Categories
Greinar

Mælt fyrir þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir einhverfa

Deila grein

22/03/2023

Mælt fyrir þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir einhverfa

Mannlegur fjölbreytileiki kemur fram með ýmsum hætti og umræðan um ólík taugakerfi er að verða mun opnari og auðveldari en áður var. Einhverfa er hluti af mannlegum fjölbreytileika og einstaklingar á einhverfurófi glíma oftar en ekki við miklar áskoranir í kerfinu. Við heyrum sögur frá einhverfu fólki og aðstandendum þeirra að kerfið sé oft flókið og erfitt sé að vita hvar rétta aðstoð sé að fá. Slíkt er ekki ásættanlegt og við þurfum að leita leiða sem snúið geta þessari þróun við og hjálpað okkur að bæta ferlið til að tryggja að fólk fái þá aðstoð sem það þarf og getur bætt lífsgæði og aðstæður þess.

Baráttumál Einhverfusamtakanna

Í byrjun mars mælti ég fyrir tillögu minni til þingsályktunar um að komið verði á fót þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir einhverfa. En rétt er að taka fram að stofnun slíkrar miðstöðvar hefur verið eitt helsta baráttumál Einhverfusamtakanna um árabil. Þar yrði öll sú þjónusta og þekking sem til staðar er um einhverfu dregin saman á einn stað og börn jafnt sem fullorðnir geti fengið þjónustu með þeirra þarfir þeirra að leiðarljósi. Það er mikilvægt að þegar einstaklingur fær greiningu á einhverfurófi að bæði einstaklingurinn og fjölskyldan fái fræðslu um greiningu og aðferðir sem gætu hentað. Samvinna milli heimilis og skóla er einnig sérstaklega mikilvæg. Verkefni miðstöðvarinnar yrði að veita þjónustu á sviði ráðgjafar, hæfingar og endurhæfingar auk þess að afla og miðla þekkingu á aðstæðum einhverfra einstaklinga í því skyni að bæta þjónustu og stuðla að framförum. Yfirsýn yfir aðstæður þeirra sem eru einhverfir yrði einnig á höndum miðstöðvarinnar ásamt því að gegna samhæfingarhlutverki gagnvart öðrum sem veita umræddum notendum þjónustu. Auk framangreinds yrði fræðsla, ráðgjöf og stuðningur við aðstandendur, skóla og aðrar þjónustustofnanir einnig á herðum þjónustu- og þekkingarmiðstöðvarinnar.

Ávinningur með stofnun miðstöðvarinnar

Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir einhverfa þekkist víða erlendis og er ótvíræð nauðsyn fyrir stofnun hennar hérlendis. Miðstöðin mun styðja við það mikilvæga starf sem þegar er unnið hér á landi, þvert á kerfi og stofnanir. Ávinningurinn af stofnun hennar yrði að einhverfir, hvort sem um er að ræða börn eða fullorðna og aðstandendur þeirra, sem og skólar og vinnustaðir geti sótt upplýsingar um alla þá aðstoð sem stendur þeim til boða ásamt því að fá leiðbeiningar og fræðslu. Almenn fræðsla til að auka skilning og bæta viðmót samfélagsins er nauðsynleg. Þegar unnið er eftir samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og öðrum mannréttindasáttmálum er nauðsynlegt að einstaklingar með einhverfugreiningu séu hafðir með í ráðum. Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir einhverfa getur verið liður í þeirri vinnu. Slík miðstöð verður nefnilega ekki reist, án aðkomu einhverfra sjálfra, enda er henni ætlað að verða staður fyrir rödd og reynslu einhverfra.

Ágúst Bjarni Garðsson, þingmaður Framsóknar.

Greinin birtist fyrst á visir.is 22. mars 2023.

Categories
Greinar

Víst eru börnin leiðar­ljósið

Deila grein

21/03/2023

Víst eru börnin leiðar­ljósið

Í síðustu viku varð frumvarp dómsmálaráðherra um útlendinga að lögum. Frumvarpið hefur hlotið mikla umfjöllun bæði á þingi og í samfélaginu. Um frumvarpið hafa ýmsar rangfærslur komið fram en fyrst og fremst hefur frumvarpið sætt töluverðum misskilningi, þ.e. um hvað þessum breytingum er ætlað að gera og hvað þær fela í sér. Það er mikilvægt að við getum tekið upplýsta umræðu byggða á rökum um það hvernig við ætlum að standa að þjónustu við íbúa og að það sé hægt að breyta lögum til hins betra fyrir samfélagið allt. Hér er einmitt um slíkar breytingar að ræða. Verið er að stíga skref með það að markmiði að ná betur utan um málaflokkinn og standa betur að þjónustu við þá sem til dæmis hingað leita eftir vernd. Samkvæmt lögunum er stjórnvöldum skylt að líta til hagsmuna hvers barns fyrir sig.

Hagsmunir barnsins að leiðarljósi

Í frumvarpinu eru skyldur lagðar á herðar mennta- og barnamálaráðuneytisins varðandi smíði og utanumhald á sérstöku hagsmunamati. Þar er verið að skerpa á lögunum hvað varðar að í hvert sinn sem unnið er með málefni barna í þessu kerfi þurfi að gera sérstakt hagsmunamat og unnin skuli reglugerð um það í samvinnu dómsmálaráðuneytis og þess ráðherra sem fer með barnaverndarmál hverju sinni. Þegar við vinnum með málefni barna, alveg sama hvort það eru börn sem eru komin hingað á flótta með fjölskyldum sínum eða fylgdarlaus börn, þarf að vinna ákveðið hagsmunamat og það þarf að skerpa á því hvernig það er unnið og leiðin til þess er að meta hverju sinni málefni hvers barns fyrir sig.

Mat á hagsmunum hvers barns fyrir sig

Þegar unnið er með stöðu þessara barna má ekki hugsa um fjölskylduna sem eina heild. Meta þarf hagsmuni hvers einstaklings fyrir sig. Sem dæmi má taka systkinahóp, en, þá sé ekki verið að hugsa um öll systkini saman heldur hvern og einn einstakling, hagsmunir hans séu vegnir og metnir. Það kemur fram í lögunum að reglugerð um hagsmunamat verði unnin í samvinnu dómsmálaráðuneytis og mennta- og barnamálaráðuneytis og ég fagna þeirri breytingu á lögunum vegna þess að hún setur auknar skyldur á okkur sem samfélag að gera akkúrat það sem aðilar hafa kallað eftir, það er að setja hagsmuni barna í fyrsta sæti. Það verður gert með þessari reglugerð og við erum þegar byrjuð á undirbúningssamtali við dómsmálaráðuneytið um það. Sú reglugerð verður að vera vönduð og ítarlega unnin. Ég hef trú á því að sú reglugerð muni mæta þeirri gagnrýni sem margir hafa viðrað. Hér er verið að stíga það skref að lögfesta skyldu dómsmálaráðuneytis og þess ráðuneytis sem fer með málefni barna hverju sinni að semja slíkt hagsmunamat.

Framsókn hefur það að leiðarljósi í allri sinni vinnu að hagsmunir barna séu settir í fyrsta sæti og ég treysti engum betur en hæstvirtum mennta- og barnamálaráðherra í þessa vinnu. Það þarf að vera mikill sómi af því hvernig við gætum að réttindum barna á flótta og allra barna svo það sé sagt.

Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, þingmaður Framsóknar.

Greinin birtist fyrst á visir.is 21. mars 2023.

Categories
Fréttir

Nýr framkvæmdastjóri Framsóknar

Deila grein

20/03/2023

Nýr framkvæmdastjóri Framsóknar

Helgi Héðinsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Framsóknar. Hann tekur við af Teiti Erlingssyni, sem hefur sinnt hlutverki framkvæmdastjóra tímabundið frá áramótum. Helgi hefur störf í dag, en Teitur mun áfram starfa á skrifstofu Framsóknar.

Helgi er með meistaragráðu í stjórnun (MBA), meistaragráðu í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum og BSc í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands, en Helgi sinnti einnig stundakennslu við Háskóla Íslands um árabil samhliða námi. Helgi hefur mikla reynslu af rekstri og stjórnun fyrirtækja ásamt því að hafa setið í ýmsum stjórnun bæði sem aðalmaður og stjórnarformaður. Einnig hefur Helgi víðtæka reynslu á sveitarstjórnarstiginu sem sveitarstjórnarfulltrúi, oddviti og sem sveitarstjóri Skútustaðahrepps. Helgi er fyrsti varaþingmaður Framsóknar í Norðausturkjördæmi og hefur tvisvar tekið sæti á Alþingi á núverandi kjörtímabili.

Helgi er 34 ára og er trúlofaður Rannveigu Ólafsdóttur, lögfræðingi. Saman eiga þau tvö börn.

Við bjóðum Helga velkominn til starfa og þökkum Teiti Erlingssyni fyrir vel unnin störf.

Categories
Fréttir Greinar

Saman mótum við skýra framtíðarsýn

Deila grein

20/03/2023

Saman mótum við skýra framtíðarsýn

Undanfarnar vikur og mánuði hefur KPMG unnið í samstarfi við bæjarstjórn og stjórnendur stofnana í Hveragerði að úttekt á stjórnsýslu og stefnumótun sveitarfélagsins. Álíka úttekt á rekstri bæjarins fór fram fyrir um 10 árum.

Róum í sömu átt

Framsókn í Hveragerði hefur lagt mikla áherslu á skýra framtíðarsýn og mikilvægi þess að horfa til lengri tíma þegar kemur að rekstri sveitarfélagsins og stefnumörkun. Að setja sér sameiginleg markmið og móta leiðir að þeim hefur reynst farsæl leið til að ná árangri. Við stefnumótun er staðan greind eftir styrkleikum, veikleikum, ógnunum og tækifærum. Mikill samhljómur var á meðal þeirra sem unnið hafa að drögunum enda margt jákvætt unnist á undanförnum árum.

Höldum áfram

Fyrstu drög að stefnumótun hafa verið kynnt stjórnendum og nú gefst bæjarbúum tækifæri til að leggja sitt á vogarskálarnar með því að taka þátt í íbúakönnun og hafa þannig áhrif á hvert stefnan verður tekin.

Höfum áhrif

Íbúakönnunin fer fram í gegnum heimasíðu Hveragerðisbæjar hveragerdi.is og stendur til 26. mars næstkomandi. Bæjarbúar eru hvattir til að taka þátt, forgangsraða verkefnum eftir mikilvægi og setja þannig fram sínar áherslur. Að íbúakönnun lokinni verða niðurstöður tengdar við stefnumótunina og því næst lögð fram aðgerðaráætlun að innleiðingu stefnunnar fyrir samfélagið í Hveragerði. Vinnum saman að enn betri bæ.

Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,
forseti bæjarstjórnar og oddviti Framsóknar í Hveragerði

Categories
Greinar

Alþjóðlegir fjármálamarkaðir vestanhafs titra

Deila grein

18/03/2023

Alþjóðlegir fjármálamarkaðir vestanhafs titra

Því hef­ur stund­um verið fleygt að vika sé lang­ur tími í póli­tík, en það á ekki síður við á fjár­mála­markaði. Í byrj­un síðustu viku grunaði fáa að mikl­ar uppá­kom­ur væru í vænd­um í banda­ríska banka­kerf­inu vegna falls Silicon Valley Bank (SV-bank­inn), sem reynd­ust af þeirri stærðargráðu að ljós voru log­andi alla síðustu helgi í banda­ríska seðlabank­an­um og fjár­málaráðuneyt­inu. Banda­ríkja­for­seti birt­ist síðan nokkuð óvænt á mánu­dag­inn á sjón­varps­skján­um til að til­kynna neyðaraðgerðir sem voru af þeirri gerð að þeim svipaði til þeirra aðgerða sem hér var gripið til á ár­inu 2008. Banka­kerfið hér var svipað að stærð og SV-bank­inn, en hér varð kerf­is­áfall. Í Banda­ríkj­un­um var hins veg­ar ein­ung­is um að ræða sextánda stærsta banka Banda­ríkj­anna, en þó var hér á ferðinni þriðja stærsta banka­gjaldþrot banda­rískr­ar sögu og stærsta banka­áfallið frá 2008. Það að for­set­inn var dreg­inn fram til að róa markaði benti til þess að sér­fræðing­ar höfðu veru­leg­ar áhyggj­ur af ástand­inu og lík­legt að hér væri á ferðinni viðleitni til að koma í veg fyr­ir að krísa næði að breiða úr sér.

Hvað gerðist hjá bank­an­um?

Verðbólg­an í Banda­ríkj­un­um hef­ur verið þrálát­ari en pen­inga­yf­ir­völd gerðu ráð fyr­ir og mæld­ist ný­lega 6%. Spenn­an á vinnu­markaði hef­ur verið mik­il og víða skort­ur á vinnu­afli eft­ir Covid-19. Or­sök falls SV-bank­ans má að ein­hverju leyti rekja til mik­illa hækk­ana á stýri­vöxt­um banda­ríska seðlabank­ans. Í byrj­un árs benti margt til þess að tök­um hefði verið náð í glím­unni við verðbólg­una. Töl­ur um verðbólgu í Banda­ríkj­un­um sem birt­ust fyr­ir um mánuði gáfu hins veg­ar til kynna að enn væri verk að vinna og við það breytt­ust vænt­ing­ar sem leiddi til verðfalls á markaði. Eins og venj­an er þegar slíkt ger­ist fóru markaðsaðilar að líta í kring­um sig að leita uppi veik­leika í kerf­inu. Þegar farið var að rýna í hvað lægi að baki því að SV-bank­inn birt­ist með óvænta fjár­mögn­un­arþörf kom í ljós að bank­inn reynd­ist afar ber­skjaldaður fyr­ir vaxta­áhættu. SV-bank­inn var þar með kom­inn í gin ljóns­ins og um miðja síðustu viku fór að breiðast út orðróm­ur á sam­fé­lags­miðlum um lausa­fjár­vand­ræði bank­ans eft­ir bruna­sölu á rík­is­bréf­um. SV-bank­inn hafði vaxið afar hratt á síðustu árum en hann er með höfuðstöðvar í Kís­ildaln­um og voru helstu viðskipta­menn hans sterk­efnaðir ein­stak­ling­ar úr tækni­geir­an­um og marg­ir þeirra með veru­leg­ar inn­stæður. Þegar orðróm­ur fór að breiðast úr á sam­skiptamiðlum um vand­ræði bank­ans varð hann fyr­ir gam­aldags banka­áhlaupi þar sem viðskipta­vin­ir hans tóku út inn­stæður fyr­ir á fimmta tug millj­arða. Áhlaupið var það öfl­ugt að stjórn­völd þurftu að bregðast skjótt við og taka yfir bank­ann.

Viðbrögð stjórn­valda í Banda­ríkj­un­um

Um síðustu helgi var mik­ill handa­gang­ur í öskj­unni inn­an stjórn­ar­ráðs Banda­ríkj­anna. Það var greini­legt að yf­ir­völd voru ekki ró­leg yfir ástand­inu enda þurfti að taka til­lit til margra þátta. Á sama tíma mátu menn það svo að ekki kæmi til greina að bjarga bank­an­um. Það var þó einnig of­ar­lega í huga manna að vand­ræði vegna vaxta­áhættu væri lík­lega víða að finna í banka­kerf­inu og þörf væri á stuðningsaðgerðum til að koma í veg fyr­ir frek­ari áhlaup. Um helg­ina var því ákveðið að Banda­ríkja­for­seti kæmi strax á mánu­dag­inn fram með fjög­urra liða áætl­un. Áætl­un­in fólst í því að ekk­ert þak yrði á tryggðum inn­stæðum. Bönk­un­um tveim­ur yrði ekki bjargað með skatt­fé, en trygg­ing­ar­sjóður inn­stæðna tæki að sér að tryggja all­ar inn­stæður. Stjórn­völd myndu kom­ast til botns í því sem gerðist og menn yrðu látn­ir sæta ábyrgð. Reglu­verki yrði breytt og banda­ríski seðlabank­inn myndi opna fyr­ir greiðari lausa­fjár­fyr­ir­greiðslu til að koma í veg fyr­ir bruna­út­söl­ur. Þessi ráð virðast hafa dugað til að róa markaðinn í bili þótt enn verði vart við titr­ing á mörkuðum og nú er horft til staðbund­inna banka. Með þess­ari aðgerð var lögð þung byrði á inn­stæðutrygg­ing­ar í Banda­ríkj­un­um. Leik­ur­inn að finna veik­asta hlekk­inn hófst hinum meg­in Atlantsála og fannst hann í formi Cred­it Suis­se, sem lengi hafði legið und­ir ámæli. Í Sviss voru sjón­ar­mið um freistni­vanda ekki að trufla menn í björg­un­araðgerðum í vik­unni og horfðu lík­lega til kerf­isáhættu.

Áhrif­in á pen­inga­stefn­una og á heimsvísu

Í seðlabönk­um er stund­um sagt að verðstöðug­leiki og fjár­mála­stöðug­leiki vegi salt. Þessi at­b­urðarás SV-bank­ans kann að þýða að það muni hægj­ast á vaxta­hækk­un­ar­ferl­inu, þar sem stjórn­völd vilja full­vissa sig um að það ógni ekki fjár­mála­stöðug­leika í land­inu. Þetta get­ur þýtt að ef ekki losn­ar um spennu á vinnu­markaði, þá verður verðbólga í Banda­ríkj­un­um lang­vinn­ari en ella og óvissa meiri. Áhrif­in á heims­hag­kerfið eru þau sömu enda hef­ur ávöxt­un­ar­krafa rík­is­skulda­bréfa lækkað hratt í kjöl­farið. Það er jafn­framt gjarn­an sagt að seðlabank­ar hækki vexti þar til eitt­hvað gef­ur eft­ir. Það má þegar sjá merki þess bæði á fjár­mála­mörkuðum og í raun­hag­kerf­inu, t.d. tækni­geir­an­um, að vænt­an­lega leyn­ast ein­hver vanda­mál und­ir yf­ir­borðinu.

Á síðasta ald­ar­fjórðungi hafa hag­kerfi heims­ins að mestu búið við lág­vaxtaum­hverfi og greitt aðgengi að láns­fé og því afar illa búin und­ir það aðhald sem seðlabank­ar hafa þurft að beita und­an­farið til að ná tök­um á verðbólg­unni. Auk vaxta­lækk­ana hafa björg­unar­úr­ræðin frá alda­mót­um jafn­framt fal­ist í því að kasta pen­ing­um að vand­an­um með svo­kallaðri magn­bund­inni íhlut­un. Nú eru góð ráð dýr þar sem þessi úrræði eru ekki í boði á verðbólgu­tím­um. Banda­rík­in voru fyrr á ferðinni með vaxta­hækk­an­ir og því lík­legt að eitt­hvað muni jafn­framt gefa eft­ir í öðrum lönd­um, t.d. á evru­svæðinu þar sem vext­ir voru hækkaðir í vik­unni og þar sem er lík­lega að finna staðbundna veik­leika.

Staða mála á Íslandi

Þær aðgerðir sem Banda­ríkja­for­seti kynnti á mánu­dag­inn eru Íslend­ing­um því miður vel kunn­ar. Á ár­inu 2008 leituðu markaðir uppi veik­ustu hlekk­ina og fundu þá í ís­lensku bönk­un­um. Þá voru svipuð sjón­ar­mið uppi varðandi lausn­ir hér á ár­inu 2008. Hér var þak numið af inn­lend­um inn­stæðutrygg­ing­um, skatt­fé var ekki notað til að bjarga bönk­un­um, farið var í rann­sókn á því sem hér gerðist og lög­gjöf um fjár­mála­markaði var breytt til að koma í veg fyr­ir að áfall sem þetta end­ur­tæki sig.

Mun­ur­inn hér var hins veg­ar sá að ís­lensk stjórn­völd horfðu fram á kerf­is­áfall. Vegna þess að byggja þurfti kerfið upp úr öskustónni var mögu­legt að ganga í veru­leg­ar kerf­is­breyt­ing­ar og búum við því við ban­kaum­hverfi sem bygg­ist m.a.á öfl­ugu þjóðhags­varúðar­um­hverfi. Fram­kvæmd pen­inga­stefn­unn­ar hef­ur verið með öðrum hætti hér enda magn­bund­in íhlut­un afar tak­mörkuð.

Í kjöl­far banka­áfalls­ins hér hef­ur verið byggt upp afar öfl­ugt fjár­mála­kerfi, en þó er mik­il­vægt er að bank­arn­ir stígi var­lega til jarðar þar sem bú­ast má við að láns­fé verði af skorn­um skammti á helstu mörkuðum á næstu miss­er­um. Áhrif­in hér heima fyr­ir af þess­ari uppá­komu á banda­ríska markaðnum eru þau að ef það rík­ir áfram mik­il óvissa, þá hækk­ar kostnaður við alla fjár­mögn­un. Að sama skapi þarf að hafa í huga að það ríki sem skil­ar mestu til ís­lenska þjón­ustu­jafnaðar­ins eru Banda­rík­in, þannig að viðskipta­kjör gætu versnað í kjöl­farið. Þá er enn verið að hækka vexti í Evr­ópu og má bú­ast við að ein­hver frek­ari vanda­mál skjóti þar upp koll­in­um. Hins veg­ar er staða ís­lenska hag­kerf­is­ins sterk enda kröft­ug­ur hag­vöxt­ur, lítið at­vinnu­leysi, mikl­ar út­flutn­ings­tekj­ur, lækk­andi skuld­ir rík­is­sjóðs og frum­jöfnuður rík­is­fjár­mála næst von bráðar. Verðbólg­an á Íslandi er þó enn líf­seig­ari og kröft­ugri en æski­legt væri. Þess þá held­ur eru verðbólgu­vænt­ing­ar of háar. Verðbólg­an verður stærsta viðfangs­efni hag­stjórn­ar­inn­ar næstu miss­eri.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 18. mars 2023.

Categories
Fréttir Greinar

Val um fjölbreytta ferðamáta

Deila grein

16/03/2023

Val um fjölbreytta ferðamáta

Þegar sam­göngusátt­máli rík­is­ins og sex sveit­ar­fé­laga á höfuðborg­ar­svæðinu var und­ir­ritaður árið 2019 hafði ríkt frost í upp­bygg­ingu innviða á höfuðborg­ar­svæðinu og í raun frost í sam­skipt­um höfuðborg­ar­svæðis­ins og rík­is­ins er vörðuðu sam­göng­ur. Sam­göngusátt­mál­inn markaði því tíma­mót.

Í sam­göngusátt­mál­an­um felst sam­eig­in­leg sýn á hvernig um­ferðar­vandi höfuðborg­ar­svæðis­ins verður best leyst­ur til lengri tíma. Það er ljóst að til að mæta þörf­um íbúa höfuðborg­ar­svæðis­ins sem eru helm­ing­ur lands­manna verður sá vandi ekki leyst­ur ein­vörðungu með því að styrkja stofn­vega­kerfið. Hann verður held­ur ekki leyst­ur með því að horfa ein­vörðungu á al­menn­ings­sam­göng­ur. Niðurstaða sam­göngusátt­mál­ans er blönduð leið þar sem ann­ars veg­ar eru lagðir mikl­ir fjár­mun­ir í um­fangs­mikl­ar stofn­vega­fram­kvæmd­ir til að bæta flæði um­ferðar um höfuðborg­ar­svæðið og hins veg­ar upp­bygg­ing hágæðaal­menn­ings­sam­gangna. Auk þess er lögð mik­il áhersla á upp­bygg­ingu göngu- og hjóla­stíga.

Öflugra stofn­vega­kerfi

Fram­kvæmd­ir við stofn­vegi eru tæp­ur helm­ing­ur af kostnaði við sam­göngusátt­mál­ann. Af þeim 10 stóru stofn­vega­fram­kvæmd­um sem eru á sviði sátt­mál­ans er þrem­ur lokið. Nú þegar hef­ur verið lokið fram­kvæmd­um við kafla Vest­ur­lands­veg­ar frá Skar­hóla­braut að Hafra­vatns­vegi, kafla Reykja­nes­braut­ar frá Kaldár­sels­vegi að Krýsu­vík­ur­vegi og kafla Suður­lands­veg­ar frá Bæj­ar­hálsi að Vest­ur­lands­vegi. Á næstu mánuðum hefjast fram­kvæmd­ir við langþráða teng­ingu Arn­ar­nes­veg­ar við Breiðholts­braut og und­ir­bún­ing­ur við gatna­mót Reykja­nes­braut­ar og Bú­staðaveg­ar er á loka­metr­un­um. Þess­ar fram­kvæmd­ir eru meðal þeirra mik­il­væg­ustu í sam­göngusátt­mál­an­um og munu greiða veru­lega fyr­ir um­ferð íbúa svæðis­ins.

Hágæða al­menn­ings­sam­göng­ur

Íbúum höfuðborg­ar­svæðis­ins fjölg­ar hratt og nem­ur fjölg­un­in tug­um þúsunda á síðustu tíu árum.. Það er ljóst að til að tryggja betra flæði um­ferðar og þar með auk­in lífs­gæði fólks á svæðinu er nauðsyn­legt að byggja upp hágæðaal­menn­ings­sam­göng­ur eins og við þekkj­um frá þeim lönd­um og borg­um sem við ber­um okk­ur helst sam­an við. Góðar al­menn­ings­sam­göng­ur eru ekki ein­ung­is mik­il­vægt lofts­lags­mál og brýnt til að draga úr svifryks­meng­un held­ur létta þær veru­lega á kostnaði fjöl­skyldna þegar auðveld­ara verður að fækka bíl­um á heim­ili. Auk­in áhersla á al­menn­ings­sam­göng­ur er nefni­lega ekki, eins og sum­ir halda fram, árás á fjöl­skyldu­bíl­inn. Betri al­menn­ings­sam­göng­ur eru nauðsyn­leg­ar til þess að gera um­ferðina skil­virk­ari og betri. Nú þegar nýta höfuðborg­ar­bú­ar um það bil 12 millj­ón­ir ferða í Strætó og er auðvelt að ímynda sér hversu mikið vand­inn myndi aukast við að 30-35 þúsund manns bætt­ust við á hverj­um degi á göt­un­um í fjöl­skyldu­bíl­um. Að sama skapi er aug­ljóst að betri al­menn­ings­sam­göng­ur draga úr um­ferðarþunga og þeim töf­um sem eru vegna um­ferðar­hnúta í dag.

Auk­in áhersla á virka ferðamáta

Eft­ir því sem tím­inn líður nýta stöðugt fleiri sér aðra sam­göngu­máta en bíl og al­menn­ings­sam­göng­ur í dag­legu lífi. Með bætt­um hjóla­stíg­um hafa mögu­leik­arn­ir til að hjóla til og frá vinnu auk­ist veru­lega, bæði á hefðbundn­um reiðhjól­um en einnig á raf­hjól­um og raf­hlaupa­hjól­um. Þró­un­in hef­ur verið hröð síðustu árin frá því að skrifað var und­ir sam­göngusátt­mál­ann og því hef­ur kraf­an um aukna áherslu á upp­bygg­ingu hjóla­stíga auk­ist í takti við aukna notk­un.Bætt­ar sam­göng­ur þýða auk­in lífs­gæði

Sam­göngusátt­mál­inn er risa­stórt verk­efni. Hann er í stöðugri þróun eins og eðli­legt er með svo um­fangs­mikl­ar fram­kvæmd­ir. Um sátt­mál­ann og þá framtíðar­sýn sem hann boðar er breið sátt enda fel­ast í hon­um gríðarleg­ar um­bæt­ur. Bætt­ar sam­göng­ur á höfuðborg­ar­svæðinu þýða auk­in lífs­gæði fyr­ir íbúa svæðis­ins. Þær stytta um­ferðar­tím­ann, minnka meng­un­ina og búa til betri teng­ing­ar fyr­ir fólk og fyr­ir­tæki á svæðinu. Mik­il­vægt er að íbú­ar höfuðborg­ar­svæðis­ins geti valið sér ferðamáta, hvort sem það er fjöl­skyldu­bíll­inn, al­menn­ings­sam­göng­ur eða gang­andi og hjólandi. Um þessa fjöl­breytni snýst sam­göngusátt­máli höfuðborg­ar­svæðis­ins.

Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, innviðaráðherra og formaður Fram­sókn­ar. Ein­ar Þor­steins­son, formaður borg­ar­ráðs og odd­viti Fram­sókn­ar í Reykja­vík, Orri Vign­ir Hlöðvers­son, formaður bæj­ar­ráðs og odd­viti Fram­sókn­ar í Kópa­vogi, Valdi­mar Víðis­son, formaður bæj­ar­ráðs og odd­viti Fram­sókn­ar í Hafnar­f­irði, Brynja Dan, odd­viti Fram­sókn­ar í Garðabæ, Halla Kar­en Kristjáns­dótt­ir, formaður bæj­ar­ráðs og odd­viti Fram­sókn­ar í Mos­fells­bæ.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 16. mars 2023.

Categories
Greinar

Forskot fyrir íslenskuna

Deila grein

16/03/2023

Forskot fyrir íslenskuna

Sann­kölluð stórtíðindi voru op­in­beruð fyr­ir tungu­málið okk­ar, ís­lensk­una, í vik­unni þegar banda­ríska tæknifyr­ir­tækið OpenAI kynnti að hún hefði verið val­in í þró­un­ar­fasa fyr­ir nýj­ustu út­gáfu gervi­greind­ar­mállík­ans­ins GPT-4, fyrst allra tungu­mála fyr­ir utan ensku. Þetta er stór áfangi fyr­ir tungu­málið okk­ar en um er að ræða stærsta gervi­greind­ar­net heims sem nú er fínþjálfað til þess að skilja og miðla upp­lýs­ing­um á ís­lensku. Tækn­in bygg­ir á ógrynni texta af vefn­um sem gervi­greind­in er þjálfuð á til þess að rýna, greina og byggja svör sín á og nýta í texta­smið og sam­tals­tæki sem not­end­ur geta spurt næst­um hvers sem er.

Það er ánægju­legt að sjá ár­ang­ur vinnu und­an­far­inna ára vera að skila sér með hætti sem þess­um en stjórn­völd hafa fjár­fest mynd­ar­lega í mál­efn­um tungu­máls­ins; til að mynda hef­ur yfir tveim­ur millj­örðum króna verið varið til mál­tækni­verk­efnisáætl­un­ar stjórn­valda, sem snýr að því að byggja upp tækni­lausn­ir til þess að nýta tungu­málið okk­ar í þeim tækni­heimi sem við búum í. Um 60 sér­fræðing­ar hafa unnið af mikl­um metnaði til þess að koma þess­um tækni­lausn­um á kopp­inn og gera ís­lensk­una í stakk búna svo hægt sé að nýta hana í snjall­tækj­um.

Fyrr­nefnd tíma­mót eru afrakst­ur af heim­sókn sendi­nefnd­ar for­seta Íslands og ráðherra í maí sl. þar sem við heim­sótt­um meðal ann­ars höfuðstöðvar OpenAI í San Francisco. Fyr­ir­tækið er leiðandi í alþjóðlegri umræðu um opið aðgengi að gervi­greind­ar­tækni og ábyrga og ör­ugga þróun henn­ar fyr­ir heims­byggðina alla. Það sem vakti meðal ann­ars aðdáun ytra var sú staðreynd að Ísland kem­ur með heil­mikið að borðinu í sam­tali og sam­starfi við er­lend stór­fyr­ir­tæki á sviði gervi­greind­ar. Íslensk­ar kjarna­lausn­ir á sviðum mál­tækni eru aðgengi­leg­ar í opn­um aðgangi, m.a. fyr­ir frum­kvöðla, fólk í ný­sköp­un og fyr­ir­tæki í fjöl­breytt­um rekstri sem geta þróað not­enda­lausn­ir út frá þeim. Það má full­yrða að afrakst­ur þess­ar­ar vinnu sé forskort fyr­ir ís­lensk­una miðað við mörg önn­ur tungu­mál í sí­breyti­leg­um heimi tækn­inn­ar.

Ég er virki­lega stolt yfir þeim ár­angri sem við erum að ná fyr­ir ís­lensk­una, hryggj­ar­stykkið í sjálfs­mynd okk­ar sem þjóðar. Ég vil þakka þeim fjöl­mörgu sem komið hafa að þess­um spenn­andi verk­efn­um, ekki síst for­seta Íslands sem lagt hef­ur sitt lóð á vog­ar­skál­arn­ar við að tala máli ís­lensk­unn­ar í alþjóðlegu sam­hengi – og annarra tungu­mála fá­menn­ari ríkja – sam­starfs­fólki hjá Al­mannarómi og SÍM-hópn­um, og sjálf­boðaliðunum sem fyr­ir til­stilli mál­tæknifyr­ir­tæk­is­ins Miðeind­ar komu að þjálf­un gervi­greind­ar­inn­ar síðustu miss­er­in. Við ætl­um að tryggja bjarta framtíð fyr­ir ís­lensk­una og búa þannig um hnút­ana að sag­an verði áfram skrifuð á ís­lensku um ókomna tíð.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 16. mars 2023.

Categories
Greinar

Þörunga­eldi er vaxandi grein

Deila grein

16/03/2023

Þörunga­eldi er vaxandi grein

Á dögunum var kynnt skýrsla alþjóðlega ráðgjafafyrirtækisins Boston Consulting Group um stöðu og framtíð lagareldis á Íslandi. Þar var komið inn á tækifæri og áskoranir í þörungaeldi á Íslandi. Í skýrslunni segir að þörungarækt í heiminum hafi færst í vöxt til að mæta aukinni eftirspurn og bæta framleiðslustýringu. Fjallað er um hvernig skipta megi þörungaeldi í tvær talsvert ólíkar undirgreinar, þ.e. smá- og stórþörungaframleiðslu og svo ólíkar aðferðir sem notaðar eru við ræktun, uppskeru og vinnslu. Vöxtur í smáþörungaeldi er áætlaður verulegur auk nýtingu þörunga úr sjó. Hér erum við því að tala um grein sem getur skilað af sér mörgum milljörðum í þjóðarbúið. Nú standa yfir tilraunir með ræktun á stórþörungum í sjó en í skýrslunni kemur fram að vöntun sé á sértækum reglum og stendur það vexti greinarinnar fyrir þrifum. Í skýrslunni segir að Ísland geti stutt við þörungaeldi með því að fylgja fordæmi nágrannaríkja sem hafa sett stefnur og reglur til að ýta undir sjálfbæran vöxt greinarinnar og í skýrslunni er beint á að sértækt regluverk um smáþörungaframleiðslu á Íslandi sé ekki til en vöntun á því muni sennilega ekki hamla vexti verulega.

Lærum af nágrönnum okkar

Við getum litið til nágranna okkar eins og Norðmanna, Færeyinga, Dana og Skota. Þar hafa aðgerðir verið innleiddar til að styðja við vöxt og snúa þær að því að veita þróunarleyfi og setja skýr reglu- og leyfisveitingakerfi fyrir sjálfbæra stórþörungaframleiðslu. Þetta hefur skilað þeim árangri sem stefnt var að.

Aukum verðmætasköpun við nýtingu þörunga

Í vikunni mælti ég fyrir tillögu minni til þingsályktunar um aukna verðmætasköpun við nýtingu þörunga. Tillagan felur í sér að Alþingi feli matvælaráðherra, í samráði við umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, að skipa starfshóp sem hafi það að markmiði að kanna möguleika á aukinni nýtingu og verðmætasköpun þörunga. Með því að fara yfir lög og reglur við sjálfbæra nýtingu á þörungum sem vaxa villtir eða eru ræktaðir í sjó eða landi. Auk þess miðar vinnan að því að efla rannsóknir og nýsköpun um land allt hvað varðar öflun þörunga, nýtingu þeirra sem og framleiðslu og markaðssetningu á vörum úr þeim. Einnig er mikilvægt að styrkja eftirlitsaðila og auka sérfræðiþekkingu um þörungarækt innan viðeigandi stofnana. Vaxandi markaður er fyrir þörunga og afurðir þeirra í heiminum, en villtir þörungar eru takmörkuð auðlind. Þetta eru oft á tíðum mjög dýrar vörur og skapa því mikil verðmæti. Hér á Íslandi eru, eins og við vitum öll, kjöraðstæður fyrir bæði öflun og ræktun þörunga úr sjó ásamt ræktun á landi.

Löggjöfin sem við styðjumst enn sem komið er við, er annars vegar lög um fiskeldi, sem nær þá utan um ræktun þörunga á landi, eða alla vega að einhverju leyti. Svo erum við með nýleg lög sem fjalla um nýtingu sjávargróðurs. Mikilvægt er að gera grein fyrir hvernig lög og reglur styðja við sjálfbæra nýtingu á þörungum og hvort lögin nái yfir það verkefni sem við stöndum frammi fyrir þegar kemur að vexti í nýtingu á þörungum. Með úttekt á lögunum má vinna áfram að því að bæta lagarammann, greininni til heilla. Þá er einnig mikilvægt að kanna af fullri alvöru hvernig efla megi rannsóknir og nýsköpun um land allt sem varðar öflun þörunga, nýtingu þeirra sem og framleiðslu og markaðssetningu á vörum úr þeim.

Markaður fyrir þörunga fer vaxandi

Það þarf að brauðfæða íbúa heimsins. Þar er sjálfbær matvælaframleiðsla lausnin til framtíðar. Á tímum sem nú, er fæðuöryggi í algleymingi. Fleiri skynja án efa mikilvægi öflugrar matvæla- og heilsuefnaframleiðslu hér á landi og eðlilegt er að horfa til þess hvaða frekari tækifæri kunni að vera fyrir hendi fyrir matvælalandið Ísland á komandi árum. Við strendur landsins eru víðfeðmir þaraskógar sem geta orðið enn ein stoðin í eflingu landsins sem matvæla- og bætiefnalands. Þörungategundir eða efni unnin úr þeim eru nú þegar hluti af daglegu lífi flestra Íslendinga þótt fæstir geri sér grein fyrir því. Þörungamjöl eða þörungaþykkni er metið að verðleikum um allan heim og er það flutt héðan lífrænt vottað.

Við höfum gríðarlega mörg og góð tækifæri ef við einbeitum okkur að því hvernig við getum tryggt aukna verðmætasköpun við nýtingu þörunga. Heimsmarkaður fyrir þörunga er stór og hann fer vaxandi. Við vitum að þjóðir í Asíu hafa lengi stundað umfangsmikla framleiðslu á þörungum og svæði í Norður-Ameríku eru komin með dágóða reynslu. Hollendingar eru komnir nokkuð framarlega á þessu sviði, bæði varðandi smáþörunga og ræktun þangs á strengjum. Þannig að þjóðir nær og fjær eru komnar vel áleiðis og engin ástæða fyrir okkur að dragast hér aftur úr. Markmiðið er að uppskera villtra þörunga verði sjálfbær. Stuðningur við þörungaframleiðslu er líka stórt byggðamál því tækifæri eru um allt land í greininni.

Halla Signý Kritjánsdóttir, þingmaður Framsóknar.

Greinin birtist fyrst á visir.is 16. mars 2023.

Categories
Fréttir

Fyrsta áætlunin um framkvæmd lýðheilsustefnu birt til umsagnar

Deila grein

16/03/2023

Fyrsta áætlunin um framkvæmd lýðheilsustefnu birt til umsagnar

Birt hafa verið til umsagnar drög að aðgerðaáætlun heilbrigðisráðherra um framkvæmd lýðheilsustefnu til fimm ára. Áætlunin verður lögð fyrir Alþingi til umræðu. Í henni er forgangsraðað til næstu fimm ára stefnumarkmiðum þingsályktunar um lýðheilsustefnu sem samþykkt var á Alþingi 2021. Umsagnarfrestur er til 28. mars næstkomandi.

Ályktun Alþingis felur í sér að leiðarljós lýðheilsustefnu fram til ársins 2030 verði heilsuefling og forvarnir þar sem markmiðið er að viðhalda og bæta heilbrigði fólks og koma í veg fyrir sjúkdóma eins og kostur er. Stefnt skal að því að lýðheilsustarf sé markvisst og einkennist meðal annars af þverfaglegu samstarfi heilbrigðisþjónustu og annarra hagaðila, s.s. sveitarfélaga.

Í lok júní 2022 skipaði heilbrigðisráðherra verkefnahóp til að vinna drög að aðgerðaáætlun lýðheilsustefnu sem hvetji fólk til að huga að eigin heilsu. Hópurinn kallaði fjölmarga aðila sem sinna lýðheilsustarfi á sinn fund og kynnti sér ýmis verkefni sem hafa áhrif á lýðheilsu á einn eða annan hátt. Helstu niðurstöður hópsins voru kynntar á heilbrigðisþingi sem helgað var lýðheilsu í nóvember 2022. Aðgerðaáætlunin sem nú er birt til umsagnar byggist á vinnu verkefnahópsins, tillögum sem fram komu á heilbrigðisþinginu og stefnum og aðgerðaáætlunum heilbrigðisráðuneytisins sem varða heilsu og forvarnir, s.s. um  heilsueflingu aldraðra, krabbameinsáætlun, geðheilbrigðisstefnu og stafræna heilbrigðisþjónustu. Uppbygging aðgerðaáætlunar lýðheilsustefnu kallast á lykilviðfangsefni heilbrigðisstefnu til ársins 2030 sem felast m.a. í forystu til árangurs, réttri þjónustu á réttum stað, fólkið í forgrunni, virkum notendum, gæði og skilvirk þjónustukaup. 

Helstu aðgerðir samkvæmt áætluninni

Í áætluninni eru skilgreindar 11 aðgerðir í þágu lýðheilsu sem unnið verður að á næstu fimm árum. Hver þeirra er brotin niður í fleiri verkefni. Sem dæmi um aðgerðir og verkefni má nefna:

  • Gildandi löggjöf sem snýr að lýðheilsu metin og greind þörf á sérstökum lögum um lýðheilsu.
  • Lýðheilsumat verði hlut af sjálfbærnimati lagafrumvarpa og gátlistar þróaðir
  • Gerður verði sáttmáli um bætta lýðheilsu og öfluga samvinnu í því skyni
  • Áframhaldandi skipulagður stuðningur við heilsueflandi verkefni í heimabyggð
  • Vitundarvakning með áherslu á að efla heilsulæsi almennings
  • Rafræn upplýsingamiðlun og þróun rafrænna lausna í þágu heilsueflingar og forvarna
  • Efling lýðheilsusjóðs
  • Þróun lýðheilsuvísa og birtingar þeirra – lýðheilsuvakt sett á fót
  • Aukin áhersla á heilsueflingu eldra fólks í samstarfi ríkis og sveitarfélaga
  • Endurmat krabbameinsáætlunar – aðgerðum hrint í framkvæmd
  • Markviss gagnasöfnun um lýðheilsustarf og gagnreyndar aðferðir

Aðgerðaáætlun lýðheilsustefnu í samráðsgátt

Heimild: stjr.is

Categories
Fréttir Greinar

Magnaður á­fangi fyrir ís­lenskuna

Deila grein

15/03/2023

Magnaður á­fangi fyrir ís­lenskuna

Það er sannarlega magnaður áfangi fyrir íslenskuna að tungumálið okkar hafi verið valið í þróunarfasa fyrir nýjustu útgáfu gervigreindarmállíkansins GPT-4, fyrst allra tungumála fyrir utan ensku. Samstarfsverkefni með fyrirtækinu OpenAI hefur komið því til leiðar að stærsta gervigreindarnet heims er nú fínþjálfað til þess að skilja og miðla upplýsingum á íslensku. Það er sannarlega stórmál fyrir mál málanna – íslenska tungu. Ör þróun gervigreindartækni er afar mikilvæg fyrir tungumál eins og okkar og þar felast mörg sóknarfæri sem flest eru ókönnuð enn– en með samstarfinu fáum við ákveðið forskot til þess. Við viljum jú að framtíðin geti svarað okkur á íslensku.

Orð til alls fyrst

Samstarf þetta er afrakstur af heimsókn sendinefndar forseta Íslands í maí sl. þar sem við heimsóttum meðal annars höfuðstöðvar OpenAI í San Fransisco. Fyrirtækið er leiðandi í alþjóðlegri umræðu um opið aðgengi að gervigreindartækni og ábyrga og örugga þróun hennar fyrir heimsbyggðina alla. Hægt var að nýta íslensku að takmörkuðu leyti í fyrri útgáfu mállíkansins en með þessari nýju uppfærslu er árangurinn margfalt betri og möguleikar gervigreindarinnar til þess að læra hraðar og miðla betur á íslensku hafa aukist verulega.

Samstarfið um íslenska virkni tækninnar er eitt af sex þróunarverkefnum sem OpenAI stendur að í tengslum við útgáfu GPT-4 og það eina af þeim sem tengist annarri þjóðtungu en ensku. Til skoðunar er í framhaldinu hvort samstarfið geti síðar orðið fyrirmynd fyrir önnur tungumál og því er íslenskan ákveðinn brautryðjandi að þessu leyti.

Dýrmæt þekking

Samvinna skilar okkur árangri. Við komum með heilmikið að borðinu í samtali okkar við erlend tæknifyrirtæki – Íslendingar hafa fjárfest í mikilvægu innviðum á sviðum máltækni gegnum fyrstu máltækniáætlun stjórnvalda sem formlega var farið af stað með árið 2019 og lýkur nú í ár.

Um 60 manns hafa unnið að fjölbreyttum verkefnum og hér á landi hefur byggst upp dýrmæt fagþekking á þessu spennandi sviði vísinda og nýsköpunar sem eftir er tekið. Íslenskar kjarnalausnir á sviðum máltækni eru aðgengilegar í opnum aðgangi, m.a. fyrir frumkvöðla, fólk í nýsköpun og fyrirtæki í fjölbreyttum rekstri sem geta þróað notendalausnir út frá þeim. Hagnýting slíkra lausna fyrir almenning verður ein megináhersla í áframhaldandi máltækniverkefnum en brátt hefst vinna við að undirbúning og skrif næstu áætlunar.

Þakkir og stolt

Ég vil þakka þeim fjölmörgu sem komið hafa að þessum spennandi verkefnum, ekki síst forseta Íslands sem lagt hefur sitt lóð á vogarskálarnar við að tala máli íslenskunnar í alþjóðlegu samhengi – og annarra tungumála fámennari ríkja – samstarfsfólki hjá Almannarómi og SÍM-hópnum, og sjálfboðaliðunum sem fyrir tilstilli máltæknifyrirtækisins Miðeindar komu að þjálfun gervigreindarinnar síðustu misserin.

Fá málefni eru mér jafn hugleikin og íslenskan, tungumálið er grunnur alls sem við gerum og stöndum fyrir. Við höfum ríkum skyldum að gegna við að tryggja aðgengi að íslensku og notkun hennar til framtíðar. Íslenskt hugvit og ástríða munu stuðla að því að það verði gerlegt.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra.

Greinin birtist fyrst á visir.is 15. mars 2023.