Stjórn Framsóknarfélags Garðabæjar hefur boðað til aðalfundar, Bjarnastöðum á Álftanesi, miðvikudaginn 5. október kl. 20:00.
Dagskrá fundar eru hefðbundinn aðalfundarstörf.
22/09/2022
Aðalfundur Framsóknar í GarðabæStjórn Framsóknarfélags Garðabæjar hefur boðað til aðalfundar, Bjarnastöðum á Álftanesi, miðvikudaginn 5. október kl. 20:00.
Dagskrá fundar eru hefðbundinn aðalfundarstörf.
22/09/2022
Tryggjum afhendingaröryggi raforku um land alltSigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, mælti á Alþingi í gær fyrir frumvarpi um breytingu á skipulagslögum (nr. 123/2010) og ákvæðum þeirra sem snúa að uppbyggingu innviða.
Breytingar í frumvarpinu eru gerðar í samræmi við tillögur átakshóps sem skipaður var eftir fárviðrið sem gekk yfir landið í desember 2019. Breytingarnar styðja við þau áform stjórnvalda að treysta betur flutnings- og dreifikerfi raforku í landinu, tengja betur lykilsvæði og tryggja afhendingaröryggi raforku um land allt. Slíkar breytingar eru m.a. í takt við áherslu ríkisstjórnarinnar um uppbyggingu flutningskerfis raforku og græna orkuframleiðslu, sér í lagi í tengslum við orkuskipti.

Í frumvarpinu eru lagðar til breytingar á skipulagslögum í tengslum við uppbyggingu flutningskerfis raforku, þegar um er að ræða framkvæmdir í flutningskerfi raforku sem ná yfir fleiri en eitt sveitarfélag. Lagt er til að lögfest verði heimild til að taka sameiginlega skipulagsákvörðun sem nái til einnar framkvæmdar í flutningskerfi raforku sem er áformuð í tveimur eða fleiri sveitarfélögum, þvert á sveitarfélagamörk.
Slík sameiginleg skipulagsákvörðun verði í höndum sérstakrar raflínunefndar sem skipuð verði fulltrúum allra sveitarfélaga sem viðkomandi skipulagsákvörðun nái til. Í slíkri nefnd muni einnig eiga sæti fulltrúi Skipulagsstofnunar til að tryggja fagþekkingu, bæði gagnvart skipulagsgerð og mati á umhverfisáhrifum.
Gert er ráð fyrir að framkvæmdaraðili hafi frumkvæði að því að ráðherra skipi slíka nefnd. Beiðni framkvæmdaraðila skal koma fram á undirbúningsstigi framkvæmdar og áður en formlegt ferli samkvæmt lögum um umhverfismat framkvæmda og áætlana er hafið.
„Framkvæmdir af þessu tagi geta við núgildandi löggjöf kallað á breytingar á aðalskipulagi og útgáfu framkvæmdaleyfis frá hverju sveitarfélagi fyrir sig. Ef svæðisskipulag er til staðar kann einnig að þurfa að gera breytingar á því með aðkomu allra þeirra sveitarfélaga sem aðild eiga að því. Þannig er aukin skilvirkni í því að heimila töku einnar sameiginlegrar skipulagsákvörðunar fyrir framkvæmd af þessu tagi,“ sagði Sigurður Ingi þegar hann mælti fyrir frumvarpinu á Alþingi.
Fréttin birtist fyrst á stjornarradid.is 22. september 2022.
Forsíðumynd: Sigtryggur
Mynd: Stjórnarráðið
21/09/2022
Framsókn á Fundi fólksinsFundur fólksins fór fram 16. – 17. september síðastliðinn. Tilgangur fundarins er að skapa vettvang fyrir samtal milli almennings, stjórnmálafólks og frjálsra félagasamtaka. Markmið fundarins er að skapa aukið traust og meiri skilning á milli ólíkra aðila í samfélaginu.

Framsókn tók þátt í fundinum og stýrði Unnur Þöll Benedikstdóttir, formaður SUF (Samband ungra Framsóknarmanna) og varaborgarfulltrúi málstofu í samstarfi við Hafdísi Hrönn Hafsteinsdóttur, þingmanns og Magneu Gná Jóhannsdóttur, borgarfulltrúa. Erindi málstofunnar var ,,Þátttaka ungs fólks í stjórnmálum”. SUF sá var einnig með kynningarbás á fundinum og kynntu þau öflugt starf ungra í Framsókn. Framsókn er stolt af unga fólkinu í starfinu, rödd þeirra skiptir máli.
Á heimasíðu fundarins segir meðal annars:
Fundur fólksins er sjálfstæð hátíð og ekki tengd neinum hagsmunaöflum á Íslandi eða annnars staðar.
Lýðræðishátíðin Fundur fólksins var fyrst haldin í Norræna húsinu í júní 2015 að fyrirmynd annarra Norðurlanda, sem hafa haldið sambærilega fundi; á Borgundarhólmi (Danmörk), í Arendal (Noregur) og í Almedalen (Svíþjóð). Gestir þessara funda í nágrannalöndunum telja að öllum jafnaði tugi þúsunda og þar er að finna afar umfangsmikla þátttöku frjálsra félagasamtaka, stofnana, stjórnmálamanna og fjölmiðlafólks, fyrirtækja auk almennra borgara.
Nokkur félagasamtök komu strax í upphafi að undirbúningi fundarins, þ.á.m. Almannaheill. Ári síðar tók Almannaheill hátíðina að sér með fjárhagsstyrk frá félagsmálaráðuneytinu og Reykjavíkurborg ásamt stuðningi frá Norræna húsinu. Árið 2017 var hátíðin flutt til Akureyrar með samningi Almannaheilla við Menningarfélag Akureyrar, þar sem hátíðin var haldin undir nafninu LÝSA – Rokkhátíð samtalsins í Menningarhúsinu Hofi. Stefnt er að því að Fundur fólksins verði haldinn í Reykjavík næstu ár, með stuðningi Reykjavíkurborgar, félagsmálaráðuneytisins og annarra samstarfsaðila.
21/09/2022
Lilja hringdi bjöllunni þegar Ísland færðist upp um gæðaflokkLilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, hringdi kauphallarbjöllunni í morgun þegar íslenski hlutabréfamarkaðurinn færðist upp um gæðaflokk hjá alþjóðlega vísitölufyrirtækinu FTSE Russell. Kauphöllin fagnaði áfanganum með bjölluathöfn.Við opnun markaða í morgun færðist Ísland upp um gæðaflokk hjá vísitölufyrirtækinu FTSE Russell í flokk nýmarkaðsríkja (e. Secondary Emerging markets). Lilja, Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður efnahags- og viðskiptanefndar og Magnús Harðarson, forstjóri Nasdaq Iceland hringdu af því tilefni fyrstu viðskipti dagsins inn við athöfn í Kauphöllinni
Í dag, 19. September 2022, tók nýja flokkunin gildi en Ísland er þá í flokki nýmarkaðsríkja (e. Secondary Emerging Markets) hjá FTSE Russell. Búast má við því að með þessari flokkun Íslands verði hægt að greiða fyrir innflæði verulegs fjármagns inn í íslenskt efnahagslíf sem getur stutt við fjármögnunarmöguleika skráðra fyrirtækja.
,,Breið þátttaka almennings í hluta- og skuldabréfamörkuðum styður við fjárfestingar í innviðum, nýsköpun og tækniframförum. Það er því ánægjulegt að sjá þessa hækkun á milli fjárfestingaflokka hér í Kauphöllinni. Legg þó áherslu á að sígandi lukka er best og að innflæði beinnar erlendar fjárfestingar aukist jafnt og þétt,” segir Lilja.
Menningar- og viðskiptaráðherra lagði áherslu á mikilvægi fjárfestinga í samfélögum, sem einn helsta drifkraftinn í framförum. Fjárfestingastig þjóða segir mikið til um hvernig framtíðin lítur út og því þurfum við alltaf að vera á táum að fjárfest sé næginlega í meðal annars innviðum, menntun og hátækni.
15 félög fá öll sæti í vísitölunni í dag, en Ísland verður tekið inn í þremur skrefum. Fyrsta skrefið var tekið í morgun, þriðjungur af væginu verður tekið inn í desember og lokaþriðjungurinn í mars.
Fréttin birtist fyrst á stjornarradid.is 19. september 2022.
Mynd: Stjórnarráðið
20/09/2022
Hauststarf Framsóknarfélags Akureyrar og nágrennisHauststarf Framsóknarfélags Akueyrar og nágrennis hófst af fullum krafti síðastliðinn laugardag með opnu húsi í sal Fjölsmiðjunnar að Furuvöllum. Gestir fundarins voru bæjarfulltrúar Framsóknar þau Sunna Hlín Jóhannesdóttir og Gunnar Már Gunnarsson.
Opin hús verða á laugardögum, 1. okt., 15. okt., og 29. okt. frá kl. 11:30 – 13:00.
Bæjarmálafundir verða haldnir á mánudagana 3. okt., 17. okt., og 31. okt. kl. 20:00.
Nánari dagskrá og upplýsingar um gesti og staðsetningu funda verða birtar á Facebooksíðu félagsins og heimasíðu Framsóknar.
20/09/2022
30 einbýla hjúkrunarheimili við Skjólgarð,,Það var sannkölluð þjóðhátíðar stemming á Höfn í Hornafirði í gær…” Sagði Willum Þór Þórsson, heilbriðgisráðherra við fyrstu skóflustungu að nýju hjúkrunarheimili við Skjólgarð.

Hið nýja heimili verður með 30 einbýlum auk þess sem öll aðstaða í núverandi húsnæði verður bætt til muna.

Nú hefur verið skrifað undir samkomulag við verktakafyrirtækið og munu framkvæmdir hefjast innan skamms.
20/09/2022
Námskeið fyrir foreldra barna með ADHDFjölmargir einstaklingar glíma við ofvirkni og athyglisbrest, sem oft er kallað ADHD (e. Attention Deficit Hyperactivity Disorder) í daglegu tali. Einkenni ADHD skjóta almennt upp kollinum snemma á æviskeiði einstaklings, þ.e. kringum 7 ára aldur, og getur haft áhrif á alla fasa lífsins t.d. í námi, í vinnu og í félagslegum samskiptum. Rannsóknir sýna að allt að eitt af hverjum tíu börnum glímir við ADHD, sem þýðir að í 20-30 manna kennslutíma eru líklega um 2-3 einstaklingar með ADHD.
Uppeldi barna með ADHD getur reynst frábrugðið uppeldi barna án ADHD. Foreldrar þurfa að aðlaga sig að aðstæðum, upplifunum og einkennum ADHD, sem getur leitt til þess að foreldrar eru óvissir um hvaða skref þeir eigi að stíga næst í uppeldinu. Flestir kynna sér ADHD ítarlega og allt sem hún felur í sér. Það hefur oft gefið góða raun, en foreldrar barna með ADHD eru þó allflestir á sama máli. Þeir vilja læra meira sem getur aðstoðað þá við uppeldið og börnum þeirra við komast gegnum nám og vinnu ásamt því að auka félagslega færni þeirra.
Á síðustu árum hafa verið sett á laggirnar námskeið sem bjóða upp á fræðslu og þjálfun fyrir foreldra barna með ADHD og gerðar hafa verið rannsóknir á gagnsemi þeirra fyrir foreldra og börn. Á þeim námskeiðum sitja foreldrar fyrirlestra, fá lesefni og gera verkefni sem tengjast uppeldi barna með ADHD. Námskeið sem þessi hafa verið talin árangursrík. Foreldrar hafa almennt veitt námskeiðunum jákvæða umsögn þar sem þeir telja námskeiðin hafa hjálpað þeim og börnunum. Rannsakendur og foreldrar töldu námskeiðin hafa haft jákvæð áhrif á námshæfileika og félagslega færni barnanna ásamt því að auka þekkingu og skilning foreldrana á ADHD.
Hér á landi eru mikil tækifæri til staðar með setningu slíkra námskeiða. Einnig er nauðsynlegt að slík námskeið verði aðgengileg öllum foreldrum og/eða forráðamönnum barna með ADHD óháð efnahag, og því er talið að seta á námskeiði eigi að bjóðast þeim að kostnaðarlausu. Við eigum að hafa það að markmiði að einstaklingar með ADHD eigi auðveldara með alla fasa daglegs lífs ásamt því að byggja frekari skilning og þekkingu á ADHD, sem margir Íslendingar, bæði ungir sem aldnir, glíma við í dag.
Á næstu dögum mun undirrituð leggja fram tillögu til þingsályktunar á Alþingi um aukna fræðslu og þjálfun foreldra barna með ADHD. Það er mín von að ályktunin verði samþykkt og ríkisstjórnin hefji strax vinnu að setningu slíkra námskeiða hér á landi, sem standi foreldrum og forráðamönnum barna með ADHD til boða þeim að kostnaðarlausu og með markvissum hætti. Það er mikilvægt að við hugum að því hvernig við ætlum að gefa foreldrum barna með ADHD aukin verkfæri og aukið sjálfstraust til að leiðbeina börnunum í gegnum lífið. Því það að vera með ADHD getur verið ofurkraftur ef við sköpum börnum réttar aðstæður bæði heima og í skólakerfinu.
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, þingmaður Framsóknar
Greinin birtist fyrst á visir.is 20. september 2022.
19/09/2022
Móðurmál – samtök um tvítyngi fá styrkMennta- og barnamálaráðuneytið hefur styrkt samtökin Móðurmál um 15 milljónir króna. Styrkurinn er liður í aðgerðum stjórnvalda vegna barna á flótta og barna af erlendum uppruna.
Móðurmál eru samtök um tvítyngi sem kenna móðurmál önnur en íslensku, styðja við og taka þátt í rannsóknum á virku tvítyngi í samfélaginu. Þau hafa boðið upp á kennslu fyrir fjöltyngd börn á yfir 20 tungumálum frá árinu 1994.

Fyrr í vikunni lauk mennta- og barnamálaráðuneytið úthlutun styrkja til sveitarfélaga vegna móttöku barna á flótta. Stuðningurinn var veittur tímabundið til að styðja við fjölbreytt tómstunda- og menntunarúrræði fyrir börnin og undirbúning skólastarfs í haust.
Leiðarvísir um stuðning við móðurmál og virkt fjöltyngi í skóla- og frístundastarfi.
Fréttin birtist fyrst á stjornarradid.is 16. september 2022.
Mynd: Stjórnarráðið
19/09/2022
Áfram gakk!Í nýju menningar- og viðskiptaráðuneyti er lögð áhersla á að skapa menningarstarfi, viðskiptalífi og ferðaþjónustu umhverfi sem stuðlar að velsæld og verðmætasköpun fyrir samfélagið. Það eru mörg sóknarfæri í samlegð þessara þriggja stoða en alls er framlag þeirra um 40% til landsframleiðslu. Tugþúsundir starfa við greinarnar sem fléttast saman með ýmsu móti en ekki síst auka aðdráttarafl Íslands og auðga samfélagið okkar. Við viljum hámarka þau áhrif á sama tíma og við stöndum vörð um sérstöðu hverrar greinar. Virk samkeppni, traustur fjármálamarkaður og markviss neytendavernd er forsenda heilbrigðs atvinnulífs og styður við samkeppnishæfni Íslands. Í fjárlögum fyrir árið 2023 eru áætlaðir rúmir 28,8 milljarðar til málefnasviða ráðuneytisins og er það aukning um 6% milli ára. Þá hafa framlögin hækkað um tæpa 10 milljarða frá árinu 2017.
Á síðasta kjörtímabili var lagt af stað í þá vegferð að stórefla menningu og listir. Á síðustu árum hafa framlög til málaflokksins aukist verulega eða úr 10,7 milljörðum árið 2017 í 17,7 milljarða með þessu fjárlagafrumvarpi. Unnið hefur verið að stefnumótun til framtíðar á sviðum skapandi greina í góðri samvinnu við grasrótina. Og við erum hvergi nærri hætt.
Meðal áhersluverkefna komandi árs er stofnun tónlistarmiðstöðvar ásamt gerð tónlistarstefnu, hönnunarstefnu, myndlistarstefnu og eflingu sviðslista. Áfram er unnið eftir framsækinni kvikmyndastefnu til 2030. Nýlega voru endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar hækkaðar úr 25% í 35% fyrir stærri verkefni og fyrirhugaðar eru breytingar á lögum um kvikmyndasjóð. Rúmum milljarði hefur þegar verið varið í nýja kvikmyndastefnu á síðustu tveimur árum. Þá er lögð áhersla á varðveislu, aðgengi og miðlun menningararfs þjóðarinnar með því að styðja við höfuðsöfnin okkar og blómlegt safnastarf um allt land.
Það er gríðarlega mikilvægt fyrir okkur sem þjóð að hlúa vel að tungumálinu okkar en ekki síður táknmálinu. Markmiðið er að tryggja íslenskunni sess í stafrænum heimi með áframhaldandi fjárfestingu í máltækni.
Þeir fjármunir sem voru settir í stuðningsaðgerðir stjórnvalda í faraldrinum lögðu grunn að kröftugri viðspyrnu ferðaþjónustunnar. Ferðaþjónustan hefur að nýju náð að verða burðarás í gjaldeyrissköpun þjóðarinnar, stuðlað að stöðugra gengi krónunnar og auknum lífsgæðum fólksins í landinu. Okkar hlutverk er að tryggja að svo verði áfram. Helstu áskoranir og tækifæri á næsta ári felast í gerð aðgerðaáætlunar á grunni framtíðarsýnar íslenskrar ferðaþjónustu til 2030 með sjálfbærni að leiðarljósi og í góðri samvinnu við greinina og heimafólk.
Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar-, viðskipta- og ferðamálaráðherra og varaformaður Framsóknar.
Greinin birtist fyrst á mbl.is 17. september 2022.
19/09/2022
22. Kjördæmisþing Framsóknar í Suðvesturkjördæmi22. kjördæmisþing Framsóknarmanna í Suðvesturkjördæmi verður haldið þann 22. október 2022 í Bæjarlind 14-16 Kópavogi og hefst kl. 13:00.
Dagskrá samkv. samþykktum KFSV og þinggjald er 3000 kr.
Úr lögum flokksins um kjördæmissambönd:
4.3.
Á kjördæmaþingum eiga sæti a.m.k. með atkvæðisrétt:
a) Að lágmarki einn fulltrúi fyrir hverja byrjaða 10 félagsmenn hvers aðildarfélags í kjördæminu. Þó aldrei færri en einn fulltrúi úr hverju sveitarfélagi á félagssvæðinu. Jafnmargir varamenn skulu kjörnir. Fulltrúatala einstakra aðildarfélaga skal miðast við félagaskrá eins og hún liggur fyrir á skrifstofu flokksins 30 dögum fyrir kjördæmisþing, þó að teknu tilliti til gr. 2.4.
b) Aðalmenn í stjórn hlutaðeigandi kjördæmissambands.
c) Aðalmenn í miðstjórn Framsóknarflokksins sem eiga lögheimili í kjördæminu.
Enn fremur skulu allir félagsmenn í kjördæminu hafa rétt til að sækja kjördæmisþing með málfrelsi og tillögurétt. Eigi síðar en 15 dögum fyrir kjördæmisþing skal stjórn kjördæmissambands skipa starfsnefnd sem tekur á móti tillögum um frambjóðendur sem kosið verður um til trúnaðarstarfa.