Categories
Fréttir Greinar

Verðbólga og aðrir uppvakningar

Deila grein

10/02/2023

Verðbólga og aðrir uppvakningar

Verðbólga á Íslandi er of mikil og er nýjasta mæling hennar 9,9%. Hækkunin milli mánaða hefur ekki verið meiri frá árinu 2002. Verðbólga án húsnæðis jókst einnig og mældist 8,3% og hefur ekki verið meiri síðan í maí 2010. Hækkun húsnæðisverðs var áfram megindrifkraftur verðbólgu á fjórða ársfjórðungi, þrátt fyrir að hægst hafi á verðhækkunum. Vísbendingar eru um að verðbólga sé byrjuð að hjaðna í Bandaríkjunum og Evrópu. Atvinnutölur í Bandaríkjunum sem birtust í síðustu viku benda til þess að þrótturinn í því hagkerfi er enn mikill. Hagsagan kennir okkur að of há verðbólga til lengri tíma rústar kaupmætti fólks.

Batnandi efnahagshorfur á heimsvísu

Uppfærð hagspá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins var birt nýlega og gefur tilefni til vænta þess að hagvöxtur á heimsvísu verði meiri en væntingar stóðu til. Breytingarnar má fyrst og fremst rekja til Kína, vegna þess að lyft hefur verið af öllum aðgerðum til að sporna gegn Covid-19. Hagspáin býst við 3,2% hagvexti á heimsvísu í ár og þykir nokkuð gott miðað við þau áföll sem heimsbúskapurinn hefur þurft að kljást við. Gert er ráð fyrir að dragi úr verðbólgu og að hún fari á heimsvísu úr 8,8% árið 2022 í 6,6% árið 2023 og 4,3% árið 2024. 

Hagsagan kennir okkur að of há verðbólga til lengri tíma rústar kaupmætti fólks.

Þessi verðbólguspá er farin að raungerast, bæði vegna þess að farið er að draga úr framleiðsluhnökrum í Kína og svo hefur dregið úr eftirspurn. Hærri stýrivextir seðlabanka hefur dregið úr fasteignaviðskiptum og umsvifum byggingaiðnaðarins. Hærra verðlag á vörum- og þjónustu hefur áhrif á heimilisbókhaldið og minnkað einkaneyslu á heimsvísu. Óvissan er þó mest einkennandi fyrir stöðuna og horfurnar og þá er ég að vísa til stríðsins í Evrópu og þess viðskiptastríðs sem geisar nú á milli Bandaríkjanna og Kína, ásamt þeirri hættu að aðrar þjóðir gætu dregist inn í þá deilu.

Verðbólgan er stóra viðfangsefnið á Íslandi og hagstjórnin tekur mið af því

Þróun verðbólgunnar eru vonbrigði. Margt kemur til eins og hækkanir á vöru- og þjónustuverði. Mestu áhyggjurnar lúta þó að því verðbólguvæntingar hafa verið að hækka. Seðlabanki Íslands kannaði væntingar markaðsaðila í lok janúar og helstu niðurstöður könnunarinnar eru þær að gert er ráð fyrir að verðbólga minnki þegar líður á árið og verði 5,4% að ári liðnu og 4% eftir tvö ár.

Á undanförnum misserum hafa stjórnvöld kynnt ýmsar aðgerðir til þess að draga úr áhrifum verðbólgu á lífskjör viðkvæmustu hópa samfélagsins. Má þar nefna hækkun bóta almannatrygginga, hærri húsnæðisbætur, sérstakur barnabótaauki, aukinn slagkraftur í húsnæðismál og fleira. 

Niðurstöður rannsókna hagfræðingsins Bobeica benda t.d. til þess að traustari kjölfesta verðbólguvæntinga leiki lykilhlutverk í því að skýra minnkandi tengsl milli launahækkana og verðbólgu í Bandaríkjunum undanfarna þrjá áratugi.

Í mínu ráðuneyti á sér stað mikilvæg vinna er snýr að samkeppnis- og neytendamálum, en heilbrigð samkeppni grundvallaratriði í verðmyndun. Í þeim málum er meðal annars unnið að endurskoðun stofnanaumgjarðar samkeppnis- og neytendamála með það að markmiði að efla slagkraft í þágu neytenda. Fjármunir hafa verið auknir til neytendasamtakanna til að efla þeirra góða starf í þágu neytenda, og á næstu vikum mun ráðuneyti mitt styðja við nýtt verkefni, Matvörugáttina, sem mun stuðla að betri upplýsingamiðlum um verðlagningu til neytenda. Þá skipaði ég vinnuhóp sem hefur það hlutverk að rýna hagnað bankanna til að kanna hvort neytendur hér á landi borgi meira fyrir fjármálaþjónustu en neytendur á hinum Norðurlöndunum. Að auki hefur stjórn ríkisfjármála haft við al­menna aðhalds­kröfu, frest­að út­gjalda­svig­rúmi, kynnt var­an­lega lækk­un ferðakostnaðar hjá rík­inu og lækk­að fram­lög til stjórnmálaflokka.

Þróun verðbólgu á heimsvísu tekur breytingum … 

Samband verðbólgu og atvinnustigs hefur minnkað síðustu þrjá áratugi, þ.e. verðbólga hefur ekki verið eins næm fyrir slaka eða þenslu á vinnumarkaðnum. Ýmsar hagrannsóknir sýna að skammtímasamband verðbólgu og atvinnuleysis hefur verið að fletjast út, eins og það birtist í svokallaðri Phillips-kúrfu. Tvennt kemur til: Annars vegar aukin alþjóðavæðing, þar sem veröldin er að einhverju leyti orðin að einum markaði. Fyrirtæki sem selja vörur sínar alþjóðlega eru í mikilli samkeppni og eru því ólíklegri til að hækka verð sem byggist eingöngu á innlendum efnahagsaðstæðum. Að auki hefur framleiðslukostnaður lækkað verulega með alþjóðavæddum vinnumarkaði. 

Það eru blikur á lofti um að sambandið milli verðbólgu og atvinnustigs sé að styrkjast að nýju og að Philips-kúrfa sé að endurfæddast.

Tæknin spilar einnig stórt hlutverk í þessu samhengi. Ein helsta birtingarmynd þessa er fyrirtæki eins og Amazon er selur vörur sínar um heim allan. Hins vegar hefur framkvæmd peningastefnu styrkst verulega á síðustu áratugum. Talið er að forysta Pauls Volckers, fyrrverandi seðlabankastjóra Bandaríkjanna, hafi skipt mestu máli, en þá tókst að festa verðbólguvæntingar almennings. Niðurstöður rannsókna hagfræðingsins Bobeica benda t.d. til þess að traustari kjölfesta verðbólguvæntinga leiki lykilhlutverk í því að skýra minnkandi tengsl milli launahækkana og verðbólgu í Bandaríkjunum undanfarna þrjá áratugi. Alþjóðagreiðslubankinn er sama sinnis, þ.e. áhrif launahækkana á verðbólgu eru minni í löndum þar sem verðstöðugleika hefur verið náð en í löndum þar sem verðbólga er jafnan meiri.

… og mun vaxandi skortur á vinnuafli breyta því?

Það eru hins vegar blikur á lofti um að sambandið milli verðbólgu og atvinnustigs sé að styrkjast að nýju og að Philips-kúrfa sé að endurfæddast. Þrennt kemur til: Í fyrsta lagi virðist vinnumarkaðurinn breyttur í Bandaríkjunum eftir farsóttina. Hagtölur gefa til kynna að margir hafi ekki skilað sér aftur inn á vinnumarkaðinn eða ákveðið að breyta um starfsvettvang. Að sama skapi eru stórir árgangar að detta út af vinnumarkaðnum sökum aldurs. Þá hefur einnig verið bent á að innflytjendastefna undanfarinna ára þar í landi hafi ekki hjálpað í þessum efnum. Fram undan gæti verið verulegur skortur á vinnuafli sem muni leiða til launahækkana og svo kostnaðarhækkana. 

Þegar þetta þrennt, bæði skammtíma- og langtímavandamál, kemur saman gæti orðið snúnara að ná tökum á verðbólgunni í 2% verðbólgumarkmiðið.

Framleiðni, samkvæmt nýjustu tölum, hefur einnig minnkað verulega í Bandaríkjunum. Í öðru lagi, þá hefur um nokkurra ára skeið verið viðskipta- og tæknistríð á milli Bandaríkjanna og Kína. Það, ásamt viðvarandi framboðshnökrum sem komu fyrst upp þegar farsóttin skall á, leiðir til þess að ákveðin störf hafa verið að færast aftur til Bandaríkjanna og kostnaður fer hækkandi samfara því. Í þriðja lagi hafa verðbólguvæntingar versnað verulega. Þegar þetta þrennt, bæði skammtíma- og langtímavandamál, kemur saman gæti orðið snúnara að ná tökum á verðbólgunni í 2% verðbólgumarkmiðið.

Að lokum

Eitt helsta verkefni stjórnvalda á næstu misserum verður að takast á við verðbólguna. Mikilvægt er að ríkisfjármál og peningamál spili áfram saman. Kerfisumbætur eru einnig á forræði hins opinbera og gætu lagt lóð á vogarskálarnar til að ná tökum á verðbólgunni. Á alþjóðavettvangi hefur verið vaxandi umræða um kerfisumbætur á framboðshliðinni til að leysa úr læðingi krafta hagkerfisins. Markmið nýrrar framboðsstefnu beinist að því að sameina hina hefðbundnu áherslu á að draga úr hömlum á atvinnulífinu, en leggja á sama tíma kraft í félagslega þætti vinnumarkaðarins til að efla atvinnu og atvinnuöryggi, en það felst meðal annars í því landið geti boðið öfluga innviði, menntun, starfsþjálfun, heilbrigði og húsnæði. Eins eigum við að horfa til þess að bjóða upp á að hækka starfsaldur en þó valfrjálst.

Á alþjóðavettvangi hefur verið vaxandi umræða um kerfisumbætur á framboðshliðinni til að leysa úr læðingi krafta hagkerfisins.

Horfur íslenska hagkerfisins eru bjartar. Hagvöxtur er kröftugur, atvinnuleysi er lítið, útflutningsgreinum vegnar vel og skuldastaða ríkissjóðs er hagfelld. Skapandi greinar og ferðaþjónusta eru í stórsókn og munu auka verðmætasköpun til lengri tíma litið.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar-, viðskipta- og ferðamálaráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins.

Greinin birtist fyrst á visir.is/innherji 9. febrúar 2023.

Categories
Fréttir Greinar

Eyja í raf­orku­vanda

Deila grein

09/02/2023

Eyja í raf­orku­vanda

Í síðustu viku kom upp bilun í rafstreng VM 3, sæstrengnum sem flytur rafmagn á milli lands og Vestmannaeyja. Þetta gerir það að verkum að nú í miðri lægðarhrinu og í upphafi öflugrar loðnuvertíðar er staðan sú að Vestmannaeyjar þurfa að stóla á 60 ára gamlan streng, VM 1 sem var tekinn úr notkun fyrir nokkrum árum síðan. Þar að auki reiða Eyjamenn sig á varaaflsvélar Landsnets og HS veitna.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem upp kemur bilun í þessum streng. Vorið 2017 kom upp bilun í strengnum að vori sem mátti rekja til veikleika í einangrun strengsins. Viðgerðir á honum voru flóknar og umfangsmiklar en það tók 3 mánuði að lagfæra strenginn. Þá var uppi sama staða uppi og nú þegar varaaflsvélar sáu samfélaginu fyrir hluta þess rafmagns sem þarf til. Nú aftur 5 árum seinna erum við enn í sömu stöðu og segir Landsnet að það sé klárt að þetta verði flókin og tímafrek aðgerð.

Nýr strengur núna – ekki á eftir

Nýverið gaf stjórn SASS gaf frá sér ályktun að málið er litið alvarlegum augum og skora því á stjórnvöld að ráðast í hið fyrsta að leggja nýjan rafstreng til Vestmannaeyja svo unnt sé að tryggja afhendingaröryggi rafmagns í Vestmannaeyjum. Samkvæmt framkvæmdaráætlun Landsnets þá var áætlað var að nýr strengur ætti að vera lagður sumarið 2027, sú bið er óásættanleg enda gaf Landsnet frá sér í byrjun þessarar viku tilkynningu um að lagningu nýs strengs yrði flýtt og verði lagður sumarið 2025. Það er of seint, nú þegar hefur þetta mikil áhrif á samfélagið í eyjum og ljóst er að ráðast þyrfti í lagningu nýs sæstrengs tafarlaust, helst strax í sumar.

Landsnet áætlar að nýr strengur kosti um 2-2,5 milljarða og segja að undirbúningur og innkaup taki langan tíma og reikna þar með tveimur árum en kanna það jafnframt hvort hægt sé að stytta þann tíma enn meira. Því ber að fagna því afhendingaröryggi raforku þarf að vera tryggt og stöðugt því það er óásættanleg staða að eiga von á því á hverjum vetri að raforka verði ótrygg og að stóla þurfi á úreltan streng og varaaflsvélar sem lifa á jarðefnaeldsneyti. Þegar ekki er varatenging sem getur annað allri orkuþörf í Vestmannaeyjum er kostnaðarsamt fyrir samfélagið en samkvæmt greiningu EFLU frá 2022 kostar það samfélagið um 100 milljónir á hverju ári.

Að auki má nefna að flaggskip framtíðarinnar í orkuskiptum, Vestmannaeyjaferjan Herjólfur, hefur ekki fengið afhent rafmagn frá því að strengurinn gaf sig. Ekki aðeins hefur það í för með sér gríðarlegan olíukostnað fyrir félagið heldur er kolefnisspor Herjólfs á siglingu til Þorlákshafnar og til baka jafn stórt og tíu meðal fólksbíla yfir heilt ár!

Raforka á ekki að vera munaður heldur sjálfsögð réttindi samfélaga að hafa trygga og að innviðir til afhendingar séu bæði gallalausir og öruggir. Því vil ég hvetja Landsnet til að leita allra leiða til að flýta því enn frekar að leggja streng til Vestmannaeyja svo þessi staða þurfi ekki að endurtaka sig í framtíðinni.

Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, þingmaður Framsóknar.

Greinin birtist fyrst á visir.is 9. febrúar 2023.

Categories
Fréttir Greinar

Margar hliðar fiskeldis

Deila grein

09/02/2023

Margar hliðar fiskeldis

Út er komin skýrsla sem hefur að geyma stjórnsýsluúttekt ríkisendurskoðanda á lagaframkvæmd, stjórnsýslu og eftirliti á sjókvíaeldi hér við land en stjórnsýsluúttektin var gerð að beiðni matvælaráðherra. Niðurstöður skýrslunnar koma ekki á óvart en það eru þó um leið ákveðin vonbrigði að fá það staðfest hversu illa hefur gengið við að byggja upp umgjörð og stjórnsýslu utan um greinina.

Á vorþingi 2019 var lagaramminn uppfærður og var lagt upp með að efla frekari umgjörð um sjálfbært fiskeldi til framtíðar. Þegar frumvarpið var lagt fram var það byggt á vinnu stefnumótunarhóps sjávarútvegsráðherra sem skilaði af sér skýrslu haustið 2017. Í meðferð þingsins var byggt enn betur undir kröfur um vernd villtra nytjastofna ásamt því að gætt yrði að umhverfisverndarsjónarmiðum, heilbrigði og umhverfisvernd með mótvægisaðgerðum og ströngu eftirliti.

Eftirlit fest í sessi

Í lögunum var fest í sess áhættumat erfðablöndunar. Meðal þeirra breytinga var að lögfesta mótvægisaðgerðir sem stofnanir sem vinna að leyfisveitingum verða að taka tillit til. Það er mat Ríkisendurskoðunar að mótvægisaðgerðirnar hafi ekki verið nýttar sem skyldi en að mínu mati var vilji löggjafans skýr um að nýta mótvægisaðgerðir sem meðal annars hafa reynst vel í Noregi. Á sama hátt þarf áhættumat erfðablöndunar að endurspegla notkun þessara mótvægisaðgerða.

Það var líka skýrt í lögum að Hafrannsóknarstofnun var gert að fylgjast með lífríkinu, ástandi þess fyrir upphaf eldis og breytingum á því meðan eldi stendur með það að markmiði að standast viðmið á burðarþoli svæðanna og hefur Hafrannsóknastofnun unnið í vöktunarverkefni samkvæmt því síðastliðin ár.

Öflug atvinnugrein sem skilar milljörðum í þjóðarbúið

Fiskeldi er vaxandi atvinnugrein sem getur skipt sköpum fyrir okkur sem þjóð í framtíðinni en mikilvægt er að setja skýrt og sanngjarnt regluverk í kringum það. Aðeins þannig náum við fram markmiðum um að greinin verði sterk og öflug á sama tíma og við tryggjum sjálfbæra þróun og vernd lífríkisins. En þau markmið þurfum við ávallt að hafa að leiðarljósi. Þá eiga nýleg lög um gjaldtöku í fiskeldi að tryggja vaxandi tekjur með vaxandi eldi.

Útflutningur og útflutningsverðmæti laxeldisafurða hefur aukist í samræmi við aukna framleiðslu og var nærri 30 ma. kr. árið 2021 og var alls slátrað 53,1 þúsund tonnum af fiski úr eldi á því ári. Uppbygging sjókvíaeldis hefur farið fram á Vestfjörðum og Austfjörðum og hefur breytt samfélögum á þessum svæðum til betri vega og það má svo sannarlega þakkað sjókvíaeldinu fyrir gríðarlega öfluga uppbygging á landsbyggðinni.

En öllum greinum í örum vexti fylgja vaxtarverkir, því miður hefur eftirliti verið ábótavant þrátt fyrir að aukið eftirlit og aðhald hafi verið undirstrikað í lagasetningu á fiskeldislögunum 2019. Fiskeldið er að skila milljörðum í þjóðarbúið og því er það góð brýning hjá ríkisendurskoðun að stjórnvöld tryggi eftirlitsstofnunum þær heimildir og aðstöðu sem þær þurfa til að sinna nauðsynlegu eftirliti.

Endurskoða þarf laga- og reglugerðaumhverfi sjókvíaeldis

Undirrituð hefur ítrekað lagt fram þingsályktunartillögur sem snúa að fiskeldi í þá átt að bæta laga- og reglugerðarumhverfi sjókvíaeldis. Annars vegar tillögu um að endurskoða þurfi laga- og reglugerðarumhverfi sjókvíaeldis með hliðsjón af gjaldtöku af fiskeldi. Endurskoðun sem felur í sér heildargreiningu á gjaldtöku ríkis og sveitarfélaga af fiskeldi og tillögur að lagabreytingu sem skýra heimildir til töku gjalda til að standa undir nauðsynlegri þjónustu ríkis og sveitarfélaga af sjókvíaeldi. Í skýrslu Ríkisendurskoðanda eru sterkar ábendingar um mikilvægi þess að þessi endurskoðun þurfi að fara fram.

Hins vegar hef ég einnig lagt fram tillögu um eignarhald í fiskeldi sem hefur það að markmiði að koma fram með tillögur um hvernig takmarka megi samþjöppun eignarhalds á laxeldisleyfum og takmarka eignarhald erlendra aðila á laxeldisleyfum líkt og gert er í sjávarútvegi.

Eignarhald laxeldisfyrirtækja á Íslandi hefur þróast þannig að mikil samþjöppun hefur átt sé stað, sem getur leitt til þess að fáein fyrirtæki verði allsráðandi. Hugsanlegt er að einn aðili eignist öll gild rekstrarleyfi og stýri þannig allri framleiðslu á eldisfiski og seiðaeldi á sjó og landi. Við það skapast sú hætta að einn aðili stjórni stórum landsvæðum með þeim afleiðingum að samfélög, sveitarstjórnir og stjórnvöld eigi meira undir honum en góðu hófi gegnir. Í skýrslu ríkisendurskoðanda má finna áhyggjur af mikilli samþjöppun í fiskeldinu, þar kemur fram að þrjú ráðandi félög, 14 af 16 rekstrarleyfum sjókvíaeldis, eru á hendi félaga undir yfirráðum þriggja norskra fyrirtækja.

Stjórnsýslan má ekki sofa á verðinum

Til þess að hægt sé að reka og stunda fiskeldi til framtíðar á sjálfbærum grunni þurfa kröfur er varða sjúkdóma og heilbrigðismál að vera skýrar og byggja á bestu mögulegri þekkingu. Tekjur af fiskeldinu eru okkur mikilvægar og nú sem aldrei fyrr, því er gríðarlega mikilvægt að eftirlit með greininni sé traust, ekki bara vegna umhverfisáhrifa heldur einnig fyrir vöxt greinarinnar og fyrir samfélagið.

Þörf er á að einfalda og samþætta eftirlitið líkt og gert er í Færeyjum þar sem ein stofnun fer með málefni fiskeldisins og samþættir bæði eftirlit með eldinu og einnig leyfisveitingum.

Halla Signý Kristjánsdóttir, alþingismaður Framsóknar í Norðvesturkjördæmi.

Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 9. febrúar 2023.

Categories
Fréttir Greinar

Leggjumst öll á árarnar

Deila grein

07/02/2023

Leggjumst öll á árarnar

Verðbólga hef­ur markað umræðu um efna­hags­mál á Íslandi um ára­bil og glímdi Ísland lengi við verðbólgu sem mæld­ist langt um­fram það sem tíðkaðist í lönd­um í kring­um okk­ur.

Und­an­far­in 30 ár eða svo náðist að tempra verðbólg­una meðal ann­ars með þjóðarsátt­inni þegar all­ir lögðust á ár­arn­ar og meiri agi náðist í hag­stjórn, rík­is­fjár­mál­um og pen­inga­mál­um. Þótt verðbólg­an væri stund­um um­fram það sem tíðkaðist í ná­granna­lönd­un­um var hún þó ekki langt um­fram.

Á síðasta ári voru verðbólgu­mæl­ing­ar hér þó ekki um­fram ná­granna­lönd­in og var Ísland á fyrri hluta árs­ins yf­ir­leitt í lægri kant­in­um miðað við sam­an­b­urðarlönd okk­ar. Á tíma­bili mæld­ist sam­ræmd vísi­tala neyslu­verðs í Evr­ópu næst­lægst á Íslandi. Mæld­ist vísi­tal­an aðeins neðar í Sviss. Á síðasta ári urðu veru­leg­ar hækk­an­ir á alþjóðamörkuðum sem staf­ar af berg­máli vegna fram­leiðslu­hnökra frá þeim tíma að far­sótt­in stóð sem hæst og skelfi­legu stríði sem ekki hef­ur þekkst í marg­ar kyn­slóðir og skapað það sem kallað hef­ur verið lífs­kjara­kreppa á Vest­ur­lönd­um. Þannig má segja að verðbólga hafi því miður orðið að inn­flutn­ings­vöru, en á sama tíma hafa áfram orðið inn­lend­ar kostnaðar­hækk­an­ir og gengi krón­unn­ar gefið eft­ir. Það er gam­all sann­leik­ur í hag­fræðinni að verðbólga er af hinu illa og kem­ur verst niður á þeim sem viðkvæm­ast­ir eru, bæði þeim sem minnst hafa á milli hand­anna og þeim sem standa frammi fyr­ir fjár­fest­ingu eins og ungt fólk og fjöl­skyldu­fólk að koma sér upp hús­næði.

Á und­an­förn­um miss­er­um hafa stjórn­völd kynnt ýms­ar aðgerðir til þess að draga úr áhrif­um verðbólgu á lífs­kjör viðkvæm­ustu hópa sam­fé­lags­ins. Má þar nefna hækk­un bóta al­manna­trygg­inga, hærri hús­næðis­bæt­ur, sér­stak­an barna­bóta­auka, auk­inn slag­kraft í hús­næðismál og fleira. Í mínu ráðuneyti á sér stað mik­il­væg vinna er snýr að sam­keppn­is- og neyt­enda­mál­um, en heil­brigð sam­keppni er grund­vall­ar­atriði í verðmynd­un. Í þeim mál­um er meðal ann­ars unnið að end­ur­skoðun stofnanaum­gj­arðar sam­keppn­is- og neyt­enda­mála með það að mark­miði að efla slag­kraft í þágu neyt­enda. Fjár­mun­ir hafa verið aukn­ir til Neyt­enda­sam­tak­anna til að efla þeirra ágæta starf í þágu neyt­enda, og á næstu vik­um mun ráðuneyti mitt kynna nýtt verk­efni sem mun stuðla að betri upp­lýs­inga­miðlum um verðlagn­ingu til neyt­enda. Þá skipaði ég vinnu­hóp sem hef­ur það hlut­verk að rýna hagnað bank­anna til að kanna hvort neyt­end­ur hér á landi borgi meira fyr­ir fjár­málaþjón­ustu en neyt­end­ur ann­ars staðar á Norður­lönd­un­um.

Það er gríðarlega mik­il­vægt fyr­ir þjóðfé­lagið að halda verðbólgu í skefj­um og það verk­efni þarf að nálg­ast úr ýms­um átt­um. Ég hef þá trú að ár­ang­ur ná­ist þegar við öll leggj­umst sam­an á ár­arn­ar og róum í sömu átt. Það er til að mynda mik­il­vægt að neyt­end­ur séu á tán­um gagn­vart verðlagn­ingu á vöru og þjón­ustu og fyr­ir­tæki hækki ekki verð um­fram það sem eðli­legt get­ur tal­ist. Slíkt skipt­ir máli fyr­ir lífs­kjör­in í okk­ar góða landi.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, viðskiptaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 7. febrúar 2023.

Categories
Greinar

Tryggjum fæðuöryggi þjóðar

Deila grein

07/02/2023

Tryggjum fæðuöryggi þjóðar

Sjald­an hef­ur fæðuör­yggi skipt okk­ur Íslend­inga meira máli en nú, ófriður í Evr­ópu veg­ur þar þungt í umræðunni, víða eru menn farn­ir að finna fyr­ir vöru­skorti og hækk­andi verði á allri hrávöru.

En hvað þýðir þetta orð, fæðuör­yggi? Þegar talað er um fæðuör­yggi sam­kvæmt skil­grein­ingu mat­vælaráðuneyt­is­ins er átt við að allt fólk, á öll­um tím­um, hafi raun­veru­leg­an og efna­hags­leg­an aðgang að næg­um heil­næm­um og nær­ing­ar­rík­um mat sem full­næg­ir þörf­um þess til að lifa virku og heilsu­sam­legu lífi.

Nú­ver­andi bú­vöru­samn­ing­ar tóku gildi 1. janú­ar 2017. Þeir eru gerðir milli rík­is­ins og Bænda­sam­taka Íslands en þar er fjallað um stjórn á fram­leiðslu búvara og fram­laga til land­búnaðar­ins af hálfu rík­is­ins. Fram­lög á fjár­lög­um vegna bú­vöru­samn­ing­anna í ár hljóða upp á 17,2 milj­arða króna, naut­griparækt fær um 8,4 milj­arða, sauðfjár­rækt 6,2 milj­arða, garðyrkja rúm­an millj­arð og svo erum við með ramma­samn­ing­inn sem hljóðar upp á 1,5 millj­arða króna. Ramma­samn­ing­ur á að taka utan um jarðrækt­ar­styrki og nýliðun svo fátt eitt sé nefnt.

Bú­vöru­samn­ing­arn­ir gilda í 10 ár með tveim­ur end­ur­skoðun­ar­á­kvæðum, fyrst árið 2019 og nú stend­ur þessi síðari end­ur­skoðun fyr­ir dyr­um 2023. Staðreynd­in er sú að krefj­andi tím­ar eru fram und­an í land­búnaði með hækk­un á öll­um aðföng­um til bænda.

Einnig verðum við að horf­ast í augu við þá staðreynd að meðal­ald­ur bænda er um 60 ár og nýliðun lít­il í bænda­stétt­inni. Leggja þarf aukið fé til bú­vöru­samn­inga að mínu mati til að stuðla að til­vist bænda í ís­lensk­um land­búnaði. Einnig þarf að setja aukið fé í ramma­samn­ing­inn og vinna mark­visst að því að hvetja ungt og kraft­mikið fólk til starfa í land­búnaði.

Við vit­um það Íslend­ing­ar að okk­ar kjöt er eitt það besta í heimi; mjög lít­il notk­un sýkla­lyfja, ásamt aðgangi að hreinu og tæru vatni og fæði, trygg­ir gæðin í okk­ar mat­væla­fram­leiðslu.

Ég skora því á sam­flokks­menn mína, þing­menn og ráðherra Fram­sókn­ar­flokks­ins, að beita sér fyr­ir því að þessi end­ur­skoðun bú­vöru­samn­inga tryggi styrk­ari stoð und­ir fæðuör­yggi ís­lensku þjóðar­inn­ar.

Anton Guðmundsson, odd­viti Fram­sókn­ar í Suður­nesja­bæ.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 7. febrúar 2023.

Categories
Greinar

Það er mismunandi heitt

Deila grein

02/02/2023

Það er mismunandi heitt

Byggðastofnun hefur gefið út skýrslu um samanburð á orkukostnaði heimila fyrir síðasta ár. Byggðastofnun hefur áður gefið út slíkar skýrslur og hefur fengið Orkustofnun til að reikna út kostnað á ársgrundvelli, við raforkunotkun og húshitun á sambærilegum fasteignum víða um land.

Það er fátt í þessari skýrslu sem kemur á óvart eða hefur verið dulið varðandi það hve kostnaður er mismunandi eftir landssvæðum og er margt sem skýrir þann mismun.

Húshitun er munaður

Þegar rýnt er í húshitunarkostnað er sem fyrr að munurinn á milli svæða er mun meiri en á raforkuverði. Hann er mikill , miklu meiri en ásættanlegt er. Munurinn á lægsta og hæsta mögulega húshitunarkostnaði er þrefaldur. Þó hefur þessi munur dregist saman m.a. vegna hækkunar niðurgreiðslna á dreif- og flutningskostnaði, aukinnar samkeppni á raforkusölumarkaði og húshitunarkostnaður hefur lækkað umtalsvert þar sem kynt er með rafmagni með tilkomu varmadæla. Margir hafa nýtt sér styrki til að setja upp varmadælur og geta því lækkað hitunarkosnað umtalsvert.

Það sem heldur kemur ekki á óvart er að Vestfirðir tróni á toppi hvað húshitunarkostnað varðar ásamt Grímsey. Gamansagan af Vestfirðingnum sem var nýfluttur suður og greiddi glaður hitaveitureikninginn fyrir allan stigaganginn og þótti vel sloppið á mögulega enn við.

Sameiginleg auðlind

Við tölum oft um að þeir sem nýti auðlindir sjávarins eigi að greiða fyrir þann aðgang. Aðgangur að heitu vatni er auðlindanýting og það hafa ekki allir aðgang að þeirri auðlind. Íslendingar eru lánsamir að hafa aðgang að þessari einstöku auðlind þar sem jarðhitinn er og þegar við hófum orkuskipti í húshitun var það mikil umskipti og nú eru um 90% heimila kynt með jarðhita

Á Vestfjörðum eru kynntar hitaveitur, raforkuöryggi er ótryggt og vegna þess eru þessar hitaveitur oft kynntar með olíu sem eykur kostnað og losun gróðurhúsalofttegunda eykst. Í tillögum starfshóps um raforkumál á Vestfjörðum kom fram að mikilvægt væri að kanna sérstaklega möguleika á aukinni jarðhitanýtingu til húshitunar í fjórðungnum. Heitt vatn er að finna víða í fjórðungnum og hann þarf að nýta betur. Til þess þarf að tryggja fjármagn til jarðhitaleitar þannig að hægt verði að rannsaka til hlítar möguleika á jarðhita við rafkyntar hitaveitur. Það er því sérstaklega jákvætt að í fjárlögum næsta árs má finna 150 m.kr fram til jarðhitaleitarátaks á næsta ári. Hér er um að ræða sérstaklega arðbært verkefni á Vestfjörðum þar sem jákvæð niðurstaða slíkra rannsókna myndi draga úr notkun olíu og raforku við húshitun og þar með draga úr losun vegna olíunotkunar. Raforka er forsenda þess að uppbygging atvinnu, samfélaga og orkuskipta verði á svæðinu. Að auki eykur það jafnræði íbúa á svæðinu gagnvart öðrum íbúum landsins.

Halla Signý Kristjánsdóttir, þingmaður Framsóknar í Norðvesturkjördæmi.

Greinin birtist fyrst á visir.is 2. febrúar 2023.

Categories
Greinar

Heilsa þjóðar

Deila grein

02/02/2023

Heilsa þjóðar

Þeir sem misst hafa heilsuna, tíma­bundið eða um lengri tíma, þekkja vel hversu dýr­mæt heilsan er. Allt annað lendir í öðru sæti þegar fólk lendir í veikindum og lífs­gæði skerðast veru­lega. Geð­raskanir og stoð­kerfis­vanda­mál eru megin­or­sök ör­orku hér á landi og á­skoranir tengdar lífs­stíls­sjúk­dómum vega þungt í þjónustu heil­brigðis­kerfisins. Aukin á­hersla á lýð­heilsu þjóðarinnar er gríðar­lega mikil­vægt skref til fram­tíðar og þar gegna stjórn­völd mikil­vægu hlut­verki.

Ein af þeim leiðum sem Al­þjóða­heil­brigðis­mála­stofnunin og Em­bætti land­læknis hafa bent á til þess að efla lýð­heilsu er inn­leiðing lýð­heilsu­mats. Við inn­leiðingu matsins er skoðað á kerfis­bundinn hátt hvaða á­hrif lög­gjöf og stjórn­valds­á­kvarðanir hafa á heilsu þeirra hópa sem verða fyrir á­hrifum. Gildir þá einu hvort um já­kvæð eða nei­kvæð á­hrif er að ræða. Til­gangurinn er að undir­byggja betri á­kvarðana­töku og eftir at­vikum bregðast við með mót­vægis­að­gerðum. Það er því grund­vallar­for­senda að stjórn­völd vinni að því mark­miði með öllum þeim kerfum sem ein­kenna vel­ferðar­ríki. Lög­gjöf hefur haft ó­um­deilan­leg á­hrif á heilsu þjóðarinnar í gegnum tíðina. Í lýð­heilsu­stefnu til 2030 er sér­stak­lega tekið fram að stjórn­völdum beri að hafa lýð­heilsu að leiðar­ljósi við alla á­ætlana­gerð og stefnu­mótun. Inn­leiðingin verður því að vera mark­viss rétt eins og á við um kostnaðar­mat eða mat á á­hrifum á jafn­rétti, svo eitt­hvað sé nefnt.

Á haust­þingi lagði ég fram þings­á­lyktunar­til­lögu þess efnis að ríkis­stjórninni yrði falið að hefja vinnu við að festa í sessi lýð­heilsu­mat hér á landi. Lagt er til að skipaður verði sér­fræði­hópur með þátt­töku fagráðu­neyta, fræða­sam­fé­lags og Em­bættis land­læknis sem síðan legði til leiðir sem tryggja rýni allra frum­varpa sem lögð eru fyrir Al­þingi út frá á­hrifum þeirra á lýð­heilsu þjóðarinnar. Nær­tækast er að horfa til Finn­lands í þessum efnum þar sem Finnar hafa sett sér slíkar á­herslur.

Heilsa okkar er undir­staða lífs­gæða og heilsan verður aldrei metin til fjár. Festum því lýð­heilsu­mat í sessi sem eitt skref í átt að bættri lýð­heilsu hér á landi.

Jóhann Friðrik Friðriksson, alþingismaður Framsóknar.

Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. febrúar 2023.

Categories
Greinar

Stuðningur við börn sem verða fyrireða beita ofbeldi

Deila grein

01/02/2023

Stuðningur við börn sem verða fyrireða beita ofbeldi

Í haust bárust fréttir af ofbeldi og einelti meðal barna, því miður er ekki um einsdæmi að ræða, það eru til börn sem beita ofbeldi og þá eru börn sem verða fyrir ofbeldi. Um er að ræða samfélagslegt mein sem mikilvægt er að uppræta með öllum tiltækum ráðum. Ekki eru vísbendingar um að börn sem beita ofbeldi í barnæsku verði ofbeldisfull þegar þau verða eldri. Þörf er á að grípa inn í ofbeldi barna ásamt því að leita allra leiða til þess að stöðva ofbeldi í samfélaginu á öllum stigum.

Aukin áhersla á að leysa vanda

Lengi hefur aðaláherslan verið á að veita þeim sem verður fyrir ofbeldi aðstoð. Það er vissulega nauðsynlegt enda er það gríðarlegt áfall að verða fyrir ofbeldi. Þá er það engu að síður mikilvægt að veita viðeigandi fræðslu og stuðning til þeirra sem beita ofbeldi. Þeir sem beita ofbeldi eiga oft og tíðum við einhvern vanda að stríða og því er mikilvægt að þeir einstaklingar fái rétta leiðsögn og stuðning út í lífið. Með öðrum orðum, það er jafn mikilvægt að aðstoða þá sem beita ofbeldi og þá sem verða fyrir ofbeldi.

Samningur við VERU

Ofbeldi barna er enn aðeins lítill hluti mála sem skila sér til lögreglu og barnaverndar. Því miður hefur allt of lengi verið litið á ofbeldi barna sem vandamál sem hægt er að leysa heima fyrir en sem betur fer eru tímarnir að breytast. Fyrir áramót undirritaði Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, samning til styrktar VERU, úrræðis Foreldrahúss fyrir börn í áhættuhegðun. Samningurinn snýr að stuðningi við börn sem eru þolendur ofbeldis eða sem beita ofbeldi. VERA er heildstætt langtíma meðferðarúrræði fyrir unglinga í fikti og neyslu sem rekin eru af Vímulausri æsku, en samtökin stofnuðu Foreldrahús árið 1999 og kjarnastarfsemi þess er ráðgjöf, meðferð og fræðsla. Í Foreldrahúsi er starfrækt fjölskylduráðgjöf, foreldrahópar og foreldranámskeið, sjálfstyrkingarnámskeið fyrir börn og unglinga og stuðningsmeðferð fyrir ungmenni í vímuefnavanda.

Mikilvægi forvarna

Þessi samningur sem gerður var við VERU er stórt og mikilvægt skref í áttinni að því að bæta líðan barnanna okkar. Hér er um að ræða lið í aðgerðum stjórnvalda til að sporna gegn ofbeldi og samþætta þjónustu í þágu farsældar barna. Markmið stjórnvalda gegn ofbeldi er meðal annars að koma á markvissri fræðslu og forvörnum gegn hvers konar ofbeldi, einkum í skólakerfinu, á íþrótta- og æskulýðsvettvanginum, á vinnustöðum og í stafrænum heimi. En mikilvægt er að allar aðgerðir sem lúta að réttindum barna og vernd þeirra gegn ofbeldi taki sérstaklega til forvarna og fræðslu.

Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, þingmaður Framsóknar.

Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. febrúar 2023.

Categories
Fréttir Greinar

Ásýnd Íslands og sérstaða

Deila grein

01/02/2023

Ásýnd Íslands og sérstaða

Milljónir manna um allan heim dreymir um að ferðast til Íslands. Orðspor landsins hefur dreifst um allar heimsálfur og er náttúra landsins og menningarminjar eitt helsta aðdráttarafl ferðaþjónustunnar. Ferðamönnum hefur fjölgað hratt síðustu árin og ferðaþjónustan hefur náð þeim stað að verða ein af okkar stærstu atvinnugreinum. Þá er Ísland í þeirri stöðu umfram margar aðrar þjóðir að ferðaþjónustan er aftur komin á fullt skrið eftir heimsfaraldur. Því má meðal annars þakka aðgerðum stjórnvalda við heimsfaraldri Covid-19 en einnig seiglu og dugnaði þeirra fyrirtækja og starfsmanna sem hér starfa. Ferðaþjónusta á Íslandi hefur öll tækifæri til þess að halda áfram að vaxa og dafna en aðeins ef rétt er staðið að málum.

En hvað með íslenskuna?

Í allri umræðu um náttúru landsins og uppbyggingu ferðamannastaða megum við þó ekki gleyma einu af okkar aðalsmerkjum, íslenskunni, en Ísland er áhugavert land m.a. vegna hennar. Ef við glötum íslenskunni mun bæði hljómur og ásýnd landsins breytast. Því miður hefur það verið tilhneiging síðustu ár að enskan hafi tekið yfir sem tungumál ferðaþjónustunnar. Æ fleiri fyrirtæki bera ensk nöfn og enskuvæðing á skiltum víðs vegar um land er orðin mjög áberandi. Hér þarf sameiginlegt átak stjórnvalda, sveitarfélaga og ferðaþjónustuaðila til að færa þróunina til betri vegar. Leyfum ferðamönnum að sjá og lesa íslenskuna, það er upplifun til jafns við náttúru og menningu landsins.

Trú á verkefnum og fjárfestingar

Víða um land er kallað eftir aukinni fjárfestingu, sér í lagi á landsbyggðinni. Á sama tíma er takmarkað aðgengi að lánveitingum til fjárfestinga í ferðaþjónustu, sem er áhyggjuefni og mikilvægt að bregðast við með einhverjum hætti. Þörf er á gistirýmum í hærri gæðum og seglum á svæði, t.d. fyrir austan og vestan og ljóst er að ekki er hægt að ráðast í slíkt án fjármagns. Fjárfestar verða að hafa trú á v verkefnum og því þarf að tryggja með betri hætti nýtingu um allt land, allt árið um kring.

Gjaldtaka

Þá kallar fjölgun ferðamanna á aðgerðir af okkar hálfu, sér í lagi ef við ætlum að ná markmiðum okkar um ferðaþjónustu á landsbyggðinni allt árið um kring. Framlög til ferðaþjónustunnar eru ekki há í samanburði við margar aðrar greinar, þrátt fyrir að hér sé um að ræða eina af okkar mikilvægustu atvinnugreinum. Við þurfum að gæta þess að náttúra landsins, auðlind ferðaþjónustunnar, verði ekki fyrir of miklum ágangi og tapi þannig sérstöðu sinni. Það er því óumflýjanlegt, ef við ætlum að byggja hér upp af meiri gæðum til framtíðar, að taka umræðu um gjaldtöku í ferðaþjónustu af meiri festu. Á sama tíma er þó mikilvægt að gera það í samráði við alla hagaðila og gæta þess að ferðaþjónustan hafi gott svigrúm til þess að koma auknum gjöldum inn í verðskrár enda eru þær ákvarðaðar langt fram í tímann. Með góðum innviðum og áhugaverðum seglum bætum við sérstöðu okkar og um leið sérstöðu landsins. Þannig tryggjum við betur ásýnd og framtíð ferðaþjónustu á Íslandi.

Ingibjörg Isaksen, fyrsti þingmaður Norðausturkjördæmis og þingflokksformaður Framsóknar.

Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. febrúar 2023.

Categories
Greinar

160 prósent fjölgun útskrifaðra kennara

Deila grein

30/01/2023

160 prósent fjölgun útskrifaðra kennara

Þegar ég gekk inn í mennta- og menn­ing­ar­málaráðuneytið í des­em­ber­mánuði 2017 blasti við að öllu óbreyttu yf­ir­vof­andi kenn­ara­skort­ur á Íslandi, en al­gjört hrun hafði orðið í braut­skrán­ing­um frá 2008; 80% í leik­skóla­kenn­ara­námi og 67% í grunn­skóla­kenn­ara­námi.

Sam­fé­lag án kenn­ara er ekki sam­keppn­is­hæft enda er kenn­ara­starfið mik­il­væg­asta starf sam­fé­lags­ins þar sem það legg­ur grunn­inn að öll­um öðrum störf­um. Kenn­ar­ar hafa leikið stórt hlut­verk í lífi okk­ar allra þar sem fyrstu tveir ára­tug­ir hverj­ar mann­eskju fara að tals­verðum hluta fram í kennslu­stofu. Við mun­um öll eft­ir kenn­ur­um sem höfðu mik­il áhrif á okk­ur sem ein­stak­linga, námsval og líðan í skóla. Góður kenn­ari skipt­ir sköp­um. Góður kenn­ari mót­ar framtíðina. Góður kenn­ari dýpk­ar skiln­ing á mál­efn­um og fær nem­andann til að hugsa af­stætt í leit að lausn­um á viðfangs­efn­um. Góður kenn­ari opn­ar augu nem­enda fyr­ir nýj­um hlut­um, hjálp­ar þeim áfram á beinu braut­inni og stend­ur við bakið á þeim sem þurfa á því að halda.

Það var því ekk­ert mik­il­væg­ara en að snúa þess­ari nei­kvæðu þróun við, tak­ast á við yf­ir­vof­andi kenn­ara­skort og sækja fram af full­um krafti fyr­ir kenn­ara­starfið. Strax í byrj­un síðasta kjör­tíma­bils var málið sett í for­gang í þáver­andi mennta- og menn­ing­ar­málaráðuneyti og voru aðgerðir kynnt­ar á fyrsta árs­fjórðungi 2019. Þær fólu í sér:

Launað starfs­nám fyr­ir nem­end­ur á loka­ári meist­ara­náms til kennslu­rétt­inda á leik- og grunn­skóla­stigi.

Náms­styrk til nem­enda á loka­ári meist­ara­náms til kennslu­rétt­inda á leik- og grunn­skóla­stigi til að auðvelda nem­end­um að sinna loka­verk­efn­um sín­um sam­hliða launuðu starfs­námi og skapa hvata til þess að nem­end­ur klári nám sitt á til­sett­um tíma.

Styrki til starf­andi kenn­ara til náms í starfstengdri leiðsögn til að fjölga kenn­ur­um í ís­lensk­um skól­um sem hafa þekk­ingu á mót­töku nýliða í kennslu.

Sam­hliða var kenn­ara­frum­varp lagt fram og samþykkt af Alþingi til að leiða til meiri sveigj­an­leika og flæðis kenn­ara milli skóla­stiga til þess að auka starfs­mögu­leika þeirra.

Ég er stolt og glöð nú fjór­um árum síðar að sjá frétt­ir þess efn­is að út­skrifuðum kenn­ur­um hafi fjölgað um 160% sé miðað við meðaltal ár­anna 2015-2019 sem var 174. 454 út­skrifuðust sem kenn­ar­ar árið 2022!

Þetta er stór­sig­ur fyr­ir sam­fé­lagið okk­ar og hefði aldrei tek­ist nema fyr­ir frá­bæra sam­vinnu mennta­mála­yf­ir­valda, Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga, Kenn­ara­sam­bands Íslands, Há­skól­ans á Ak­ur­eyri, Menntavís­inda­sviðs Há­skóla Íslands, Lista­há­skóla Íslands, Sam­taka iðnaðar­ins og sam­tak­anna Heim­ili og skóli.

Þetta sýn­ir svart á hvítu að aðgerðir dags­ins í dag skipta sköp­um fyr­ir framtíðina og það er vel hægt að tak­ast vel á við stór­ar áskor­an­ir á til­tölu­lega stutt­um tíma þegar all­ir róa í sömu átt með sam­vinn­una að leiðarljósi.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra, vara­formaður Fram­sókn­ar og fv. mennta­málaráðherra.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 28. janúar 2023.