ef þetta á ekki að enda með efna­hags­legu stór­slysi, því er afar gott að skipu­lags­mál­in séu kom­in í innviðaráðuneyti Sig­urðar Inga Jó­hanns­son­ar!

Það hafa orðið ótrú­leg­ar breyt­ing­ar í heim­in­um á ein­um mánuði og óviss­an verður áfram ríkj­andi á meðan stríðið var­ir og jafn­vel leng­ur. Það er auðvitað hrylli­leg til­hugs­un að heim­ur­inn sé jafn­brot­hætt­ur og raun ber vitni. Brýn­ast fyr­ir hag­stjórn­ina bæði á heimsvísu og hér inn­an­lands er að fara í aðgerðir sem miða að því að draga úr verðbólguþrýst­ingi og styðja Seðlabanka Íslands í sinni veg­ferð.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, viðskiptaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 26. mars 2022.

Categories
Greinar

Sýslumönnum skal ekki fækka

Deila grein

27/03/2022

Sýslumönnum skal ekki fækka

Síðastliðna daga hef­ur sprottið upp umræða um fækk­un sýslu­mann­sembætta hér á landi. Talað er um að sam­eina ákveðin embætti í eitt og jafn­vel að fækka sýslu­mönn­um í ein­ung­is einn sýslu­mann, sem myndi hafa allt Ísland sem sitt um­dæmi. Þetta er áhyggju­efni þar sem sýslu­menn sinna veiga­miklu hlut­verki inn­an sinna um­dæma. Þeir þjóna sínu nærsam­fé­lagi í mik­il­væg­um og per­sónu­leg­um mál­um íbúa þess hvort sem það eru þing­lýs­ing­ar, gjaldþrot eða mik­il­væg mál­efni fjöl­skyldna. Af þessu er aug­ljóst að mik­il­vægi þess að sýslu­menn séu inn­an hand­ar er óum­deilt. Sýslu­menn eru umboðsmenn hins op­in­bera í héraði. Ef þau áform sem búið er að boða yrðu að veru­leika þá verður búið að eyða grund­vall­ar­hlut­verki þeirra.

Haft er eft­ir for­manni Fé­lags sýslu­manna að dóms­málaráðuneytið hafi fundað með sýslu­mönn­um um málið og að efa­semd­ir séu um ágæti þess inn­an þeirra raða. Skilj­an­lega, enda er nauðsyn­legt að sýslu­menn séu til staðar í nærum­hverf­inu og hafi ein­hverja teng­ingu við sam­fé­lagið. Með brott­hvarfi þeirra úr um­dæm­inu eyðist sú teng­ing, eðli máls­ins sam­kvæmt.

Vissu­lega bjóða tækninýj­ung­ar fjórðu iðnbylt­ing­ar­inn­ar upp á nýj­ung­ar, tæki­færi og upp­færslu ferla og aðferða. Þó er aug­ljóst að áform um að fækka sýslu­mann­sembætt­um tölu­vert brjóta í bága við byggðasjón­ar­mið, en við höf­um skuld­bundið okk­ur til að vinna í þágu þeirra. Fækk­un embætt­anna hef­ur í för með sér nei­kvæð áhrif á mörg byggðarlög, þá helst utan höfuðborg­ar­svæðis­ins. Ásamt því er aug­ljóst að at­vinnu­tæki­fær­um í fá­menn­ari byggðum fækk­ar, en það er göm­ul saga og ný að op­in­ber störf hverfi af lands­byggðinni í óþökk íbúa. Boðað hef­ur verið að með þessu verði störf­um og verk­efn­um sýslu­manna fjölgað, sem er af hinu góða, enda höf­um við í Fram­sókn verið öt­ul­ir tals­menn fjölg­un­ar op­in­berra starfa á lands­byggðinni. Það færi bet­ur á því að halda sýslu­mönn­um og nú­ver­andi um­dæm­a­mörk­um og færa þau störf sem áætlan­ir eru upp um að flytja í kjöl­far breyt­ing­anna til nú­ver­andi embætta og þar með styrkja þær mik­il­vægu stjórn­sýslu­ein­ing­ar sem sýslu­mann­sembætt­in eru í dag.

Fækk­un sýslu­mann­sembætta þvert yfir landið mun ekki verða með mínu samþykki. Hún fer gegn þeim mark­miðum sem sett voru fram í stjórn­arsátt­mála Fram­sókn­ar, Sjálf­stæðis­flokks­ins og Vinstri hreyf­ing­ar­inn­ar – græns fram­boðs. Fækk­un­in yrði mikið högg inn­an ým­issa byggða þvert yfir landið. Rök­in fyr­ir henni halda ekki vatni eins og staðan er í dag.

Stefán Vagn Stefánsson, þingmaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 26. mars 2022.

Categories
Fréttir

Guðveig Eyglóardóttir leiðir lista Framsóknar í Borgarbyggð í þriðja sinn

Deila grein

26/03/2022

Guðveig Eyglóardóttir leiðir lista Framsóknar í Borgarbyggð í þriðja sinn


Gríðarleg stemming og jákvæðni var í loftinu í gærkvöldi þegar framboðslisti Framsóknar í Borgarbyggð var kynntur. Guðveig Eyglóardóttir sveitarstjórnarfulltrúi leiðir listann þriðja kjörtímabilið í röð. Í öðru sæti er Davíð Sigurðsson, sveitarstjórnarfulltrúi og framkvæmdarstjóri og í því þriðja Eðvarð Ólafur Traustason, flugstjóri og atvinnurekandi. Þá þakkaði fundurinn Finnboga Leifssyni sérstaklega fyrir sitt starf síðustu áratugi með dynjandi lófaklappi, en hann skipar nú heiðurssæti listans.

Framboðslisti Framsóknar í Borgarbyggð fyrir n.k. sveitarstjórnarkosningar er eftirfarandi:


1 Guðveig Eyglóardóttir, sveitarstjórnarfulltrúi
2 Davíð Sigurðsson, framkvæmdastjóri og sveitarstjórnarfulltrúi
3 Eðvarð Ólafur Traustason, flugstjóri og atvinnurekandi
4 Eva Margrét Jónudóttir, sérfræðingur hjá Matís
5 Sigrún Ólafsdóttir, bóndi og tamningamaður
6 Þórður Brynjarsson, búfræðinemi
7 Sigríður Dóra Sigurgeirsdóttir, framkvæmdastjóri
8 Weronika Sajdowska, kennari og þjónn
9 Bergur Þorgeirsson, forstöðumaður Snorrastofu
10 Þorsteinn Eyþórsson, eldir borgari
11 Þórunn Unnur Birgisdóttir, lögfræðingur
12 Erla Rúnarsdóttir, leikskólakennari
13 Hafdís Lára Halldórsdóttir, nemi
14 Höskuldur Kolbeinsson, bóndi og húsasmiður
15 Sonja Lind Eyglóardóttir, aðstoðarmaður þingflokks
16 Orri Jónsson, verkfræðingur
17 Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, alþingismaður
18 Finnbogi Leifsson, sveitarstjórnarfulltrúi og bóndi

Categories
Fréttir

Hrönn leiðir B-lista í Ölfusi

Deila grein

25/03/2022

Hrönn leiðir B-lista í Ölfusi

Hrönn Guðmundsdóttir, skógfræðingur, leiðir B-lista Framfarasinna í Ölfusi í komandi sveitarstjórnarkosningum.

Listinn samanstendur af öflugum hópi íbúa, bæði úr þéttbýli og dreifbýli Ölfuss. Frambjóðendurnir eru með fjölbreyttan bakgrunn og eiga það sameiginlegt að hafa brennandi áhuga á samfélagsmálum og metnað til að vinna að bættu samfélagi og vönduðum vinnubrögðum, að því er segir í tilkynningu frá framboðinu.

Listinn er þannig skipaður:
1. Hrönn Guðmundsdóttir, 62 ára skógfræðingur.
2. Vilhjálmur Baldur Guðmundsson, 47 ára húsasmíðameistari.
3. Gunnsteinn R. Ómarsson, 51 árs skrifstofustjóri.
4. Hrafnhildur Hlín Hjartardóttir, 37 ára hegðunarráðgjafi.
5. Hlynur Logi Erlingsson, 28 ára stuðningsfulltrúi.
6. Katrín Ósk Sigurgeirsdóttir, 33 ára kennaranemi.
7. Emil Karel Einarsson, 28 ára sjúkraþjálfari.
8. Sigrún Theodórsdóttir, 55 ára félagsliði.
9. Arnar Bjarki Árnason, 44 ára vél- og orkutæknifræðingur.
10. Helga Ósk Gunnsteinsdóttir, 19 ára framhaldsskólanemi.
11. Axel Orri Sigurðsson, 25 ára stýrimaður og hundaþjálfari.
12. Steinn Þór Karlsson, 83 ára búfræðingur.
13. Jón Páll Kristófersson, 51 ára rekstrarstjóri.
14. Anna Björg Níelsdóttir, 52 ára bókari.

Categories
Fréttir

Ásgerður Kristín Gylfadóttir, hjúkrunarfræðingur og formaður bæjarráðs skipar fyrsta sæti lista Framsóknar og stuðningsmanna þeirra

Deila grein

25/03/2022

Ásgerður Kristín Gylfadóttir, hjúkrunarfræðingur og formaður bæjarráðs skipar fyrsta sæti lista Framsóknar og stuðningsmanna þeirra

Framboðslisti Framsóknar og stuðningsmanna þeirra fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 14. maí n.k. var samþykktur á félagsfundi Framsóknarfélags Austur-Skaftfellinga í kvöld.

Ásgerður Kristín Gylfadóttir, hjúkrunarfræðingur og formaður bæjarráðs skipar fyrsta sæti listans, í öðru sæti er Björgvin Óskar Sigurjónsson, byggingartæknifræðingur og bæjarfulltrúi, í þriðja sæti er Gunnar Ásgeirsson, vinnslustjóri hjá Skinney Þinganesi og í fjórða sæti er Gunnhildur Imsland, heilbrigðisgagnafræðingur hjá HSU á Höfn.

Listann skipar kraftmikill hópur með fjölbreyttan bakgrunn sem brennur fyrir öflugu og góðu samfélagi í Sveitarfélaginu Hornafirði. Framundan eru fundir með íbúum um málefni sveitarfélagsins þar sem áhugasömun gefst tækifæri til að taka þátt í sefnu framboðsins og þau verkefni sem framundan eru.

Listinn í heild sinni:

1. Ásgerður Kristín Gylfadóttir, 53 ára. Hjúkrunarfræðingur og formaður bæjarráðs.

2. Björgvin Óskar Sigurjónsson, 40 ára. Byggingartæknifræðingur og bæjarfulltrúi.

3. Gunnar Ásgeirsson, 31 árs. Vinnslustjóri hjá Skinney-Þinganesi.

4. Gunnhildur Imsland, 53 ára Heilbrigðisgagnafræðingur hjá HSU á Höfn.

5. Íris Heiður Jóhannsdóttir, 46 ára. Framkvæmdastjóri IceGuide ehf.

6. Finnur Smári Torfason, 35 ára. Tölvunarfræðingur hjá Kivra.

7. Þórdís Þórsdóttir, 39 ára. Sérkennari hjá Grunnskóla Hornafjarðar.

8. Bjarni Ólafur Stefánsson, 36 ára. Vinnslustjóri hjá Skinney-Þinganesi.

9. Guðrún Sigfinnsdóttir, 50 ára. Móttökuritari hjá HSU á Höfn.

10. Arna Ósk Harðardóttir, 53 ára. Skrifstofumaður hjá Rafhorn ehf.

11. Lars Jóhann Andrésson Imsland, 47 ára. Framkvæmdastjóri East Coast Travel ehf.

12. Aðalheiður Fanney Björnsdóttir, 50 ára. Leikskólakennari á Sjónarhóli á Höfn.

13. Nejra Mesetovic, 25 ára. Ferðamálafræðingur og verkefnastjóri hjá Markaðsstofu Suðurlands.

14. Ásgrímur Ingólfsson, 54 ára. Skipstjóri á Ásgrími Halldórssyni SF-250 og forseti bæjarstjórnar.

Categories
Fréttir

Jóhanna Ýr skrifstofustjóri og bæjarfulltrúi leiðir lista Framsóknar í Hveragerði

Deila grein

25/03/2022

Jóhanna Ýr skrifstofustjóri og bæjarfulltrúi leiðir lista Framsóknar í Hveragerði

Framsókn í Hveragerði kynnti framboðslista sinn fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar á fjölmennum fundi á Gróðurhúsinu í Hveragerði fimmtudaginn 24. mars síðastliðinn.

Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, skrifstofustjóri Framsóknar og bæjarfulltrúi í Hveragerði, leiðir listann en í öðru sæti er Halldór Benjamín Hreinsson, framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Þjóðskrá Íslands.

Framsókn bauð fram fyrir fjórum árum undir merkjum Frjálsra með framsókn og fékk þá einn bæjarfulltrúa kjörinn. Það var Garðar R. Árnason en hann fór í leyfi á miðju kjörtímabili og Jóhanna Ýr tók þá sæti í bæjarstjórn. Garðar skipar heiðurssæti listans.

Listi Framsóknar í Hveragerði er þannig skipaður:
1. Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, skrifstofustjóri og bæjarfulltrúi
2. Halldór Benjamín Hreinsson, framkvæmdastjóri
3. Andri Helgason, sjúkraþjálfari og eigandi Tinds sjúkraþjálfun
4. Lóreley Sigurjónsdóttir, eigandi og framkvæmdastjóri Fitnessbilsins
5. Thelma Rún Runólfsdóttir, háskólanemi og leiðbeinandi á leikskóla
6. Snorri Þorvaldsson, lögreglumaður
7. Kolbrún Edda Jensen Björnsdóttir, leiðbeinandi á leikskóla
8. Arnar Ingi Ingólfsson, byggingarfræðingur og húsasmíðameistari
9. Hanna Einarsdóttir, háskólanemi og söngkona
10. Halldór Karl Þórsson, körfuknattleiksþjálfari
11. Brynja Sif Sigurjónsdóttir, hjúkrunarfræðinemi
12. Örlygur Atli Guðmundsson, tónlistarkennari og kórstjóri
13. Magnea Ásdís Árnadóttir, eftirlaunaþegi
14. Garðar R. Árnason, grunnskólakennari og fyrrv. bæjarfulltrúi

Categories
Fréttir

Lilja Einarsdóttir, sveitarstjóri skipar fyrsta sæti lista Framsóknar og annarra framfararsinna í Rangárþingi eystra

Deila grein

25/03/2022

Lilja Einarsdóttir, sveitarstjóri skipar fyrsta sæti lista Framsóknar og annarra framfararsinna í Rangárþingi eystra

Framboðslisti Framsóknar og annarra framfarasinna í Rangárþingi eystra vegna sveitarstjórnarkosninganna 2022 var samþykktur á opnum félagsfundi Framsóknarfélags Rangæinga í dag.

Lilja Einarsdóttir, sveitarstjóri Rangárþings eystra skipar fyrsta sæti listans, í öðru sæti er Rafn Bergsson, bóndi í Hólmahjáleigu A-Landeyjum, í þriðja sæti er Bjarki Oddsson, lögregluvarðstjóri og fjórða sæti skipar Guri Hilstad Ólason kennari.

Uppstillingarnefnd, skipuð Bergi Pálssyni og Sigrúnu Þórarinsdóttur, hefur undanfarnar vikur unnið að uppstillingu listans. Óskað var eftir áhugasömum einstaklingum sem vildu taka sæti á listanum og fóru viðtökur langt fram út væntingum, að því er fram kemur í tilkynningu frá framboðinu.

„Listinn er skipaður kraftmiklu fólki á öllum aldri úr Rangárþingi eystra. Þeir sem skipa listann koma úr mismunandi stéttum samfélagsins með fjölbreyttan bakgrunn. Öll höfum við þann metnað að vinna af krafti við að styrkja og efla okkar góða samfélag.Við hlökkum til komandi vikna í kosningabaráttunni og vonumst til að kosningabaráttan verði háð á drengilegan hátt þar sem málefnin og hagsmunir sveitarfélagsins verða hafðir að leiðarljósi. Við teljum að það sé mikilvægt að heyra raddir sem flestra og því viljum við eiga gott samtal við íbúa Rangárþings eystra. Við munum auglýsa opna fundi okkar þar sem íbúum er boðið að koma og hafa áhrif á þau stefnumál sem við munum leggja upp með,“ segir í tilkynningunni.

Framboðslisti Framsóknar- og annarra framfarasinna í Rangárþingi eystra er þannig skipaður:


1. Lilja Einarsdóttir, sveitarstjóri
2. Rafn Bergsson, bóndi
3. Bjarki Oddsson, lögregluvarðstjóri
4. Guri Hilstad Ólason, kennari
5. Kolbrá Lóa Ágústsdóttir, starfsmaður á Kirkjuhvol
6. Sigurður Þór Þórhallsson, starfsmaður íþróttamiðstöðvarinnar
7. Stefán Friðrik Friðriksson, sérfræðingur í markaðsmálum
8. Ingibjörg Marmundsdóttir, eldri borgari
9. Ástvaldur Helgi Gylfason, leiðbeinandi og þjálfari
10. Oddur Helgi Ólafsson, nemi
11. Lea Birna Lárusdóttir, nemi
12. Konráð Helgi Haraldsson, bóndi
13. Ágúst Jensson, bóndi
14. Ásta Brynjólfsdóttir, sérkennari

Categories
Fréttir

Samstöðutónleikar fyrir Úkraínu

Deila grein

23/03/2022

Samstöðutónleikar fyrir Úkraínu

Í kjölfar óverjanlegrar innrásar Rússlands í hina frjálsu og fullvalda Úkraínu gjörbreyttist sá friðsami veruleiki sem Evrópa hefur búið við. Borgir og bæir hafa nánast verið jafnaðir við jörðu og milljónir manna hafa neyðst til þess að flýja heimili sín til vinveittra nágrannaríkja. Þar hefur lofsvert framlag Póllands skipt gríðarlega miklu máli en Pólverjar hafa með hlýju tekið á móti mestum fjölda þeirra Úkraínubúa sem flúið hafa landið sitt.

Nýverið átti ég áhrifamikinn fund með Gerard Pokruszyñski, sendiherra Póllands á Íslandi, þar sem hugmynd að Samstöðutónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands til stuðnings Úkraínu fæddist. Við ræddum saman um þann fjölda flóttamanna sem kemur daglega frá Úkraínu til Póllands og veltum því fyrir okkur hvernig við gætum sýnt táknrænan stuðning. Sinfóníuhljómsveit Íslands tók þessari hugmynd afar vel og setti tónleikana strax á dagskrá með stuðningi ríkisstjórnar Íslands. Sameiningar- og samtakamáttur menningar er mikill og við erum stolt af því hvernig menningarlífið á Íslandi getur sýnt stuðning sinn í verki fyrir þau sem eiga um sárt að binda. Samstöðutónleikarnir fara fram á morgun, fimmtudaginn 24. mars klukkan 19.30 í Hörpu og fer miðasala fram á vefsíðunni sinfonia.is þar sem einnig er hægt að nálgast frekari upplýsingar um dagskrána. Allur ágóði af tónleikunum rennur óskiptur til hjálpar fötluðu fólki í Úkraínu sem er sérstaklega berskjaldað í stríðinu sem nú geisar. Þessi hópur getur síður flúið og orðið sér úti um mat, lyf og aðrar nauðsynjar og því mikilvægt að leggja honum lið.

Ég hef trú á því að samtakamáttur í sinni víðustu mynd skipti máli í þeirri stöðu sem uppi er. Þannig hafa vestræn ríki sýnt fordæmalausa samstöðu við að refsa Rússum fyrir framferði þeirra sem og við að styðja Úkraínu á þessum erfiðu tímum með ýmsum hætti. Ég er þakklát öllu því fólki sem leggur málstað lið. Samstöðutónleikarnir eru þar eitt innlegg af mörgum.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst á frettabladid.is 23. mars 2022

Categories
Greinar

Ný Framsókn um allt land

Deila grein

23/03/2022

Ný Framsókn um allt land

Fátt er stjórn­mál­un­um óviðkom­andi þegar kem­ur að því að skapa hag­felld skil­yrði fyr­ir fólk til þess að lifa góðu lífi. Hring­inn í kring­um landið tek­ur fólk úr ýms­um átt­um þátt í stjórn­mál­um til þess að bæta sam­fé­lagið sitt og stuðla að aukn­um lífs­gæðum.

Um liðna helgi fór fram 36. flokksþing Fram­sókn­ar und­ir yf­ir­skrift­inni Ný Fram­sókn um allt land, en sá vett­vang­ur fer með æðsta vald í mál­efn­um flokks­ins. Þar var sam­an kom­inn öfl­ug­ur hóp­ur fólks sem brenn­ur fyr­ir því að bæta sam­fé­lagið með sam­vinn­una að leiðarljósi. Virki­lega ánægju­legt var að sjá þá miklu breidd og þau fjöl­mörgu nýju and­lit sem hafa gengið til liðs við flokk­inn og taka þátt af full­um krafti í mál­efn­a­starfi hans. Það end­ur­spegl­ar þann mikla meðbyr sem Fram­sókn nýt­ur um allt land sem er já­kvæður upp­takt­ur fyr­ir kom­andi sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar þann 14. maí.

Und­an­far­in sex ár hafa verið ágæt­is­prófraun fyr­ir Fram­sókn. Á þess­um tíma hef­ur gengið á ýmsu, meðal ann­ars þrjár alþing­is­kosn­ing­ar, klofn­ing­ur og fleira. And­spæn­is slík­um áskor­un­um hef­ur fram­sókn­ar­fólk hring­inn í kring­um landið risið upp og tekið slag­inn fyr­ir hug­sjón­um sín­um, rúm­lega aldr­ar gamla flokk­inn sinn og sótt fram til sig­urs. Flokk­ur­inn kem­ur vel nestaður og full­ur orku til leiks í kom­andi sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar eft­ir vel heppnaðar alþing­is­kosn­ing­ar í sept­em­ber síðastliðnum.

Ljóst er að fjöl­marg­ir kjós­end­ur sam­sama sig vel með því sem Fram­sókn stend­ur fyr­ir, því sem flokk­ur­inn iðkar og áork­ar fyr­ir sam­fé­lagið. Rót­gró­in aðferðafræði sam­vinnu er ekki sjálf­gef­in – en hana höf­um við í Fram­sókn stuðst við í allri okk­ar vinnu, hvort sem um er að ræða í rík­is- eða sveit­ar­stjórn­um.

Und­an­farið hafa fram­boðslist­ar Fram­sókn­ar fyr­ir kom­andi kosn­ing­ar verið kynnt­ir. Þeir eru skipaðir úr­vals­sveit­um fólks með fjöl­breytt­an bak­grunn, reynslu og þekk­ingu. Það skipt­ir miklu máli hvernig haldið er utan um stjórn­artaum­ana í sveit­ar­fé­lög­um enda bera þau ábyrgð á mik­il­vægri nærþjón­ustu við íbú­ana.

Ég tel að fólk sé ekki að kalla eft­ir ein­streng­ings­legri vinstri- eða hægri­stefnu – held­ur miðju­stefnu líkt og Fram­sókn­ar, stefnu sem virk­ar og eyk­ur raun­veru­lega lífs­gæði íbú­anna. Þetta á sér­stak­lega við í Reykjar­vík­ur­borg þar sem önd­verðir pól­ar hafa tek­ist hart á und­an­far­in ár. Þétt­ing eða dreif­ing byggðar, bíll eða hjól eru dæmi um orðræðu sem hafa her­tekið borgar­póli­tík­ina á sama tíma og þjón­ustu borg­ar­inn­ar hrak­ar. Í þessu krist­all­ast þörf­in fyr­ir sterka rödd Fram­sókn­ar á miðjunni. Hið aug­ljósa er að tala um þétt­ingu og dreif­ingu byggðar, bíl og hjól. Þannig eig­um við að nálg­ast viðfangs­efni sam­fé­lags­ins, út frá þörf­um fólks sem vill ein­fald­lega að hlut­irn­ir virki. Á það mun Fram­sókn leggja áherslu á í kom­andi sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­um um allt land, brúa bilið milli ólíkra sjón­ar­miða og stuðla að já­kvæðri um­bót­um fyr­ir sam­fé­lagið allt.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst á mbl.is 21. mars 2022