Framsókn í Norðurþingi býður upp á hinn marg rómaða Framsóknargrautu og grænu sósuna í Kíwanissalnum, laugardaginn 10. desember kl. 11:00.
Öll velkomin og sérstakur gestur er Ingibjörg Isaksen, fyrsti þingmaður kjördæmisins og þingflokksformaður.
07/12/2022
Hinn rómaði FramsóknargrauturFramsókn í Norðurþingi býður upp á hinn marg rómaða Framsóknargrautu og grænu sósuna í Kíwanissalnum, laugardaginn 10. desember kl. 11:00.
Öll velkomin og sérstakur gestur er Ingibjörg Isaksen, fyrsti þingmaður kjördæmisins og þingflokksformaður.
06/12/2022
Fyrirspurn til matvælaráðherraEftir samtal við bændur lagði Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknar og fyrsti þingmaður norðausturkjördæmis eftirfarandi spurningar, vegna greiðslumarks sauðfjárbænda, til matvælaráðherra:
Spurningar í fyrirspurninni eru eftirfarandi:
1. Hyggst ráðherra trappa niður greiðslumark til sauðfjárbænda fyrir endurskoðun samninga við þá?
2. Ef svo er. Hver eru helstu rökin fyrir því að trappa niður greiðslumark þegar stutt er í endurskoðun samninganna?
3. Getur framkvæmdanefnd búvörusamninga komið til móts við ofangreinda niðurtröppun með vísun í 2. mgr. 7. gr. reglugerðar um stuðning við sauðfjárrækt nr. 144/2022?
Fyrirspurnir Ingibjargar voru lagðar fram 5. desember 2022.
06/12/2022
Skýr skref í þágu löggæslunnarVið höfum öll orðin vör við aukna hörku og breyttar aðstæður í glæpastarfsemi á Íslandi. Síðustu vikur hafa fregnir af hrottalegum árásum og auknum umsvifum glæpasamtaka verið daglegt brauð. Lögreglan gerir allt sem hún getur með þann mannafla og þá tækni sem hún hefur í höndum sér, en þó sjáum við íbúa óttaslegna við þróun skipulagðrar glæpastarfsemi hér á landi. Með stöðugri þróun glæpasamtaka, t.d. með aukinni notkun internetisins, hefur reynst sífellt erfiðara að rannsaka starfsemi þeirra og fara í viðeigandi aðgerðir. Það er öllum ljóst að taka þurfi á þessum málaflokki af krafti og styðja löggæsluna í sínum viðbrögðum við nýjan veruleika. Til þess að halda uppi reglu og koma í veg fyrir glæpi þarf að stíga ákveðin skref í rannsóknum, greiningum og viðbrögðum.
Allir fasar löggæslunnar eru komnir að þolmörkum. Lögreglustjórar hafa þurft að hagræða hverri krónu, lögreglan er undirmönnuð og fangelsin þarfnast umbótunar. Verkefnin eru fjölmörg og við þurfum að klára þau svo að hægt sé að bregðast við breyttum aðstæðum af ákveðni. Ríkisstjórnin hefur brugðist við þessu með auknum fjárveitingum til almennrar löggæslu, Landhelgisgæslunnar og fangelsanna. Með auknum fjárveitingum geta viðbragðsaðilar okkar og rannsakendur verið betur í stakk búnir til að mæta sífellt flóknari verkefnum.
Ríkisstjórnin hyggst auka fjárframlög um 2,5 milljarða króna frá því sem upphaflega var áætlað. Af þessu eiga 900 milljónir króna að fara í aukið öryggi, aukinn viðbragðstíma og málsmeðferðarhraða og 500 milljónir í sérstakar aðgerðir gegn skipulagðri glæpastarfsemi. Þetta eru skýr skilaboð frá ríkisstjórninni að styðja skuli við löggæslu landsins. Slíkur stuðningur við löggæsluna hefur ekki sést í langan tíma, marga áratugi, og gerir okkur kleift að bregðast við ástandinu í dag af krafti.
Ásamt þessu mun lögreglan geta unnið enn frekar í þágu forvarna. Oft er horft fram hjá mikilvægi forvarnarstarfs lögreglunnar, en bestu aðgerðirnar eru fyrirbyggjandi aðgerðir. Með öflugu forvarnarstarfi er hægt að koma í veg fyrir að ungmenni taki ranga beygju á lífsleiðinni. Það er ungmennum og samfélaginu í heild til hagsbóta.
Undirrituð fagnar því að efla skuli löggæslu landsins og tryggja það að við Íslendingar búum í enn öruggara landi.
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, þingmaður Framsóknar.
Greinin birtist fyrst á visir.is 6. desember 2022.
05/12/2022
Opinn fundur með Ásmundi Einar og Stefáni VagniOpinn fundur með Ásmundi Einar Daðasyni, mennta og barnamálaráðherra og Stefáni Vagni Stefánssyni, fyrsta þingmanni Norðvesturkjördæmis á Kaffi Króki Sauðárkróki, mánudaginn 5. desember kl. 20:00.
05/12/2022
Jólafundur Framsóknar í Húnaþingi vestraFramsókn í Húnaþingi vestra býður til jólafundar mánudaginn 5. desember kl. 20:00-22:00 í Stúdíó Handbendi, Eyrarlandi.
Jólagleði, samvera, létt spjall og umræður um málefni sveitarfélagsins.
Öll velkomin!
05/12/2022
Jólapartý á Vox ClubJólapartý Framsóknarfélaganna í Reykjavík verður á Vox Club 16. desember 2022 kl. 20:00.
Taktu kvöldið frá
Framsóknarfélögin í Reykjavík
30/11/2022
Jólahlaðborð Framsóknar í SuðvesturkjördæmiJólahlaðborð Framsóknar í Suðvesturkjördæmi!
Gleðjumst saman og fögnum góðu gengi Framsóknar í kjördæminu. Fjölbreyttar veitingar að hætti hússins og í anda jólannna.
Gulli Valtýs sér um tónlistina.
Viðburðurinn fer fram í Bæjarlind 14-16 laugardaginn 10. desember kl. 12-14. Aðgangseyrir 3000 kr. frítt fyrir börn yngri en 18 ára.
Hlökkum til að sjá ykkur!
29/11/2022
Bæjarmálafundir Framsóknar í FjarðabyggðFramsókn í Fjarðabyggð býður til bæjarmálafunda sem hér segir:
Hildibrand Norðfirði þann 29. nóvember kl. 20:00
Glaðheimar Fáskrúðsfirði þann 30. nóvember kl. 20:00
Beljandi Breiðdalsvík þann 1. desmber kl. 20:00
Boðað verður til funda í öðrum hverfum Fjarðabyggðar í framhaldi af þessum fundum.
Öll velkomin!
Framsókn í Fjarðabyggð
Mynd: fjarðabyggd.is 29. nóvember 2022
25/11/2022
Guðveig afhendir ráðherra skýrslu um bættar aðstæður kjörinna fulltrúaSigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, tók í dag við lokaskýrslu verkefnisstjórnar um bættar starfsaðstæður kjörinna fulltrúa úr hendi Guðveigar Eyglóardóttur, formanns verkefnisstjórnarinnar. Skýrslan hefur að geyma 15 tillögur um hvernig draga megi úr álagi, stuðla að sanngjarnari kjörum, bættum vinnuaðstæðum og samskiptum kjörinna fulltrúa, sín á milli og við almenning.
Verkefnið er hluti af gildandi aðgerðaáætlun stjórnvalda á sviði sveitarstjórnarmála. Því er ætlað að bæta aðstæður kjörinna fulltrúa í þeim tilgangi að vinna gegn óvenjumikilli endurnýjun fulltrúa í sveitarstjórnum. Endurnýjunarhlutfall í sveitarstjórnum hefur hækkað milli sveitarstjórnarkosninga á síðustu árum og er nokkuð hærra meðal kvenna (70%) en karla (50%). Hlutfall kvenna í sveitarstjórnum er þó hvergi hærra á Norðurlöndunum en á Íslandi eða 51%.
Tillögurnar byggja m.a. á tveimur nýlegum úttektum, annars vegar á reynslu og viðhorfi kjörinna fulltrúa og hins vegar á misbeitingu valds í menningu íslenskra sveitarstjórna.
Nokkrar af tillögum verkefnisstjórnarinnar fela í sér ákall um breytingar á sveitarstjórnarlögum. Þar er hægt að nefna að kjaraákvæði sveitarstjórnarlaga verði endurskoðað í þeim tilgangi að stuðla að sanngjörnum kjörum fulltrúa, tryggja að þeir verði ekki fyrir launatapi og njóti eðlilegra kjara á vinnumarkaði. Mælt er með að teknar verði upp svokallaðar barnagreiðslur að danskri fyrirmynd til kjörinna fulltrúa með börn undir 10 ára aldri á sínu framfæri, m.a. til að standa straum af kostnaði við barnagæslu og koma til móts við annað óhagræði foreldra ungra barna af fundum utan hefðbundins vinnutíma.
Með sama hætti er lagt til að metið verði hvort ástæða sé til að endurskoða ákvæði sveitarstjórnarlaga um rétt kjörinna fulltrúa til upplýsinga og rétt íbúa til upplýsinga um starfsemi sveitarfélagsins ásamt því að skoðað verði hvort ástæða sé til að rýmka viðmið um fjölda fulltrúa í sveitarstjórnum. Af öðrum tillögum er hægt að nefna tillögur um bætt vinnufyrirkomulag, aukna fræðslu og stuðning við kjörna fulltrúa. Með sama hætti er lagt til að Samband íslenskra sveitarfélaga hvetji sveitarstjórnir til þess að setja sér samskiptasáttmála og móta viðeigandi ferla við brotum á sáttmálanum.
Lagt er til að fulltrúar ríkis og sveitarfélaga taki höndum saman um stofnun fagteymis til að vernda kjörna aðal- og varafulltrúa í sveitarstjórnum og á Alþingi gagnvart einelti, ofbeldi og kynferðislegri og kynbundinni áreitni. Fagteymið taki við beiðnum um aðstoð, meti, komi í viðeigandi farveg og eftir atvikum fylgi eftir tilkynningum sem því berist og tryggi að þær fái viðhlítandi málsmeðferð. Á vegum fagteymisins verði komið upp miðlægum, gagnagrunni með almennum upplýsingum, lagaramma og úrræðum í tengslum við áreiti og ofbeldi af ýmsu tagi. Jafnframt verði litið til þess hvernig hindra megi áreitni í garð kjörinna fulltrúa á viðburðum á vegum sveitarfélaga og samtaka þeirra.
Rannsókn á starfsaðstæðum sveitarstjórnarfólks leiddi í ljós að 35% kjörinna fulltrúa áttu í samskiptavanda á síðasta kjörtímabili, oftast (86%) við kjörinn fulltrúa í eigin sveitarfélagi. Hátt í fjórðungur (24,8%) hafði orðið fyrir kynferðislegri áreitni á tímabilinu, oftar konur (35,8%) en karlar (14,5%), og oftast (35%) af hendi kjörins fulltrúa í öðru sveitarfélagi. Nærri jafnalgengt var að kjörnir fulltrúar hafi orðið fyrir kynbundnu áreiti (23,4%).
Eftirtaldir skipuðu verkefnisstjórnina:
Innviðaráðuneytið
Forsætisráðuneytið
Samband íslenskra sveitarfélaga
Fréttin birtist fyrst á stjornarradid.is 24. nóvember 2022.
Mynd: stjornarradid.is
24/11/2022
Aðstöðumun læknanema þarf að breyta straxLilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, alþingismaður, ræddi læknaskortinn í landinu í störfum þingsins. Minnti hún á að vilji sé til að veita góða heilbrigðisþjónustu og því áhyggjuefni ef læknaskortur verði alvarlegri á komandi árum.
„Fólksfjölgun og öldrun þjóðarinnar mun eðli málsins samkvæmt krefjast aukinna umsvifa í heilbrigðiskerfinu. Ásamt þessu er mannekla innan geirans eitthvað sem við könnumst of vel við þessa dagana,“ sagði Lilja Rannveig.
Við flytjum inn sérmenntaða lækna til að bregðast við ástandinu og eins með því að tryggja íslenskum námsmönnum tækifæri til læknanáms og aukinnar sérhæfingar.
„Fjöldi íslenskra námsmanna heldur út í læknanám. Í kjölfarið snýr meirihluti þeirra heim með haldbæra reynslu og sérþekkingu sem samfélagið nýtur góðs af. Þeir bætast við þann hóp sem útskrifast úr Háskóla Íslands en hann er eini háskólinn hér á landi sem útskrifar lækna. Hann tekur einungis inn 60 nema á ári sem nægir ekki til að bregðast við þeim skorti sem við horfum upp á,“ sagði Lilja Rannveig.
Aðstöðumunurinn er þó augljós íslenskum læknanemum erlendis í óhag, en þeim er gert að greiða stóran hluta námsgjalda sinna jafnóðum úr eigin vasa eða fá til þess stuðning annarra. Nemar við Háskóla Íslands eru ekki skuldbundnir til þess sama.
„Þetta hafa íslenskir læknanemar sem stunda nám sitt erlendis ítrekað bent á, að þeir fái ekki sama stuðning og þeir sem læra hér heima. … Vegna þessa eru margir sem missa af tækifærinu til að gerast læknar og aðrir neyðast jafnvel til þess að hætta í miðju námi,“ sagði Lilja Rannveig.
„Ávinningur samfélagsins af því að styðja betur við læknanema erlendis er mikill. Þá horfi ég helst til námslánakerfisins og 27. gr. laga um Menntasjóð námsmanna en þar er heimild til sérstakrar ívilnunar námsgreina. Gegnum þá heimild er hægt að gera breytingar á úthlutunarreglum á þann veg að erlendir læknanemar geti fengið lán fyrir allri sinni skólagöngu. Í ljósi aðstæðna er tilefni til þess og ég skora á hæstv. háskólaráðherra að ganga í aðgerðir þess efnis,“ sagði Lilja Rannveig að lokum.